Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2020 14:34 Ef fram fer sem horfir gæti þurft að stöðva framleiðslu á John Sverdrup-olíuborpallinum, þeim stærsta í Norðursjó í næstu viku. Þar er hátt í hálf milljón tunna af hráolíu framleidd á dag. Vísir/EPA Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa. Viðræður verkalýðsfélags olíuverkamanna og Norska olíu- og gassambandsins fóru út um þúfur 30. september. Sex olíu- og gasborpöllum var lokað vegna verkfallsaðgerða á mánudag. Framleiðslan dróst þá saman um 8% eða um 330.000 tunnur af olíu á dag. Tillögur gengu á milli deiluaðila í gær og stóð til að ræða þær á fundum í dag. Audun Ingvartsen, leiðtogi verkalýðsfélagsins Lederne, segir enn mögulega að ná annað hvort skammtíma- eða langtímalausn. „Ef enginn samningur næst herðum við verkfallsaðgerðirnar auðvitað,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna. Norska ríkisstjórnin hefur sagt verkfallsaðgerðirnar lögmætar en að hún fylgist grannt með þróun mála. Verkfall olíustarfsmanna var stöðvað með lagasetningu árið 2012. Þá hafði verkfall staðið í sextán daga og útlit var fyrir að öll olíu- og gasframleiðsla stöðvaðist. Olíuverkamennirnir krefjast þess að starfsmenn í stjórnstöðum á landi fái sömu laun og vinnuaðstæður og þeir sem starfa á olíuborpöllum á hafi úti. Þá krefjast þeir meiri launahækkana en olíufyrirtækin eru tilbúin að bjóða. Útlit er nú fyrir að fleiri olíu- og gasborpöllum verði lokað vegna verkfallsins í dag og í næstu viku. Alls gæti framleiðslan þá dregist saman um hátt í milljón tunnur á dag. Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa. Viðræður verkalýðsfélags olíuverkamanna og Norska olíu- og gassambandsins fóru út um þúfur 30. september. Sex olíu- og gasborpöllum var lokað vegna verkfallsaðgerða á mánudag. Framleiðslan dróst þá saman um 8% eða um 330.000 tunnur af olíu á dag. Tillögur gengu á milli deiluaðila í gær og stóð til að ræða þær á fundum í dag. Audun Ingvartsen, leiðtogi verkalýðsfélagsins Lederne, segir enn mögulega að ná annað hvort skammtíma- eða langtímalausn. „Ef enginn samningur næst herðum við verkfallsaðgerðirnar auðvitað,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna. Norska ríkisstjórnin hefur sagt verkfallsaðgerðirnar lögmætar en að hún fylgist grannt með þróun mála. Verkfall olíustarfsmanna var stöðvað með lagasetningu árið 2012. Þá hafði verkfall staðið í sextán daga og útlit var fyrir að öll olíu- og gasframleiðsla stöðvaðist. Olíuverkamennirnir krefjast þess að starfsmenn í stjórnstöðum á landi fái sömu laun og vinnuaðstæður og þeir sem starfa á olíuborpöllum á hafi úti. Þá krefjast þeir meiri launahækkana en olíufyrirtækin eru tilbúin að bjóða. Útlit er nú fyrir að fleiri olíu- og gasborpöllum verði lokað vegna verkfallsins í dag og í næstu viku. Alls gæti framleiðslan þá dregist saman um hátt í milljón tunnur á dag.
Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira