Munu leggja til bann við sölu á orkudrykkjum til barna og unglinga Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2020 08:24 Neysla íslenskra ungmenna í þessum aldurshópi á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu Getty Matvælastofnun hyggst leggja fram tillögur til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að aðgengi barna og unglinga að orkudrykkjum verði verulega skert. Ástæðan sé ný rannsókn sem sýni fram á óhóflega neyslu íslenskra barna í 8. til 10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín. „Hugmyndin er sú að það verði ekki heimilt að selja börnum og unglingum þessa drykki,“ segir Dóra S. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, í samtali við Bítismenn á Bylgunni í morgun þar sem ný skýrsla áhættumatsnefndar yfirvalda var til umræðu. Tilefni til að grípa til aðgerða Í skýrslunni kemur fram að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sé töluvert meiri en sést hafi í fyrri rannsóknum. Fullt tilefni sé til að grípa til aðgerða til að lágmarka megi neyslu barna í 8. til 10. bekk á slíkum drykkjum til að fyrirbyggja neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Í skýrslunni kemur fram að um 30 prósent íslenskra ungmenna í 8. bekk neyti orkudrykkja sem innihaldi koffín og að neyslan aukist með aldri. Sé hún þannig um 50 prósent meðal barna í 10. bekk. Auk Dóru ræddi Helga Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur hjá Matís við umsjónarmenn Bítisins í morgun þar sem þær ræddu framkvæmd og niðurstöðu rannsóknarinnar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni. Neyslan með því mesta sem þekkist í álfunni Neysla íslenskra ungmenna í þessum aldurshópi á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu og sýnir varfærið mat nefndarinnar að neysla íslenskra ungmenna á drykkjunum sé um tvöfalt meiri en hjá norskum börnum á sama aldri. „Það er sterkt neikvætt samband milli neyslu íslenskra ungmenna í 8.-10. bekk á orkudrykkjum og svefns. Þau eiga erfiðara með að sofna og hlutfall þeirra sem segist sofa lítið (6 tíma eða minna á sólarhring) er mjög hátt, eða tæplega 16%,“ segir í skýrslunni. Þau ungmenni sem innbyrði mest koffín, innbyrði tvöfalt til fjórfalt það magn sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan Er það niðurstaða nefndarinnar að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla ungmenna sé meiri en æskilegt er, hafi neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan þeirra og sé yfir því magni sem valdið getur hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Loks með gögn í höndunum Á heimasíðu Matvælastofnunar er viðbrögð við skýrslunni nánar útlistuð. Til þessa hafi verið skortur á gögnum til að færa rök fyrir takmörkunum á framboði koffínríkra orkudrykkja á Íslandi. „Ef Ísland ætlar að setja strangari reglur en almennt gilda á EES-svæðinu þurfa að vera fyrir því haldbær og málefnaleg rök. Áhættumat nefndarinnar er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og með því býr Matvælastofnun nú yfir gögnum til að rökstyðja frekari takmarkanir á framboði orkudrykkja sem innihalda koffín hér á landi til að vernda viðkvæman neytendahóp.“ Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Bítið Orkudrykkir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Matvælastofnun hyggst leggja fram tillögur til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að aðgengi barna og unglinga að orkudrykkjum verði verulega skert. Ástæðan sé ný rannsókn sem sýni fram á óhóflega neyslu íslenskra barna í 8. til 10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín. „Hugmyndin er sú að það verði ekki heimilt að selja börnum og unglingum þessa drykki,“ segir Dóra S. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, í samtali við Bítismenn á Bylgunni í morgun þar sem ný skýrsla áhættumatsnefndar yfirvalda var til umræðu. Tilefni til að grípa til aðgerða Í skýrslunni kemur fram að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sé töluvert meiri en sést hafi í fyrri rannsóknum. Fullt tilefni sé til að grípa til aðgerða til að lágmarka megi neyslu barna í 8. til 10. bekk á slíkum drykkjum til að fyrirbyggja neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Í skýrslunni kemur fram að um 30 prósent íslenskra ungmenna í 8. bekk neyti orkudrykkja sem innihaldi koffín og að neyslan aukist með aldri. Sé hún þannig um 50 prósent meðal barna í 10. bekk. Auk Dóru ræddi Helga Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur hjá Matís við umsjónarmenn Bítisins í morgun þar sem þær ræddu framkvæmd og niðurstöðu rannsóknarinnar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni. Neyslan með því mesta sem þekkist í álfunni Neysla íslenskra ungmenna í þessum aldurshópi á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu og sýnir varfærið mat nefndarinnar að neysla íslenskra ungmenna á drykkjunum sé um tvöfalt meiri en hjá norskum börnum á sama aldri. „Það er sterkt neikvætt samband milli neyslu íslenskra ungmenna í 8.-10. bekk á orkudrykkjum og svefns. Þau eiga erfiðara með að sofna og hlutfall þeirra sem segist sofa lítið (6 tíma eða minna á sólarhring) er mjög hátt, eða tæplega 16%,“ segir í skýrslunni. Þau ungmenni sem innbyrði mest koffín, innbyrði tvöfalt til fjórfalt það magn sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan Er það niðurstaða nefndarinnar að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla ungmenna sé meiri en æskilegt er, hafi neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan þeirra og sé yfir því magni sem valdið getur hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Loks með gögn í höndunum Á heimasíðu Matvælastofnunar er viðbrögð við skýrslunni nánar útlistuð. Til þessa hafi verið skortur á gögnum til að færa rök fyrir takmörkunum á framboði koffínríkra orkudrykkja á Íslandi. „Ef Ísland ætlar að setja strangari reglur en almennt gilda á EES-svæðinu þurfa að vera fyrir því haldbær og málefnaleg rök. Áhættumat nefndarinnar er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og með því býr Matvælastofnun nú yfir gögnum til að rökstyðja frekari takmarkanir á framboði orkudrykkja sem innihalda koffín hér á landi til að vernda viðkvæman neytendahóp.“
Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Bítið Orkudrykkir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira