Jafnréttið kælt Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 6. október 2020 16:31 Í vor upplifðum við ákveðið bakslag í jafnréttisbaráttunni. Menntamálaráðherra ákvað að stefna konu fyrir dóm sem hafði leitað ásjár kærunefndar jafnréttismála og þar fengið þá niðurstöðu að gegn henni hefði verið brotið við skipun í embætti. Ríkisstjórnin hefur vissulega lagalega heimild til að gera þetta en heimildinni hefur ekki verið beitt fyrr en nú. Sennilega af þeirri einföldu ástæðu að það hefur ekki þótt smart að stefna konum fyrir dóm í kjölfar þess að kærunefnd hefur sagt að á þeim hafi verið brotið. Nú er fjármálaætlun til umræðu á þinginu og þar er rakið að undir jafnréttismál falla aðgerðir hins opinbera á sviði kynjajafnréttis sem og jafnrétti í víðtækri merkingu. Þar er líka rakið að unnið sé að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Þetta er mikilvægt atriði. Það hefur nefnilega mikið að segja um árangur í jafnréttismálum að löggjafinn sé meðvitaður um að lagasetning sem er almenn og virðist kynhlutlaust getur í reynd haft ólík áhrif á kynin. Auðvitað þurfa ráðherrar að skoða pólitísk áhrif ákvörðunar á borð við að stefna manneskju sem brotið hefur verið gegn við ráðningu. Þetta er kynhlutlaust lagaákvæði sem mun bitna á konum frekar en körlum, einfaldlega vegna þess að enn hallar á konur á vinnumarkaði. Það eru konur sem leita til kærunefndarinnar og fari ráðherrar í auknum mæli að stefna konum – og núna líka kærunefndinni skv. nýju frumvarpi forsætisráðherra – er um að ræða lagasetningu sem hefur dramatískari áhrif á konur en karlar. Og ég leyfi mér að segja kælandi áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé jafnréttispólitík sem femínískt stjórnmálaafl eins og VG fellir sig við. Lögleg er þessi leið stjórnvalda en femínísk er hún tæpast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Jafnréttismál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í vor upplifðum við ákveðið bakslag í jafnréttisbaráttunni. Menntamálaráðherra ákvað að stefna konu fyrir dóm sem hafði leitað ásjár kærunefndar jafnréttismála og þar fengið þá niðurstöðu að gegn henni hefði verið brotið við skipun í embætti. Ríkisstjórnin hefur vissulega lagalega heimild til að gera þetta en heimildinni hefur ekki verið beitt fyrr en nú. Sennilega af þeirri einföldu ástæðu að það hefur ekki þótt smart að stefna konum fyrir dóm í kjölfar þess að kærunefnd hefur sagt að á þeim hafi verið brotið. Nú er fjármálaætlun til umræðu á þinginu og þar er rakið að undir jafnréttismál falla aðgerðir hins opinbera á sviði kynjajafnréttis sem og jafnrétti í víðtækri merkingu. Þar er líka rakið að unnið sé að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Þetta er mikilvægt atriði. Það hefur nefnilega mikið að segja um árangur í jafnréttismálum að löggjafinn sé meðvitaður um að lagasetning sem er almenn og virðist kynhlutlaust getur í reynd haft ólík áhrif á kynin. Auðvitað þurfa ráðherrar að skoða pólitísk áhrif ákvörðunar á borð við að stefna manneskju sem brotið hefur verið gegn við ráðningu. Þetta er kynhlutlaust lagaákvæði sem mun bitna á konum frekar en körlum, einfaldlega vegna þess að enn hallar á konur á vinnumarkaði. Það eru konur sem leita til kærunefndarinnar og fari ráðherrar í auknum mæli að stefna konum – og núna líka kærunefndinni skv. nýju frumvarpi forsætisráðherra – er um að ræða lagasetningu sem hefur dramatískari áhrif á konur en karlar. Og ég leyfi mér að segja kælandi áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé jafnréttispólitík sem femínískt stjórnmálaafl eins og VG fellir sig við. Lögleg er þessi leið stjórnvalda en femínísk er hún tæpast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun