Leigubílsstjórar í útrýmingarhættu Jakob Bjarnar skrifar 5. október 2020 12:00 Einar er formaður Fylkis, félags leigubílsstjóra á Suðurnesjum. Hann segir að taug leigubílsstjóra sé almennt þanin og nú er svo komið að stéttin sé í verulegri kreppu. „Menn eru ekkert að ná endum saman. Ástandið er skelfilegt. Leigubílsstjórar eru upp til hópa, að 95 prósentum, vandaðir og faglegir. En það eru auðvitað fávitar þar innan um eins og í öllum atvinnugreinum,“ segir Einar Hafsteinn Árnason formaður Fylkis, sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum. Vísir greindi frá því nú um helgina að lögreglan hafi veitt nokkrum leigubílsstjórum tiltal og fjórir voru kærðir fyrir mjög gróf brot. Þeir höfðu sýnt af sér dólgslega hegðun og í eftirlitsmyndavélum má sjá þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. Einn leigubílsstjóri var sagður hafa hrópað ókvæðisorðum að gangandi vegfaranda, sagði honum að „drulla sér í burtu“ og það af göngugötu. Taug leigubílsstjóra þanin Á landinu öllu eru um 580 leigubílsstjórar. Stærsta félagið er Frami sem starfar á höfuðborgarsvæðinu, þar eru um 300 félagar að sögn Einars. Þar svaraði enginn á skrifstofunni í gær þegar Vísir reyndi að ná sambandi við forsvarsmenn Frama til að inna þá eftir þessum nýlegu tíðindum af dólgslegri framgöngu leigubílsstjóra. Í félagi Einars eru hins vegar um 40, sem starfa suður með sjó og í tengslum við flugstöðina. Hann segist því ekki geta tjáð sig beint um þessi tilteknu atvik en hitt sé víst að taugin er þanin til hins ítrasta hjá leigubílsstjórum almennt. „Við bílstjórarnir erum milli kerfa, megnið fær ekki atvinnuleysisbætur. Ég hef verið atvinnulaus í sex mánuði frá því þetta byrjaði. Ég fæ ekki bætur,“ segir Einar en hann hefur ítrekað reynt að fá fund með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að inna hann eftir því hvernig efnhagsþrengingarnar standi gagnvart stéttinni. Allir skráðir leigubílsstjórar þurfa að greiða skatt af 460 þúsund krónum á mánuði burtséð frá innkomu til að halda leyfinu. Og eins og sakir standa eru tekjurnar rýrar í roðinu, víða engar. 12 þúsund krónur telst góður dagur „Menn eru að reyna að ná því litla sem er,“ segir Einar um þetta tiltekna atvik sem greint var frá um helgina. „Þetta eru menn með miklar skuldbindingar og það er ekkert að gera.“ Einar er ekki að reyna að afsaka framgöngu téðra leigubílsstjóra heldur aðeins skýra hvað býr að baki. „Menn eru að reyna að lifa af. Það er ekkert slegið af þegar skuldbindingarnar eru annars vegar. Þú þarft að borga af þínu. Við fáum ekki ríkisstyrki eins og sumir. Ég er að heyra að menn séu að hafa kannski 10 til 12 þúsund krónur eftir daginn. Og það telst góður dagur,“ segir Einar. Þetta dugar engan veginn fyrir þeim gjöldum sem leigubílsstjórar þurfa að standa skil á. Deyjandi stétt og menn örvæntingafullir „Það er líka oft blásið upp ef leigubílsstjórum verður á í messunni. En menn eru orðnir örvæntingarfullir. Sú er helsta ástæðan fyrir því að menn eru að reyna að ná því sem hægt er að ná.“ Einar segir að sótt sé að stéttinni, sem hann telur augljóslega að sé í útrýmingarhættu, úr öllum áttum. „Skutlararnir eru til dæmis enn mjög öflugir. Þeir eru að hirða haug, seljandi brennivín og dóp útum allt. Svo við tölum bara íslensku. Já, stéttin er að deyja út sem ég tel ekki gott. Þetta er öruggasti ferðamáti sem hugsast getur. Leigubílsstjórar þurfa að sæta ströngum skilyrðum og vera með hreint sakavottorð ef þeir eiga að fá að starfa.“ Samgöngur Lögreglumál Leigubílar Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Menn eru ekkert að ná endum saman. Ástandið er skelfilegt. Leigubílsstjórar eru upp til hópa, að 95 prósentum, vandaðir og faglegir. En það eru auðvitað fávitar þar innan um eins og í öllum atvinnugreinum,“ segir Einar Hafsteinn Árnason formaður Fylkis, sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum. Vísir greindi frá því nú um helgina að lögreglan hafi veitt nokkrum leigubílsstjórum tiltal og fjórir voru kærðir fyrir mjög gróf brot. Þeir höfðu sýnt af sér dólgslega hegðun og í eftirlitsmyndavélum má sjá þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. Einn leigubílsstjóri var sagður hafa hrópað ókvæðisorðum að gangandi vegfaranda, sagði honum að „drulla sér í burtu“ og það af göngugötu. Taug leigubílsstjóra þanin Á landinu öllu eru um 580 leigubílsstjórar. Stærsta félagið er Frami sem starfar á höfuðborgarsvæðinu, þar eru um 300 félagar að sögn Einars. Þar svaraði enginn á skrifstofunni í gær þegar Vísir reyndi að ná sambandi við forsvarsmenn Frama til að inna þá eftir þessum nýlegu tíðindum af dólgslegri framgöngu leigubílsstjóra. Í félagi Einars eru hins vegar um 40, sem starfa suður með sjó og í tengslum við flugstöðina. Hann segist því ekki geta tjáð sig beint um þessi tilteknu atvik en hitt sé víst að taugin er þanin til hins ítrasta hjá leigubílsstjórum almennt. „Við bílstjórarnir erum milli kerfa, megnið fær ekki atvinnuleysisbætur. Ég hef verið atvinnulaus í sex mánuði frá því þetta byrjaði. Ég fæ ekki bætur,“ segir Einar en hann hefur ítrekað reynt að fá fund með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að inna hann eftir því hvernig efnhagsþrengingarnar standi gagnvart stéttinni. Allir skráðir leigubílsstjórar þurfa að greiða skatt af 460 þúsund krónum á mánuði burtséð frá innkomu til að halda leyfinu. Og eins og sakir standa eru tekjurnar rýrar í roðinu, víða engar. 12 þúsund krónur telst góður dagur „Menn eru að reyna að ná því litla sem er,“ segir Einar um þetta tiltekna atvik sem greint var frá um helgina. „Þetta eru menn með miklar skuldbindingar og það er ekkert að gera.“ Einar er ekki að reyna að afsaka framgöngu téðra leigubílsstjóra heldur aðeins skýra hvað býr að baki. „Menn eru að reyna að lifa af. Það er ekkert slegið af þegar skuldbindingarnar eru annars vegar. Þú þarft að borga af þínu. Við fáum ekki ríkisstyrki eins og sumir. Ég er að heyra að menn séu að hafa kannski 10 til 12 þúsund krónur eftir daginn. Og það telst góður dagur,“ segir Einar. Þetta dugar engan veginn fyrir þeim gjöldum sem leigubílsstjórar þurfa að standa skil á. Deyjandi stétt og menn örvæntingafullir „Það er líka oft blásið upp ef leigubílsstjórum verður á í messunni. En menn eru orðnir örvæntingarfullir. Sú er helsta ástæðan fyrir því að menn eru að reyna að ná því sem hægt er að ná.“ Einar segir að sótt sé að stéttinni, sem hann telur augljóslega að sé í útrýmingarhættu, úr öllum áttum. „Skutlararnir eru til dæmis enn mjög öflugir. Þeir eru að hirða haug, seljandi brennivín og dóp útum allt. Svo við tölum bara íslensku. Já, stéttin er að deyja út sem ég tel ekki gott. Þetta er öruggasti ferðamáti sem hugsast getur. Leigubílsstjórar þurfa að sæta ströngum skilyrðum og vera með hreint sakavottorð ef þeir eiga að fá að starfa.“
Samgöngur Lögreglumál Leigubílar Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira