Þórsarar báðu um frestun en fengu neitun: „Mér finnast þetta aumar afsakanir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2020 15:09 Þórsarar vildu fresta leiknum gegn Keflvíkingum í kvöld. vísir/bára Þór Ak. fór fram á það við KKÍ að leiknum gegn Keflavík í Domino's deild karla í kvöld yrði frestað en beiðninni var hafnað. Sóttvarnayfirvöld hafa hvatt íþróttafélög til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu hvött til þess að fresta öllum keppnisferðum út á land. Þrátt fyrir það sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, við Vísi að leikurinn á Akureyri í kvöld færi fram. „Hvorugt liðið er á höfuðborgarsvæðinu og Keflvíkingar voru komnir langleiðina til Akureyrar þegar þessar fréttir bárust. Dómararnir voru líka komnir upp í flugvél. Við tilkynnum það sérstaklega ef þetta breytist,“ sagði Snorri. „Þór fór fram á frestun en því var neitað,“ sagði Hjálmar Pálsson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. Honum finnast útskýringar KKÍ, að Keflvíkingar hafi verið komnir langleiðina til Akureyrar og dómararnir á leið upp í flugvél, ekki halda vatni. „Mér finnast þetta aumar afsakanir. Við erum mjög ósáttir og finnst þetta óábyrgt. Við fórum fram á frestun fyrir hádegi og mér skilst að Keflvíkingar hafi lagt af stað rúmlega klukkan 11:00 þannig að þeir voru væntanlega ekki einu sinni komnir í gegnum Reykjavík þegar við fórum fram frestunina þannig að afsakanirnar sem koma fram í viðtalinu standast engin rök.“ Stjórn KKÍ og mótanefnd funda síðdegis, eftir upplýsingafund almannavarna. En á Hjálmar von á því að leiknum í kvöld verði frestað? „Þrátt fyrir að þeir geti það hef ég enga trú á að þeir geri það,“ svaraði Hjálmar. Hann segir að líklega verði forföll í liði Þórs í kvöld. „Það verða væntanlega 1-2 leikmenn hjá okkur sem ætla ekki að taka þátt í leiknum. Svo höfum við þurft að redda nýjum aðila á ritaraborðið sem vill ekki vera. Þetta er svo mikið bull. Við erum mjög fúl yfir þessu,“ sagði Hjálmar. Viðureign Þórs Ak. og Keflavíkur átti að fara fram á föstudaginn en var frestað vegna þess að nokkrir Keflvíkingar voru í sóttkví fram yfir leikdag. Einn leikmaður Keflavíkur er enn í sóttkví. Dominos-deild karla Þór Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikið á Akureyri í kvöld Leikur Þórs Ak. og Keflavíkur í Domino's deild karla fer að öllum líkindum fram í kvöld eins og áætlað var. 6. október 2020 13:49 Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Þór Ak. fór fram á það við KKÍ að leiknum gegn Keflavík í Domino's deild karla í kvöld yrði frestað en beiðninni var hafnað. Sóttvarnayfirvöld hafa hvatt íþróttafélög til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu hvött til þess að fresta öllum keppnisferðum út á land. Þrátt fyrir það sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, við Vísi að leikurinn á Akureyri í kvöld færi fram. „Hvorugt liðið er á höfuðborgarsvæðinu og Keflvíkingar voru komnir langleiðina til Akureyrar þegar þessar fréttir bárust. Dómararnir voru líka komnir upp í flugvél. Við tilkynnum það sérstaklega ef þetta breytist,“ sagði Snorri. „Þór fór fram á frestun en því var neitað,“ sagði Hjálmar Pálsson, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. Honum finnast útskýringar KKÍ, að Keflvíkingar hafi verið komnir langleiðina til Akureyrar og dómararnir á leið upp í flugvél, ekki halda vatni. „Mér finnast þetta aumar afsakanir. Við erum mjög ósáttir og finnst þetta óábyrgt. Við fórum fram á frestun fyrir hádegi og mér skilst að Keflvíkingar hafi lagt af stað rúmlega klukkan 11:00 þannig að þeir voru væntanlega ekki einu sinni komnir í gegnum Reykjavík þegar við fórum fram frestunina þannig að afsakanirnar sem koma fram í viðtalinu standast engin rök.“ Stjórn KKÍ og mótanefnd funda síðdegis, eftir upplýsingafund almannavarna. En á Hjálmar von á því að leiknum í kvöld verði frestað? „Þrátt fyrir að þeir geti það hef ég enga trú á að þeir geri það,“ svaraði Hjálmar. Hann segir að líklega verði forföll í liði Þórs í kvöld. „Það verða væntanlega 1-2 leikmenn hjá okkur sem ætla ekki að taka þátt í leiknum. Svo höfum við þurft að redda nýjum aðila á ritaraborðið sem vill ekki vera. Þetta er svo mikið bull. Við erum mjög fúl yfir þessu,“ sagði Hjálmar. Viðureign Þórs Ak. og Keflavíkur átti að fara fram á föstudaginn en var frestað vegna þess að nokkrir Keflvíkingar voru í sóttkví fram yfir leikdag. Einn leikmaður Keflavíkur er enn í sóttkví.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikið á Akureyri í kvöld Leikur Þórs Ak. og Keflavíkur í Domino's deild karla fer að öllum líkindum fram í kvöld eins og áætlað var. 6. október 2020 13:49 Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Leikið á Akureyri í kvöld Leikur Þórs Ak. og Keflavíkur í Domino's deild karla fer að öllum líkindum fram í kvöld eins og áætlað var. 6. október 2020 13:49
Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57