Líkamsræktarhluta Mjölnis lokað en öðru íþróttastarfi haldið áfram Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. október 2020 19:45 „Við erum náttúrlega ekki beint líkamsræktarstöð,“ segir framkvæmdastjóri Mjölnis. Mjölnir Íþróttafélagið Mjölnir mun áfram halda úti æfingum, með takmörkunum þó, eftir að hertar takmarkanir taka gildi á miðnætti. Líkamsræktarstöð Mjölnis verður þó lokað frá og með morgundeginum en fjöldatakmarkanir í öllu öðru íþróttastarfi fullorðinna munu frá og með morgundeginum miðast við nítján iðkendur auk þjálfara. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Mjölnis en meðal þess sem ekki fellur undir líkamsræktarhluta starfseminnar, miðað við skilgreiningu Mjölnis, er hið vinsæla víkingaþrek og æfingar bardagaíþrótta. Nauðsynlegt verður þó að skrá sig í tíma. „Við erum náttúrlega ekki beint líkamsræktarstöð. Við erum með líkamsræktarsal en hann verður lokaður en við verðum áfram með Júdó og annað slíkt, með þær æfingar allar,“ segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, í samtali við Vísi. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis séu íþróttaæfingar leyfðar með takmörkunum. Mjölnir hafi sent fyrirspurn til yfirvalda til að fá nánari upplýsingar um hvernig fyrirhugaðar aðgerðir hafi áhrif á starfsemina. Enn sé beðið eftir svörum við því sem og endanlegri reglugerð um útfærslu þeirra takmarkana sem taka gildi á morgun. „Fyrir okkur gilda sömu reglur, þær reglur sem að við höfum fengið samþykktar af landlækni, sem við unnum í samstarfi við júdósambandið, eins og í glímunni hjá okkur og slíku og svo eru eins og hnefaleikar sem eru undir í því, slíkar greinar verða áfram,“ segir Haraldur. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana þegar en auk þess að loka líkamsræktarsalnum verður búningsklefum lokað, sem og pottum og gufu. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, sem þær aðgerðir sem taka gildi á morgun byggja á, er gert ráð fyrir að líkamsræktarstöðvum verði lokað. Sundstöðum verði leyft að hafa opið með takmörkunum og keppnisíþróttir með snertingu verði leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum fimm skilyrðum. Skilyrðin kveða til að mynda á um að sérsambönd, hvort sem þau starfa innan eða utan ÍSÍ, geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni, reglurnar verði unnar í samráði við sóttvarnalækni, eins metra nándarmörk verði virt í búningsklefum, áhorfendur ekki leyfði og keppnisáhöld sótthreinsuð milli notenda eins og kostur er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Íþróttafélagið Mjölnir mun áfram halda úti æfingum, með takmörkunum þó, eftir að hertar takmarkanir taka gildi á miðnætti. Líkamsræktarstöð Mjölnis verður þó lokað frá og með morgundeginum en fjöldatakmarkanir í öllu öðru íþróttastarfi fullorðinna munu frá og með morgundeginum miðast við nítján iðkendur auk þjálfara. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Mjölnis en meðal þess sem ekki fellur undir líkamsræktarhluta starfseminnar, miðað við skilgreiningu Mjölnis, er hið vinsæla víkingaþrek og æfingar bardagaíþrótta. Nauðsynlegt verður þó að skrá sig í tíma. „Við erum náttúrlega ekki beint líkamsræktarstöð. Við erum með líkamsræktarsal en hann verður lokaður en við verðum áfram með Júdó og annað slíkt, með þær æfingar allar,“ segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, í samtali við Vísi. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis séu íþróttaæfingar leyfðar með takmörkunum. Mjölnir hafi sent fyrirspurn til yfirvalda til að fá nánari upplýsingar um hvernig fyrirhugaðar aðgerðir hafi áhrif á starfsemina. Enn sé beðið eftir svörum við því sem og endanlegri reglugerð um útfærslu þeirra takmarkana sem taka gildi á morgun. „Fyrir okkur gilda sömu reglur, þær reglur sem að við höfum fengið samþykktar af landlækni, sem við unnum í samstarfi við júdósambandið, eins og í glímunni hjá okkur og slíku og svo eru eins og hnefaleikar sem eru undir í því, slíkar greinar verða áfram,“ segir Haraldur. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana þegar en auk þess að loka líkamsræktarsalnum verður búningsklefum lokað, sem og pottum og gufu. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, sem þær aðgerðir sem taka gildi á morgun byggja á, er gert ráð fyrir að líkamsræktarstöðvum verði lokað. Sundstöðum verði leyft að hafa opið með takmörkunum og keppnisíþróttir með snertingu verði leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum fimm skilyrðum. Skilyrðin kveða til að mynda á um að sérsambönd, hvort sem þau starfa innan eða utan ÍSÍ, geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni, reglurnar verði unnar í samráði við sóttvarnalækni, eins metra nándarmörk verði virt í búningsklefum, áhorfendur ekki leyfði og keppnisáhöld sótthreinsuð milli notenda eins og kostur er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira