Léleg lýsing og mikill snjór gerði flugmönnum erfitt fyrir þegar vélin rann út af Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 17:55 För eftir hliðarskrið flugvélarinnar á Keflavíkurflugvelli að morgni 10. mars 2018. Myndin er úr skýrslu RNSA. Lýsingu og snjómokstri var ábótavant á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair rann út af akbraut eftir lendingu á flugvellinum í mars 2018. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var í gær. Flug TF-FIV kom til lendingar á Keflavíkurflugvelli frá Seattle í Bandaríkjunum að morgni 10. mars 2018. Fram kom í frétt Vísis af málinu á sínum tíma að mikill snjór og lélegt skyggni hefði verið á vellinum og því er einnig lýst í skýrslu rannsóknarnefndar. Þar kemur einnig fram að vélin hafi þurft að fljúga um 20 mínútna biðflug við flugvöllinn þar sem hemlunarskilyrði á flugbrautinni þóttu ekki nógu góð vegna snjókomu. Þá er því lýst í skýrslunni að þegar nefhjól flugvélarinnar hafi verið komið af flugbraut og inn á akbraut hafi flugmaðurinn fundið „hvernig flugvélin byrjaði að renna beint áfram og stefndi vinstra megin út af akbrautinni.“ Flugvélin snerist og hafnaði með nefhjólið utan brautarinnar. Ekki urðu slys á fólki og flugvélin skemmdist ekki. Það er mat RNSA að erfitt hafi verið fyrir flugmennina að sjá akbrautina vegna þess að lýsingu var ábótavant, ljósaskilti voru að einhverju leyti hulin snjó og að ekki var búið að hreinsa snjó af akbrautinni. Þá telur nefndin það líklegt að rýming af flugbrautinni hafi verið gerð heldur seint sökum þessa og því hafi beygjan inn á akbrautina orðið krappari en ella. Þá er það mat RNSA að þar sem flugstjórinn setti hægri knývendi á að fullu hafi flugvélin snúist meira en til stóð, með þeim afleiðingum að hún hafnaði hægra megin og með nefjól utan brautar. Nefndin telur einnig að þegar áhafnir flugvéla sem lentu á undan TF-FIV höfðu upplýst um ástand akbrautarinnar hefði verið rétt að beina ekki fleiri flugvélum þangað heldur að rýma flugbraut þar sem aðstæður voru betri. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Lýsingu og snjómokstri var ábótavant á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair rann út af akbraut eftir lendingu á flugvellinum í mars 2018. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var í gær. Flug TF-FIV kom til lendingar á Keflavíkurflugvelli frá Seattle í Bandaríkjunum að morgni 10. mars 2018. Fram kom í frétt Vísis af málinu á sínum tíma að mikill snjór og lélegt skyggni hefði verið á vellinum og því er einnig lýst í skýrslu rannsóknarnefndar. Þar kemur einnig fram að vélin hafi þurft að fljúga um 20 mínútna biðflug við flugvöllinn þar sem hemlunarskilyrði á flugbrautinni þóttu ekki nógu góð vegna snjókomu. Þá er því lýst í skýrslunni að þegar nefhjól flugvélarinnar hafi verið komið af flugbraut og inn á akbraut hafi flugmaðurinn fundið „hvernig flugvélin byrjaði að renna beint áfram og stefndi vinstra megin út af akbrautinni.“ Flugvélin snerist og hafnaði með nefhjólið utan brautarinnar. Ekki urðu slys á fólki og flugvélin skemmdist ekki. Það er mat RNSA að erfitt hafi verið fyrir flugmennina að sjá akbrautina vegna þess að lýsingu var ábótavant, ljósaskilti voru að einhverju leyti hulin snjó og að ekki var búið að hreinsa snjó af akbrautinni. Þá telur nefndin það líklegt að rýming af flugbrautinni hafi verið gerð heldur seint sökum þessa og því hafi beygjan inn á akbrautina orðið krappari en ella. Þá er það mat RNSA að þar sem flugstjórinn setti hægri knývendi á að fullu hafi flugvélin snúist meira en til stóð, með þeim afleiðingum að hún hafnaði hægra megin og með nefjól utan brautar. Nefndin telur einnig að þegar áhafnir flugvéla sem lentu á undan TF-FIV höfðu upplýst um ástand akbrautarinnar hefði verið rétt að beina ekki fleiri flugvélum þangað heldur að rýma flugbraut þar sem aðstæður voru betri.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira