Átta ára ensk stelpa bræddi hjarta Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 09:01 Sara Sigmundsdóttir með ungum aðdáenda en þó ekki ensku stelpunni sem sendi henni bréfið. Þær eiga eftir að hittast. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir á aðdáendur út um allan heim enda ein frægasta CrossFit stjarna heims. Söru hefur ekki gengið nógu vel á heimsleikunum sjálfum en fyrir utan þá hafa ekki margar haldið í við hana í CrossFit keppnum. Sara er líka ekki síður vinsæl fyrir framkomu sína sem er stórskemmtileg blanda af góðvild og keppnishörku. Sara heillar líka flesta með hreinskilni sinni og keppnisgleði. Aðdáendur hennar eru greinilega á öllum aldri og sumir ekki háir í loftinu. Sara Sigmundsdóttir fékk þannig mjög fallegt bréf á dögunum sem hún birti síðan í Instagram sögum sínum. Instagram/@sarasigmunds Sú sem sendi henni bréfið heitir Layla og er átta ára gömul stelpa frá Cornwall í Englandi. „Ég heiti Layla Semmens. Ég er átta ára gömul og ég bý í Cornwall á Englandi. Ég elska CrossFit og stöðin sem ég fer í heitir Belerion," byrjaði Layla bréfið sem má sjá mynd af hér til hliðar. „Ég elska að horfa á þig æfa og keppa. Þú ert uppáhaldsíþróttamaðurinn minn. Ég hef horft á alla heimsleikana og ég hef líka horft á þig á Youtube og á Instagram síðu mömmu minnar," skrifaði Layla. „Draumurinn minn er að keppa líka í CrossFit keppni og þú færð mig til að trúa því að ef ég legg nógu mikið á mig þá mun það takast," skrifaði Layla meðal annars og hún endar bréfið sitt á því að segja að hún vonist eftir því að fá að hitta Söru einhvern daginn. „Þegar ég verð eldri þá vil ég geta lyftt mjög þungu eins og þú. Ég vona svo mikið að ég fái einhvern tímann tækifæri til að sjá þig keppa. Eg myndi elska að fá að hitta þig," skrifaði Layla. Layla sendi líka með myndir af sér á fullu í CrossFit og þá sendi hún einnig Söru lukkuarmband sem hún bjó til sjálf. Sara Sigmundsdóttir sýndi bréfið, myndirnar og armbandið í Instagram sögum sínum og skrifaði við það: „Þú bræddir hjarta mitt. Takk fyrir." CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir á aðdáendur út um allan heim enda ein frægasta CrossFit stjarna heims. Söru hefur ekki gengið nógu vel á heimsleikunum sjálfum en fyrir utan þá hafa ekki margar haldið í við hana í CrossFit keppnum. Sara er líka ekki síður vinsæl fyrir framkomu sína sem er stórskemmtileg blanda af góðvild og keppnishörku. Sara heillar líka flesta með hreinskilni sinni og keppnisgleði. Aðdáendur hennar eru greinilega á öllum aldri og sumir ekki háir í loftinu. Sara Sigmundsdóttir fékk þannig mjög fallegt bréf á dögunum sem hún birti síðan í Instagram sögum sínum. Instagram/@sarasigmunds Sú sem sendi henni bréfið heitir Layla og er átta ára gömul stelpa frá Cornwall í Englandi. „Ég heiti Layla Semmens. Ég er átta ára gömul og ég bý í Cornwall á Englandi. Ég elska CrossFit og stöðin sem ég fer í heitir Belerion," byrjaði Layla bréfið sem má sjá mynd af hér til hliðar. „Ég elska að horfa á þig æfa og keppa. Þú ert uppáhaldsíþróttamaðurinn minn. Ég hef horft á alla heimsleikana og ég hef líka horft á þig á Youtube og á Instagram síðu mömmu minnar," skrifaði Layla. „Draumurinn minn er að keppa líka í CrossFit keppni og þú færð mig til að trúa því að ef ég legg nógu mikið á mig þá mun það takast," skrifaði Layla meðal annars og hún endar bréfið sitt á því að segja að hún vonist eftir því að fá að hitta Söru einhvern daginn. „Þegar ég verð eldri þá vil ég geta lyftt mjög þungu eins og þú. Ég vona svo mikið að ég fái einhvern tímann tækifæri til að sjá þig keppa. Eg myndi elska að fá að hitta þig," skrifaði Layla. Layla sendi líka með myndir af sér á fullu í CrossFit og þá sendi hún einnig Söru lukkuarmband sem hún bjó til sjálf. Sara Sigmundsdóttir sýndi bréfið, myndirnar og armbandið í Instagram sögum sínum og skrifaði við það: „Þú bræddir hjarta mitt. Takk fyrir."
CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira