Höfuðverkir og magaverkir á meðal líkamlegra afleiðinga eineltis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 13:01 Rúnar Vilhjálmsson er prófessor við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Einelti getur ekki aðeins haft andlegar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur heldur einnig líkamlegar afleiðingar. Líkamlegu afleiðingarnar lýsa sér meðal annars í höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands sem miðar að því að kortleggja útbreiðslu eineltis meðal íslenskra grunnskólabarna og athuga tengsl eineltisins við heilsufar þolendanna. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsókninni og ræddi hana í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Rannsóknin er gerð á landsvísu á meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Hann sagði niðurstöðurnar sýna að einelti sé algengara meðal yngri nemenda í grunnskólum. „Eins nemenda af landsbyggðinni en það sem vekur athygli líka er að það eru nemendur af erlendum uppruna og þeir sem búa ekki með lífforeldrum, sérstaklega þá nemendur sem búa með hvorugu lífforeldri, það er áberandi hátt. Við sjáum að ungur aldur og líka ákveðin jaðarstaða félagslega getur verið mjög tengd þessu, að verða fyrir einelti,“ sagði Rúnar. Verkjalyfjanotkunin meiri Afleiðingar koma víða fram, bæði í andlegri og líkamlegri heilsu en einnig í námsgengi. Varðandi líkamlegu afleiðingarnar sjá vísindamennirnir tvö atriði sem vekja athygli, annars vegar fyrrnefnda verki og hins vegar verkjalyfjanotkun. Hvort sem um er að ræða höfuðverki, bakverki eða magaverki þá eru vísbendingar um meiri verkjatíðni hjá börnum sem lögð eru í einelti. Þá er verkjalyfjanotkun einnig meiri hjá þessum börnum, líka að teknu tilliti til verkjanna sjálfra. Spurður út í það, þar sem einelti fer oft á tíðum fram hjá foreldrum, hvort að það geti verið einkenni sem foreldrar ættu að taka eftir ef börn eru að kvarta undan svona verkjum sagði Rúnar þetta vera mjög góða spurningu. Þegar fullorðnir umgangist börn geti vísbendingar um einelti einmitt komið fram í afleiðingunum frekar en að fullorðnir sjá beinlínis eineltið. „Börn eiga til að leyna þessu, stundum vegna hótanna frá gerendum og skammar sem þau upplifa sjálf að hafa orðið fyrir þessu og þess vegna getur þetta farið leynt. Það sem gerir þetta leyndara á síðari tímum líka er að þetta er að færast í meira mæli yfir á netið og þá verður það ekki eins sýnilegt hinum fullorðnu,“ sagði Rúnar í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Einelti getur ekki aðeins haft andlegar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur heldur einnig líkamlegar afleiðingar. Líkamlegu afleiðingarnar lýsa sér meðal annars í höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands sem miðar að því að kortleggja útbreiðslu eineltis meðal íslenskra grunnskólabarna og athuga tengsl eineltisins við heilsufar þolendanna. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsókninni og ræddi hana í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Rannsóknin er gerð á landsvísu á meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Hann sagði niðurstöðurnar sýna að einelti sé algengara meðal yngri nemenda í grunnskólum. „Eins nemenda af landsbyggðinni en það sem vekur athygli líka er að það eru nemendur af erlendum uppruna og þeir sem búa ekki með lífforeldrum, sérstaklega þá nemendur sem búa með hvorugu lífforeldri, það er áberandi hátt. Við sjáum að ungur aldur og líka ákveðin jaðarstaða félagslega getur verið mjög tengd þessu, að verða fyrir einelti,“ sagði Rúnar. Verkjalyfjanotkunin meiri Afleiðingar koma víða fram, bæði í andlegri og líkamlegri heilsu en einnig í námsgengi. Varðandi líkamlegu afleiðingarnar sjá vísindamennirnir tvö atriði sem vekja athygli, annars vegar fyrrnefnda verki og hins vegar verkjalyfjanotkun. Hvort sem um er að ræða höfuðverki, bakverki eða magaverki þá eru vísbendingar um meiri verkjatíðni hjá börnum sem lögð eru í einelti. Þá er verkjalyfjanotkun einnig meiri hjá þessum börnum, líka að teknu tilliti til verkjanna sjálfra. Spurður út í það, þar sem einelti fer oft á tíðum fram hjá foreldrum, hvort að það geti verið einkenni sem foreldrar ættu að taka eftir ef börn eru að kvarta undan svona verkjum sagði Rúnar þetta vera mjög góða spurningu. Þegar fullorðnir umgangist börn geti vísbendingar um einelti einmitt komið fram í afleiðingunum frekar en að fullorðnir sjá beinlínis eineltið. „Börn eiga til að leyna þessu, stundum vegna hótanna frá gerendum og skammar sem þau upplifa sjálf að hafa orðið fyrir þessu og þess vegna getur þetta farið leynt. Það sem gerir þetta leyndara á síðari tímum líka er að þetta er að færast í meira mæli yfir á netið og þá verður það ekki eins sýnilegt hinum fullorðnu,“ sagði Rúnar í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira