Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fjölnir 1-0 | Sigur sem gæti skipt miklu máli í baráttunni um Evrópusæti Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2020 19:00 Hilmar Árni Halldórsson tryggði Stjörnunni sigur í dag. Vísir/Bára Leik Stjörnunnar og Fjölnis, í 11. umferð Pepsi Max deildar karla sem fram fór í Garðabæ í kvöld, verður seint minnst sem sigur fyrir fótboltann. Leikurinn var afskaplega hægur en á endanum voru það heimamenn í Stjörnunni sem unnu 1-0 eftir að Hilmar Árni Halldórsson skoraði úr vítaspyrnu á 86. mínútu leiksins. Stjörnumenn voru mikið meira með boltann í fyrri hálfleik en náðu ekki mörgum skotum sínum í gegnum þykkan varnarmúr Fjölnismanna. Þau skot sem rötuðu í gegn varði Sigurjón Daði Harðarson en hann var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild. Strákurinn átti stórleik og forðaði því margsinnis að Fjölnismenn fengu á sig mark. Fjölnismenn sýndu hugrekki í upphafi seinni hálfleiks og færðu sig framar á völlinn og sköpuðu sér örfá færi. Því miður nýttust engin færi hjá þeim og því var það mjög súrt fyrir þá að fá dæmda á sig vítaspyrnu á 86. mínútu leiksins. Lukkudísirnar eru sjaldan í liði með liðunum sem eru líklegust til að falla. Dómurinn var réttur hinsvegar en Hans Viktor Guðmundsson hoppaði yfir Sölva Snæ Guðbjargarson sem var við það að sleppa í gegnum vörnina. Hilmar Árni framkvæmdi spyrnuna og skoraði og tryggði stigin þrjú. Af hverju vann Stjarnan? Þeir eru þrjóskir Stjörnumenn og leggja ekki árar í bát þó að verkefnið stefni ekki í áttina sem þeir róa. Í dag þurftu þeir vítaspyrnu til að tryggja sigurinn en það er nóg í leikjum þar sem þeir hafa yfirburði án þess að skora úr opnum leik. Hvað gekk illa? Leikurinn var ekki illa leikinn en hann var hægur og þau færi sem sköpuðust náðu ekki að fara yfir línuna. Þá var mikið um að sendingar á sóknarsvæðum misfórust. Bestir á vellinum? Hilmar Árni Halldórsson var enn einu sinni örlagavaldur í sínu liði. Hann átti þess utan nokkur skot sem hefðu getað orðið eitthvað en varnarmúr Fjölnis og svo markvörður þeirra héldu honum í skefjum. Markvörðu Fjölnis fær einmitt nafnbótina maður leiksins en fyrir mann sem er að spila sinn fyrsta leik þá leit hann ekki út fyrir það. Greip vel inn í allt, varði öll skot úr opnum leik sem komu á markið og þar með talið eitt snúningskot frá Hilmari sem stefndi í samskeytin. Hann ásamt varnarlínu Fjölnis gerði það að verkum að Fjölnir var inn í leiknum alveg fram á lokamínúturnar. Hvað næst? Fjölnir rær lífróðurinn fræga og eru komnir í þá stöðu að tap í næsta leik fellir þá. Þeir munu etja kappi við KR í næstu umferð inn í Egilshöll í 19. umferð en fyrir mitt leyti þá er það ekki líklegt að sigurinn komi þar. Stjörnumenn halda áfram að berjast um Evrópusæti. Sitja, þegar þetta er skrifað, í þriðja sæti með 31 stig og leik inni á FH og Blika til dæmis. Næsti leikur hjá þeim er gegn Skaganum á heimavelli og því möguleiki á að sauma saman tvo sigurleiki í röð. Ásmundur Arnars: Sigurjón stóð sig frábærlega Þjálfari Fjölnis er að sjálfsögðu ekki upplitsdjarfu þessa dagana en það er eins og svo oft áður hægt að líta á að frammistaðan hafi verið góð en sigrarnir standa á sér. Hann tók sér dágóða stund í að svara fyrstu spurningu blaðamanns sem sneri að því hvað væri hægt að taka með sér úr leiknum. „Svekkelsi mikið, enn og aftur. Frammistaðan var fín. Ég held að ég hafi sagt þetta allt áður. Okkur vantaði kannski gæði á lokaþriðjunginn. Við eigum að geta slúttað sóknum okkar betur þannig að við erum ekki að ná að skora. Vinnuframlag, skipulag og barátta allt til fyrirmyndar í dag og fullt af hrósi til strákanna en við náum ekki að loka leiknum.“ Ásmundur gaf ungum markverði traustið í dag sem þakkaði fyrir sig með góðri frammistöðu. „Sigurjón stóð sig frábærlega, kom mjög flottur inn í þetta. Gríðarlega efnilegur markvörður og við vitum hvaða mann hann hefur að geyma þannig að við vorum ekkert smeykir við að gefa honum tækifærið og hann greip það svo sannarlega og stóð sig frábærlega.“ Að lokum var Ásmundur spurður að því hvernig framhaldið liti út fyrir honum. „Það er bara næsti leikur. Við lítum á hvern leik sem bara sérstakt verkefni, sér mót. Við ætlum að vinna leik. Það styttist í það.“ Pepsi Max-deild karla Stjarnan Fjölnir
Leik Stjörnunnar og Fjölnis, í 11. umferð Pepsi Max deildar karla sem fram fór í Garðabæ í kvöld, verður seint minnst sem sigur fyrir fótboltann. Leikurinn var afskaplega hægur en á endanum voru það heimamenn í Stjörnunni sem unnu 1-0 eftir að Hilmar Árni Halldórsson skoraði úr vítaspyrnu á 86. mínútu leiksins. Stjörnumenn voru mikið meira með boltann í fyrri hálfleik en náðu ekki mörgum skotum sínum í gegnum þykkan varnarmúr Fjölnismanna. Þau skot sem rötuðu í gegn varði Sigurjón Daði Harðarson en hann var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild. Strákurinn átti stórleik og forðaði því margsinnis að Fjölnismenn fengu á sig mark. Fjölnismenn sýndu hugrekki í upphafi seinni hálfleiks og færðu sig framar á völlinn og sköpuðu sér örfá færi. Því miður nýttust engin færi hjá þeim og því var það mjög súrt fyrir þá að fá dæmda á sig vítaspyrnu á 86. mínútu leiksins. Lukkudísirnar eru sjaldan í liði með liðunum sem eru líklegust til að falla. Dómurinn var réttur hinsvegar en Hans Viktor Guðmundsson hoppaði yfir Sölva Snæ Guðbjargarson sem var við það að sleppa í gegnum vörnina. Hilmar Árni framkvæmdi spyrnuna og skoraði og tryggði stigin þrjú. Af hverju vann Stjarnan? Þeir eru þrjóskir Stjörnumenn og leggja ekki árar í bát þó að verkefnið stefni ekki í áttina sem þeir róa. Í dag þurftu þeir vítaspyrnu til að tryggja sigurinn en það er nóg í leikjum þar sem þeir hafa yfirburði án þess að skora úr opnum leik. Hvað gekk illa? Leikurinn var ekki illa leikinn en hann var hægur og þau færi sem sköpuðust náðu ekki að fara yfir línuna. Þá var mikið um að sendingar á sóknarsvæðum misfórust. Bestir á vellinum? Hilmar Árni Halldórsson var enn einu sinni örlagavaldur í sínu liði. Hann átti þess utan nokkur skot sem hefðu getað orðið eitthvað en varnarmúr Fjölnis og svo markvörður þeirra héldu honum í skefjum. Markvörðu Fjölnis fær einmitt nafnbótina maður leiksins en fyrir mann sem er að spila sinn fyrsta leik þá leit hann ekki út fyrir það. Greip vel inn í allt, varði öll skot úr opnum leik sem komu á markið og þar með talið eitt snúningskot frá Hilmari sem stefndi í samskeytin. Hann ásamt varnarlínu Fjölnis gerði það að verkum að Fjölnir var inn í leiknum alveg fram á lokamínúturnar. Hvað næst? Fjölnir rær lífróðurinn fræga og eru komnir í þá stöðu að tap í næsta leik fellir þá. Þeir munu etja kappi við KR í næstu umferð inn í Egilshöll í 19. umferð en fyrir mitt leyti þá er það ekki líklegt að sigurinn komi þar. Stjörnumenn halda áfram að berjast um Evrópusæti. Sitja, þegar þetta er skrifað, í þriðja sæti með 31 stig og leik inni á FH og Blika til dæmis. Næsti leikur hjá þeim er gegn Skaganum á heimavelli og því möguleiki á að sauma saman tvo sigurleiki í röð. Ásmundur Arnars: Sigurjón stóð sig frábærlega Þjálfari Fjölnis er að sjálfsögðu ekki upplitsdjarfu þessa dagana en það er eins og svo oft áður hægt að líta á að frammistaðan hafi verið góð en sigrarnir standa á sér. Hann tók sér dágóða stund í að svara fyrstu spurningu blaðamanns sem sneri að því hvað væri hægt að taka með sér úr leiknum. „Svekkelsi mikið, enn og aftur. Frammistaðan var fín. Ég held að ég hafi sagt þetta allt áður. Okkur vantaði kannski gæði á lokaþriðjunginn. Við eigum að geta slúttað sóknum okkar betur þannig að við erum ekki að ná að skora. Vinnuframlag, skipulag og barátta allt til fyrirmyndar í dag og fullt af hrósi til strákanna en við náum ekki að loka leiknum.“ Ásmundur gaf ungum markverði traustið í dag sem þakkaði fyrir sig með góðri frammistöðu. „Sigurjón stóð sig frábærlega, kom mjög flottur inn í þetta. Gríðarlega efnilegur markvörður og við vitum hvaða mann hann hefur að geyma þannig að við vorum ekkert smeykir við að gefa honum tækifærið og hann greip það svo sannarlega og stóð sig frábærlega.“ Að lokum var Ásmundur spurður að því hvernig framhaldið liti út fyrir honum. „Það er bara næsti leikur. Við lítum á hvern leik sem bara sérstakt verkefni, sér mót. Við ætlum að vinna leik. Það styttist í það.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti