Ófremdarástand hjá lögreglunni í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. október 2020 12:11 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshreppi, sem er mjög óánægð með þann aðbúnað, sem lögreglan í Vík býr við í húsnæðismálum. Vísir/Magnús Hlynur Lögreglan í Vík í Mýrdal býr við ófremdarástand í húsnæðismálum því engin aðstaða er fyrir fanga og enga aðstaða til að geyma bíla og lögreglumennirnir hafa ekki sér kaffistofu né salerni. Þegar kemur til útkalls í kafaldsbyl getur það tekið að minnsta kosti hálftíma að moka lögreglubílinn út. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill að ný lögreglustöð verði byggð ekki seinna en strax. Í Vík eru nú þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Eins og flestir vita þá hefur verkefnum lögreglunnar í Vík fjölgað hratt undanfarin ár með auknum straumi ferðamanna um svæðið en á sama tíma er vinnuaðstaða lögreglunnar í engum takti við þá þróun. Aðeins eru tvö lítil samliggjandi herbergi til afnota fyrir lögregluna inni hjá Sýslumanni, ekkert annað. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshreppi er mjög óánægð með þennan aðbúnað lögreglunnar. „Þetta eru bara tvö lítil, mjög lítil herbergi, sem þeir hafa. Enga kaffistofu, sameiginlegt klósett með sýslumanni eða starfsmönnum sýslumanns og enga aðstöðu fyrir bíla. Þannig að ef það kemur útkall í kafaldsbyl þá þurfa þeir að byrja á því að grafa sig inn í bílinn og koma honum í ökuhæft ástand. Þetta er ekki boðlegt ástand en í venjulegu árferði er náttúrulega svakaleg umferð og þarf þá bara mikið og öflugt löggæslueftirlit,“ segir Þorbjörg. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ályktað um að það þurfi að byggja nýja lögreglustöð í Vík, sem allra fyrst. Í Vík eru þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Lögreglumennirnir eru hluti af starfsliði Lögreglunnar á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur „Það hefur verið vinna í gangi við þarfagreiningu, bæði fyrir sýslumann og lögreglustöðina. Dómsmálaráðherra lét gera hana. Mér skilst að hún liggi fyrir en við höfum ekki heyrt neitt meira af því. Við viljum bara endilega þrýsta á þetta mál,“ bætir Þorbjörg við og segir enn fremur: „Ég efast um að það sé nokkurs staðar á landinu jafn slæmur aðbúnaður fyrir lögreglumenn eins og hér í Vík miðað við það umfang sem löggæslan hefur hérna. Lögreglumennirnir hafa ekki eigin kaffistofu. „Nei, nei, þeir fá stundum að krækja sér í kaffibolla hjá starfsmönnum sýslumanns en að öðru leyti ekki. Oft eru þeir að vinna langan vinnudag og þurfa þá að geta fengið sér að borða inni hjá sér en það er ekkert í boði,“ segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Lögreglan Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Lögreglan í Vík í Mýrdal býr við ófremdarástand í húsnæðismálum því engin aðstaða er fyrir fanga og enga aðstaða til að geyma bíla og lögreglumennirnir hafa ekki sér kaffistofu né salerni. Þegar kemur til útkalls í kafaldsbyl getur það tekið að minnsta kosti hálftíma að moka lögreglubílinn út. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill að ný lögreglustöð verði byggð ekki seinna en strax. Í Vík eru nú þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Eins og flestir vita þá hefur verkefnum lögreglunnar í Vík fjölgað hratt undanfarin ár með auknum straumi ferðamanna um svæðið en á sama tíma er vinnuaðstaða lögreglunnar í engum takti við þá þróun. Aðeins eru tvö lítil samliggjandi herbergi til afnota fyrir lögregluna inni hjá Sýslumanni, ekkert annað. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshreppi er mjög óánægð með þennan aðbúnað lögreglunnar. „Þetta eru bara tvö lítil, mjög lítil herbergi, sem þeir hafa. Enga kaffistofu, sameiginlegt klósett með sýslumanni eða starfsmönnum sýslumanns og enga aðstöðu fyrir bíla. Þannig að ef það kemur útkall í kafaldsbyl þá þurfa þeir að byrja á því að grafa sig inn í bílinn og koma honum í ökuhæft ástand. Þetta er ekki boðlegt ástand en í venjulegu árferði er náttúrulega svakaleg umferð og þarf þá bara mikið og öflugt löggæslueftirlit,“ segir Þorbjörg. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ályktað um að það þurfi að byggja nýja lögreglustöð í Vík, sem allra fyrst. Í Vík eru þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Lögreglumennirnir eru hluti af starfsliði Lögreglunnar á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur „Það hefur verið vinna í gangi við þarfagreiningu, bæði fyrir sýslumann og lögreglustöðina. Dómsmálaráðherra lét gera hana. Mér skilst að hún liggi fyrir en við höfum ekki heyrt neitt meira af því. Við viljum bara endilega þrýsta á þetta mál,“ bætir Þorbjörg við og segir enn fremur: „Ég efast um að það sé nokkurs staðar á landinu jafn slæmur aðbúnaður fyrir lögreglumenn eins og hér í Vík miðað við það umfang sem löggæslan hefur hérna. Lögreglumennirnir hafa ekki eigin kaffistofu. „Nei, nei, þeir fá stundum að krækja sér í kaffibolla hjá starfsmönnum sýslumanns en að öðru leyti ekki. Oft eru þeir að vinna langan vinnudag og þurfa þá að geta fengið sér að borða inni hjá sér en það er ekkert í boði,“ segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Lögreglan Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent