Getum við aðeins talað um veitingastaði? Björn Teitsson skrifar 5. október 2020 13:01 Nú er fjölmargt fólk á vinnumarkaði sem þarf að glíma við mikla óvissu og óöryggi í starfi. Fjölmörg hafa þegar misst sína atvinnu og útlitið er ekki bjart. Þetta á ekki síst við um veitingastaði um allt land. Um allan heim. En lítum á hið jákvæða. Það er algerlega lygilegt hve veitingabransinn á Íslandi hefur náð ótrúlega miklum hæðum og háum standard á aðeins nokkrum árum og áratugum. Frá körfukjúklingi á Naustinu til Michelin-stjörnu Dills. Veitingastaðir eru líka miklu meira en staður til að maula á góðum mat. Það er svo eftirminnilegur kafli í Minnisbók Sigurðar Pálssonar, þegar hann minnir á að orðið sjálft, „restaurant“, er lýsingarháttur nútíðar af sögninni „se restaurer“, að hressa sig við, eða bókstaflega „að koma sér í samt lag.“ Góð veitingahúsaferð getur breytt sálarlífinu, hvort sem um er að ræða falafel-vefju á Mandí, 15 rétta ferðalag á Dill eða kaffibolla og kleinu í Skeifunni. Veitingabransinn er starfsvettvangur fyrir ótrúlega fjölbreyttan og hæfileikaríkan hóp fólks, veitingastaðir eru athvarf og afdrep fyrir fólk af öllum stigum þjóðfélags, af öllum kynjum, á öllum aldri. Til að nærast, gleðjast, brosa og eiga saman góðar stundir. Til að starfa eða til að njóta. Mikið var fyndið í Demolition Man þegar framtíð Bandaríkjanna í San Angeles var sýnd, í dystópískri framtíð ársins 2032. Þá, eftir mikil áföll, nátturuhamfarir og borgarastríð, hafði aðeins einn veitingastaður lifað af. Það fór reyndar eftir því hvar þú horfðir á myndina, en sá staður var Taco Bell/Pizza Hut. Nú hef ég ekkert meira á móti þessum stöðum sem keðjustöðum, en öðrum keðjustöðum, en munum samt, þeir eru einmitt það, keðjustaðir. Alveg hreint ótrúleg atburðarás, eða hvað? Hingað erum við komin. Flestir, ef ekki allir veitingastaðir sem eru ekki keðjur, eru í raunverulegri hættu. Ég vildi bara minna fólk á (og stjórnvöld þannig séð líka), að halda áfram að versla við ykkar veitingastaði, ykkar kaffihús, ykkar bari, eins mikið og þið mögulega getið. Ykkar uppáhaldsstaði. Litlu staðina sem þurfa viðskipti og stuðning. Dominos fer ekki neitt. Og verðmunurinn er mjög ofmetinn, ef hann er einhver er hann yfirleitt sáralítill. Nær allir veitingastaðir hafa brugðist við samkomutakmörkunum með auknu úrvali í heimsendingu eða meðgöngumáltíðum („take-away“). Að lokum: Ef við pössum okkur ekki gætu bestu réttir sem framreiddir hafa verið á landinu allt frá landnámi horfið eins og dögg fyrir sólu. Sú magnaða hefð sem Ísland hefur byggt upp, sem er á heimsmælikvarða. Hvorki meira né minna. Þetta er dramatískt, og ég biðst afsökunar á því. En ég meina, við erum að tala um mat hérna! Þessi grein er byggð á facebook-stöðuuppfærslu. Höfundur er M.Sc.-nemi í borgarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Björn Teitsson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er fjölmargt fólk á vinnumarkaði sem þarf að glíma við mikla óvissu og óöryggi í starfi. Fjölmörg hafa þegar misst sína atvinnu og útlitið er ekki bjart. Þetta á ekki síst við um veitingastaði um allt land. Um allan heim. En lítum á hið jákvæða. Það er algerlega lygilegt hve veitingabransinn á Íslandi hefur náð ótrúlega miklum hæðum og háum standard á aðeins nokkrum árum og áratugum. Frá körfukjúklingi á Naustinu til Michelin-stjörnu Dills. Veitingastaðir eru líka miklu meira en staður til að maula á góðum mat. Það er svo eftirminnilegur kafli í Minnisbók Sigurðar Pálssonar, þegar hann minnir á að orðið sjálft, „restaurant“, er lýsingarháttur nútíðar af sögninni „se restaurer“, að hressa sig við, eða bókstaflega „að koma sér í samt lag.“ Góð veitingahúsaferð getur breytt sálarlífinu, hvort sem um er að ræða falafel-vefju á Mandí, 15 rétta ferðalag á Dill eða kaffibolla og kleinu í Skeifunni. Veitingabransinn er starfsvettvangur fyrir ótrúlega fjölbreyttan og hæfileikaríkan hóp fólks, veitingastaðir eru athvarf og afdrep fyrir fólk af öllum stigum þjóðfélags, af öllum kynjum, á öllum aldri. Til að nærast, gleðjast, brosa og eiga saman góðar stundir. Til að starfa eða til að njóta. Mikið var fyndið í Demolition Man þegar framtíð Bandaríkjanna í San Angeles var sýnd, í dystópískri framtíð ársins 2032. Þá, eftir mikil áföll, nátturuhamfarir og borgarastríð, hafði aðeins einn veitingastaður lifað af. Það fór reyndar eftir því hvar þú horfðir á myndina, en sá staður var Taco Bell/Pizza Hut. Nú hef ég ekkert meira á móti þessum stöðum sem keðjustöðum, en öðrum keðjustöðum, en munum samt, þeir eru einmitt það, keðjustaðir. Alveg hreint ótrúleg atburðarás, eða hvað? Hingað erum við komin. Flestir, ef ekki allir veitingastaðir sem eru ekki keðjur, eru í raunverulegri hættu. Ég vildi bara minna fólk á (og stjórnvöld þannig séð líka), að halda áfram að versla við ykkar veitingastaði, ykkar kaffihús, ykkar bari, eins mikið og þið mögulega getið. Ykkar uppáhaldsstaði. Litlu staðina sem þurfa viðskipti og stuðning. Dominos fer ekki neitt. Og verðmunurinn er mjög ofmetinn, ef hann er einhver er hann yfirleitt sáralítill. Nær allir veitingastaðir hafa brugðist við samkomutakmörkunum með auknu úrvali í heimsendingu eða meðgöngumáltíðum („take-away“). Að lokum: Ef við pössum okkur ekki gætu bestu réttir sem framreiddir hafa verið á landinu allt frá landnámi horfið eins og dögg fyrir sólu. Sú magnaða hefð sem Ísland hefur byggt upp, sem er á heimsmælikvarða. Hvorki meira né minna. Þetta er dramatískt, og ég biðst afsökunar á því. En ég meina, við erum að tala um mat hérna! Þessi grein er byggð á facebook-stöðuuppfærslu. Höfundur er M.Sc.-nemi í borgarfræðum.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun