Segir orð sín um lífstíl bænda hafa verið slitin úr samhengi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2020 09:30 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/vilhelm Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir að ummæli sín á Alþingi um að margir bændur segðu starfið vera lífstíl, hafa verið slitin úr samhengi. Það sé af og frá að hann líti á sauðfjárrækt sem tómstundagaman. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi á þriðjudag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór. Landssamband ungra Framsóknarmanna hafði deginum áður lýst yfir vantrausti á ráðherra, og eftir orð ráðherra fór gagnrýni að berast úr öðrum áttum. Landssamband sauðfjárbænda gagnrýndi ummæli Kristjáns Þórs, auk þess sem að Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsti yfir furðu sinni á orðum Kristjáns. Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) lagði einnig í púkkið og fordæmdi orð ráðherra. Inntakið í gagnrýninni var að orð ráðherra gæfu það í skyn að afkoma sauðfjárbænda væri aukaatriði, þar sem þeir hefðu valið sér þennan lífstíl. Segir sér hafa eignað viðhorf til bænda sem séu fjarri sanni Kristján Þór svaraði gagnrýninni í Bítinu á morgun, þar sem sagði ummælin hafa verið slitin úr samhengi og að gagnrýnendur hefðu eignað honum viðhorf sem hann kannaðist ekki við. „Það má alveg segja það þegar horft er á þau eins og þau eru borin fram af þeim sem eru mest í umræðunni þá eru þau óheppileg og koma illa út þegar þau eru slitin úr samhengi við annað sem fram fór í þessum fyrirspurnartíma. Það er raunar alveg með ólíkindum að horfa á það hversu langt fólk er tilbúið til að ganga til að slíta hugsanir og orðfæri úr samhengi við heildarmyndinda og eigna mér til dæmis í þessu tilfelli viðhorf til bænda, eins og hafa komið fram í þessari umræðu, sem eru fjarri allri sanni,“ sagði Kristján Þór. Hvert var þá samhengið? „Samhengið var einfaldlega það að var verið að spyrja um frelsi bænda til athafna og ég vitnaði til þess að ég hef átt samtöl við sauðfjárbændur. Ég hef sömuleiðis hlýtt á viðtöl við sauðfjárbændur þar sem þeir hafa sagt að þetta sé lífstíll. Þá eru þeir ekki að meina hobbý, þeir eru bara að meina lífstíll, frekar heldur en spurning um afkomu. Þetta er það sem ég vitnaði í, ég var ekki að halda því fram.“ Það liggi þó í augum uppi að sjálfstæðir atvinnurekendur á borð við bændur og sjómenn velji sér lífstíl í tengslum við atvinnu sínu. „Ég sé ekkert að því að líta þannig á að það sé lífstíll að búa í sveit en að halda því fram að ráðherra landbúnaðarmála sé þeirrar skoðunar að fólk í þessari atvinnugrein eða einhverri annarri eigi ekki að hafa afkomu af starfi sínu er náttúrulega gjörsamlega ótrúlegt að hlýða á, því það hefur aldrei verið sagt,“ sagði Kristján Þór. Segir lítið hafa farið fyrir hugmyndum að lausnum Þá beindi hann spjótum sínum að gagnrýnendum, þar á meðal Þorgerði Katríni Gunnarsdóttur sem ritaði grein á Vísi í gær þar sem hún gagnrýndi Kristján Þór. Sagði hann fyrrverandi samflokksmann sinn vera að legga sér orð í munn. „Það er beinlínis rangt þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir í grein á Vísi að ég sé að halda því fram að það sé frekar lífstíll heldur en spurning um afkomu. Ég hef aldrei sagt þetta. Sömuleiðis hjá Landssamtökum sauðfjárbænda að ég segi það að afkoma greinarinnar skipti ekki máli. Þetta er beinlínis rangt,“ sagði Kristján Þór. Sauðfjárbændur eru ekki hressir með ummæli landbúnaðarráðherra.Vísir/Tryggvi Talið barst þá að vandanum í sauðfjárbúskapnum og sagði Kristján Þór að umræðan í gær hefði öll farið í gagnrýni, í stað þess að ræða mögulegar lausnir. Nefndi hann bónda sem haft hafði samband og lýst því hvað eftir hafi staðið eftir að hann lagði inn 600 kindur. Fyrir það hafi hann fengið rúmlega 5,8 milljónir en þurft að greiða 3,5 milljónir í rekstur. „Hvað stendur eftir? Þetta er engin afkoma í sauðfjárræktinni. Þannig að við þurfum einhvern veginn að horfa til þess að bilið sem sauðfjárbóndinn fær greitt og það sem að kjötið, framleiðsla þeirra út úr búð, er sífellt að breikka. Við þurfum að leggja saman í það með einhverjum hætti hvernig á að vinna úr þessum erfiðleikum í sauðfjárræktinni.“ Sumir gætu haldið því fram að með þessu orðalagi, lífstíll, að þú sért að tala um þetta sem tómstundagaman? „Það er langur vegur frá. Hugsun mín er ekki þannig. Sauðfjárrækt er alvöru búskapur og það þarf mikla þekkingu, kunnáttu og færni til að geta gert það af einhverjum myndaskap og rekið þetta, það er bara þannig.“ Landbúnaður Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. 7. október 2020 20:46 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir að ummæli sín á Alþingi um að margir bændur segðu starfið vera lífstíl, hafa verið slitin úr samhengi. Það sé af og frá að hann líti á sauðfjárrækt sem tómstundagaman. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi á þriðjudag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór. Landssamband ungra Framsóknarmanna hafði deginum áður lýst yfir vantrausti á ráðherra, og eftir orð ráðherra fór gagnrýni að berast úr öðrum áttum. Landssamband sauðfjárbænda gagnrýndi ummæli Kristjáns Þórs, auk þess sem að Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsti yfir furðu sinni á orðum Kristjáns. Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) lagði einnig í púkkið og fordæmdi orð ráðherra. Inntakið í gagnrýninni var að orð ráðherra gæfu það í skyn að afkoma sauðfjárbænda væri aukaatriði, þar sem þeir hefðu valið sér þennan lífstíl. Segir sér hafa eignað viðhorf til bænda sem séu fjarri sanni Kristján Þór svaraði gagnrýninni í Bítinu á morgun, þar sem sagði ummælin hafa verið slitin úr samhengi og að gagnrýnendur hefðu eignað honum viðhorf sem hann kannaðist ekki við. „Það má alveg segja það þegar horft er á þau eins og þau eru borin fram af þeim sem eru mest í umræðunni þá eru þau óheppileg og koma illa út þegar þau eru slitin úr samhengi við annað sem fram fór í þessum fyrirspurnartíma. Það er raunar alveg með ólíkindum að horfa á það hversu langt fólk er tilbúið til að ganga til að slíta hugsanir og orðfæri úr samhengi við heildarmyndinda og eigna mér til dæmis í þessu tilfelli viðhorf til bænda, eins og hafa komið fram í þessari umræðu, sem eru fjarri allri sanni,“ sagði Kristján Þór. Hvert var þá samhengið? „Samhengið var einfaldlega það að var verið að spyrja um frelsi bænda til athafna og ég vitnaði til þess að ég hef átt samtöl við sauðfjárbændur. Ég hef sömuleiðis hlýtt á viðtöl við sauðfjárbændur þar sem þeir hafa sagt að þetta sé lífstíll. Þá eru þeir ekki að meina hobbý, þeir eru bara að meina lífstíll, frekar heldur en spurning um afkomu. Þetta er það sem ég vitnaði í, ég var ekki að halda því fram.“ Það liggi þó í augum uppi að sjálfstæðir atvinnurekendur á borð við bændur og sjómenn velji sér lífstíl í tengslum við atvinnu sínu. „Ég sé ekkert að því að líta þannig á að það sé lífstíll að búa í sveit en að halda því fram að ráðherra landbúnaðarmála sé þeirrar skoðunar að fólk í þessari atvinnugrein eða einhverri annarri eigi ekki að hafa afkomu af starfi sínu er náttúrulega gjörsamlega ótrúlegt að hlýða á, því það hefur aldrei verið sagt,“ sagði Kristján Þór. Segir lítið hafa farið fyrir hugmyndum að lausnum Þá beindi hann spjótum sínum að gagnrýnendum, þar á meðal Þorgerði Katríni Gunnarsdóttur sem ritaði grein á Vísi í gær þar sem hún gagnrýndi Kristján Þór. Sagði hann fyrrverandi samflokksmann sinn vera að legga sér orð í munn. „Það er beinlínis rangt þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir í grein á Vísi að ég sé að halda því fram að það sé frekar lífstíll heldur en spurning um afkomu. Ég hef aldrei sagt þetta. Sömuleiðis hjá Landssamtökum sauðfjárbænda að ég segi það að afkoma greinarinnar skipti ekki máli. Þetta er beinlínis rangt,“ sagði Kristján Þór. Sauðfjárbændur eru ekki hressir með ummæli landbúnaðarráðherra.Vísir/Tryggvi Talið barst þá að vandanum í sauðfjárbúskapnum og sagði Kristján Þór að umræðan í gær hefði öll farið í gagnrýni, í stað þess að ræða mögulegar lausnir. Nefndi hann bónda sem haft hafði samband og lýst því hvað eftir hafi staðið eftir að hann lagði inn 600 kindur. Fyrir það hafi hann fengið rúmlega 5,8 milljónir en þurft að greiða 3,5 milljónir í rekstur. „Hvað stendur eftir? Þetta er engin afkoma í sauðfjárræktinni. Þannig að við þurfum einhvern veginn að horfa til þess að bilið sem sauðfjárbóndinn fær greitt og það sem að kjötið, framleiðsla þeirra út úr búð, er sífellt að breikka. Við þurfum að leggja saman í það með einhverjum hætti hvernig á að vinna úr þessum erfiðleikum í sauðfjárræktinni.“ Sumir gætu haldið því fram að með þessu orðalagi, lífstíll, að þú sért að tala um þetta sem tómstundagaman? „Það er langur vegur frá. Hugsun mín er ekki þannig. Sauðfjárrækt er alvöru búskapur og það þarf mikla þekkingu, kunnáttu og færni til að geta gert það af einhverjum myndaskap og rekið þetta, það er bara þannig.“
Landbúnaður Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. 7. október 2020 20:46 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. 7. október 2020 20:46
Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43