Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2020 13:01 Óskari Bjarna Óskarssyni skráði sig á Twitter í gær og lét gamminn geysa. vísir/daníel Handboltafólk er ekki sátt við þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að leyfa íþróttaiðkun utandyra en ekki innandyra. Tæplega hundrað manns hafa greinst smitaðir á höfuðborgarsvæðinu undanfarna sólarhringa. Í minnisblaði sóttvarnalæknis var mælst til þess að íþróttafélög gerðu hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var líkamsræktarstöðvum og sundstöðum lokað. Þessar hertu reglur á höfuðborgarsvæðinu tóku gildi í dag. Heilbrigðisráðherra ákvað hins vegar að leyfa íþróttir utandyra, þ.á.m. fótbolta, og þar mega vera 20 áhorfendur í hverju rými. Landsleikur Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM annað kvöld getur því farið fram. Handboltafólk er ósátt við þetta misræmi hjá heilbrigðisráðherra og lét heyra í sér á Twitter í gær. Þar á meðal var Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfara karla- og kvennaliða Vals. Hann byrjaði á Twitter í gær, og það af krafti. „Af hverju gerir heilbrigðisráðherra upp á milli íþrótta? Af hverju fer hún ekki eftir minnisblaði Þórólfs og stoppar allt? Sama á að ganga yfir alla, annað er algjörlega fáránlegt! Allt í lagi að spila landsleikinn en án áhorfenda, allir skilja það en þetta er algjört bíó,“ skrifar Óskar Bjarni. „Það er skítalykt af þessu!! Mjög dapurt verð ég að segja og óskiljanlegt,“ bætir Valsmaðurinn við. Það er skítalykt af þessu!! Mjög dapurt verð ég að segja og óskiljanlegt #samayfiralla#öllisamaliðinu— oskar bjarni (@OskarBjarni) October 6, 2020 Íris Ásta Pétursdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði margar spurningar um þessa tilhögun. Mikið búin að pæla í þessu. Þar sem íþróttastarf innanhúss er óheimilt, þýðir það þá að fótboltinn má ekki nota búningsklefa, sækja og geyma dót sem er innandyra og svo framvegis? Þýðir það að áhorfendur mega ekki nota salernisaðstöðu íþróttahúsa? Nei bara að pæla— Iris V. Petursdottir (@irisviborg) October 7, 2020 Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, furðar sig á misræminu og segir skrítið að það megi æfa á gervigrasvellinum í Safamýri en ekki í íþróttahúsinu við hliðina á því. Þetta er virkilega áhugavert á margan hátt. Svandís breytir því sem Þórólfur leggur upp með. Má HK æfa eða spila í Kórnum? Það er geggjað að vita að við handbolta frammarar getum tekið 90 min fótboltaæfingu fyrir utan Safamýri á morgun en megum alls ekki vera inni í handbolta.— Lárus Helgi Ólafsson (@Lallihelgi) October 6, 2020 Þjálfari karlaliðs Gróttu, Arnar Daði Arnarsson, var óralangt frá því að vera sáttur og spurði hvort við værum ekki öll almannavarnir. Nei heyrðu nú sýður af mér. Hvernig er hægt að réttlæta þetta. Bönnum allar æfingar innandyra og lokum hinu og þessu eeeeennn.... leyfum knattspyrnuleiki með áhorfendum. Litla pressan sem KSÍ hefur sett á yfirvöld. Erum við ekki öll almannavarnir?— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) October 6, 2020 Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sagði að það væri nokkuð ljóst að það væru greinilega ekki allir almannavarnir. Við erum greinilega ekki öll almannavarnir, samkvæmt útfærslu ráðherra á Lockdown Reykjavík— Rúnar Sigtryggsson (@RunarSigtryggs) October 6, 2020 Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7. október 2020 12:27 87 greindust með veiruna innanlands Þetta er fækkun um 12 á milli daga en alls greindust 99 manns með veiruna á mánudag. 7. október 2020 11:03 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Handboltafólk er ekki sátt við þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að leyfa íþróttaiðkun utandyra en ekki innandyra. Tæplega hundrað manns hafa greinst smitaðir á höfuðborgarsvæðinu undanfarna sólarhringa. Í minnisblaði sóttvarnalæknis var mælst til þess að íþróttafélög gerðu hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var líkamsræktarstöðvum og sundstöðum lokað. Þessar hertu reglur á höfuðborgarsvæðinu tóku gildi í dag. Heilbrigðisráðherra ákvað hins vegar að leyfa íþróttir utandyra, þ.á.m. fótbolta, og þar mega vera 20 áhorfendur í hverju rými. Landsleikur Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM annað kvöld getur því farið fram. Handboltafólk er ósátt við þetta misræmi hjá heilbrigðisráðherra og lét heyra í sér á Twitter í gær. Þar á meðal var Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfara karla- og kvennaliða Vals. Hann byrjaði á Twitter í gær, og það af krafti. „Af hverju gerir heilbrigðisráðherra upp á milli íþrótta? Af hverju fer hún ekki eftir minnisblaði Þórólfs og stoppar allt? Sama á að ganga yfir alla, annað er algjörlega fáránlegt! Allt í lagi að spila landsleikinn en án áhorfenda, allir skilja það en þetta er algjört bíó,“ skrifar Óskar Bjarni. „Það er skítalykt af þessu!! Mjög dapurt verð ég að segja og óskiljanlegt,“ bætir Valsmaðurinn við. Það er skítalykt af þessu!! Mjög dapurt verð ég að segja og óskiljanlegt #samayfiralla#öllisamaliðinu— oskar bjarni (@OskarBjarni) October 6, 2020 Íris Ásta Pétursdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði margar spurningar um þessa tilhögun. Mikið búin að pæla í þessu. Þar sem íþróttastarf innanhúss er óheimilt, þýðir það þá að fótboltinn má ekki nota búningsklefa, sækja og geyma dót sem er innandyra og svo framvegis? Þýðir það að áhorfendur mega ekki nota salernisaðstöðu íþróttahúsa? Nei bara að pæla— Iris V. Petursdottir (@irisviborg) October 7, 2020 Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, furðar sig á misræminu og segir skrítið að það megi æfa á gervigrasvellinum í Safamýri en ekki í íþróttahúsinu við hliðina á því. Þetta er virkilega áhugavert á margan hátt. Svandís breytir því sem Þórólfur leggur upp með. Má HK æfa eða spila í Kórnum? Það er geggjað að vita að við handbolta frammarar getum tekið 90 min fótboltaæfingu fyrir utan Safamýri á morgun en megum alls ekki vera inni í handbolta.— Lárus Helgi Ólafsson (@Lallihelgi) October 6, 2020 Þjálfari karlaliðs Gróttu, Arnar Daði Arnarsson, var óralangt frá því að vera sáttur og spurði hvort við værum ekki öll almannavarnir. Nei heyrðu nú sýður af mér. Hvernig er hægt að réttlæta þetta. Bönnum allar æfingar innandyra og lokum hinu og þessu eeeeennn.... leyfum knattspyrnuleiki með áhorfendum. Litla pressan sem KSÍ hefur sett á yfirvöld. Erum við ekki öll almannavarnir?— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) October 6, 2020 Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sagði að það væri nokkuð ljóst að það væru greinilega ekki allir almannavarnir. Við erum greinilega ekki öll almannavarnir, samkvæmt útfærslu ráðherra á Lockdown Reykjavík— Rúnar Sigtryggsson (@RunarSigtryggs) October 6, 2020
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7. október 2020 12:27 87 greindust með veiruna innanlands Þetta er fækkun um 12 á milli daga en alls greindust 99 manns með veiruna á mánudag. 7. október 2020 11:03 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33
Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7. október 2020 12:27
87 greindust með veiruna innanlands Þetta er fækkun um 12 á milli daga en alls greindust 99 manns með veiruna á mánudag. 7. október 2020 11:03
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita