Arnar nýtur sín í skemmtilegu umhverfi hjá KA en vill betri aðstöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2020 15:01 Arnar Grétarsson gerði ekkert endilega fyrir því að vera áfram með KA en snerist svo hugur. vísir/getty Arnar Grétarsson kveðst ánægður með að halda áfram sem þjálfari KA en í dag var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann hefur kunnað vel sig þá mánuði sem hann hefur starfað hjá KA en gerði ekki endilega ráð fyrir því að gera áframhaldandi samning við félagið. „Þetta er bara nýskeð. Eins og ég hef alltaf sagt ætluðum við að setjast niður þegar við værum komnir á öruggan stað í deildinni og athuga hvort það væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldi. Við byrjuðum að ræða saman í byrjun vikunnar. Þetta tók ekki langan tíma því ég held að báðir aðilar hafi verið sáttir við samstarfið,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Arnar tók við KA af Óla Stefáni Flóventssyni í júlí. Hann hefur stýrt KA í þrettán leikjum í Pepsi Max-deildinni; þrír þeirra hafa unnist, níu endað með jafntefli og aðeins einn tapast. KA er í 7. sæti deildarinnar. Vinnur með skemmtilegu fólki „Ég held að ég hafi sagt það í byrjun, að þegar ég kom hingað og skrifaði undir, átti ég ekki von á því að vera lengur en þennan þrjá og hálfa mánuð. En svo breytast hlutirnir þegar þú kynnist fólki. Fyrir mig skiptir miklu máli að vinna með skemmtilegu fólki og í skemmtilegu umhverfi og það er þannig hjá KA. Og það gerði það að verkum að ég ákvað að vera áfram. Það er fyrst og fremst vegna fólksins sem ég er að vinna með,“ sagði Arnar. „Ég hef haft mjög gaman að þessum tíma þótt það sé ekki auðvelt að vera ekki með fjölskylduna með sér. Maður þekkir það eftir að hafa verið erlendis en núna ertu nær og það er hægt að skjótast á milli þótt það sé aldrei eins.“ Eina leiðin að fá gervigrasvöll Arnar segir að aðstöðuleysi hái KA og vonast til að liðið geti fengið heimavöll með gervigrasi sem allra fyrst. „Aðstöðuleysi KA kom mér töluvert á óvart. Ég veit að það er verið að vinna í því á fullu bak við tjöldin að reyna að koma þeim hlutum í lag. Að mínu viti er eina leiðin fyrir lið á Akureyri að fá gervigrasvöll sem hægt er að nota allt árið um kring. Að vera með venjulegan völl er of erfitt og eiginlega ekki hægt. Maður krossleggur fingur að við gætum verið komnir með völl á næsta ári,“ sagði Arnar. Spennandi ungir strákar í KA Hann segir KA-menn séu ekki farnir að hugsa mikið út í næsta tímabil, en þó eitthvað. „Markmiðið er að styrkja hópinn og fá leikmenn inn. Við höfum aðeins farið í gegnum það og það verða eflaust einhverjar breytingar. Það eru mjög margir spennandi ungir strákar í KA og verið að setja upp skemmtilegt umhverfi fyrir þá, þar sem þeir geta æft eins og atvinnumenn. Markmiðið er að styrkja hópinn og gera betur en í ár,“ sagði Arnar. „En þetta mót er ekki einu sinni búið og það er svolítið í það næsta. Þetta eru skrítnir tímar. Maður veit ekkert hvenær, eða hvort, þessir síðustu fjórir leikir fara fram.“ Vill bæta sóknarleikinn Eins og áður sagði hefur KA gengið vel undir stjórn Arnars. Liðið hefur spilað sterkan varnarleik og sóknin hefur orðið betri eftir því sem liðið hefur á tímabilið. „Ég er sáttur með mjög margt en það eru hlutir sem við þurfum að vinna í, að skapa enn fleiri færi og nýta færin betur. Við erum mjög sáttir með vinnusemina í liðinu og holninguna á því í nánast öllum leikjum. Við erum líka alltaf að verða betri í umskiptum, þegar þú vinnur boltann eða tapar honum,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Sjá meira
Arnar Grétarsson kveðst ánægður með að halda áfram sem þjálfari KA en í dag var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann hefur kunnað vel sig þá mánuði sem hann hefur starfað hjá KA en gerði ekki endilega ráð fyrir því að gera áframhaldandi samning við félagið. „Þetta er bara nýskeð. Eins og ég hef alltaf sagt ætluðum við að setjast niður þegar við værum komnir á öruggan stað í deildinni og athuga hvort það væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldi. Við byrjuðum að ræða saman í byrjun vikunnar. Þetta tók ekki langan tíma því ég held að báðir aðilar hafi verið sáttir við samstarfið,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Arnar tók við KA af Óla Stefáni Flóventssyni í júlí. Hann hefur stýrt KA í þrettán leikjum í Pepsi Max-deildinni; þrír þeirra hafa unnist, níu endað með jafntefli og aðeins einn tapast. KA er í 7. sæti deildarinnar. Vinnur með skemmtilegu fólki „Ég held að ég hafi sagt það í byrjun, að þegar ég kom hingað og skrifaði undir, átti ég ekki von á því að vera lengur en þennan þrjá og hálfa mánuð. En svo breytast hlutirnir þegar þú kynnist fólki. Fyrir mig skiptir miklu máli að vinna með skemmtilegu fólki og í skemmtilegu umhverfi og það er þannig hjá KA. Og það gerði það að verkum að ég ákvað að vera áfram. Það er fyrst og fremst vegna fólksins sem ég er að vinna með,“ sagði Arnar. „Ég hef haft mjög gaman að þessum tíma þótt það sé ekki auðvelt að vera ekki með fjölskylduna með sér. Maður þekkir það eftir að hafa verið erlendis en núna ertu nær og það er hægt að skjótast á milli þótt það sé aldrei eins.“ Eina leiðin að fá gervigrasvöll Arnar segir að aðstöðuleysi hái KA og vonast til að liðið geti fengið heimavöll með gervigrasi sem allra fyrst. „Aðstöðuleysi KA kom mér töluvert á óvart. Ég veit að það er verið að vinna í því á fullu bak við tjöldin að reyna að koma þeim hlutum í lag. Að mínu viti er eina leiðin fyrir lið á Akureyri að fá gervigrasvöll sem hægt er að nota allt árið um kring. Að vera með venjulegan völl er of erfitt og eiginlega ekki hægt. Maður krossleggur fingur að við gætum verið komnir með völl á næsta ári,“ sagði Arnar. Spennandi ungir strákar í KA Hann segir KA-menn séu ekki farnir að hugsa mikið út í næsta tímabil, en þó eitthvað. „Markmiðið er að styrkja hópinn og fá leikmenn inn. Við höfum aðeins farið í gegnum það og það verða eflaust einhverjar breytingar. Það eru mjög margir spennandi ungir strákar í KA og verið að setja upp skemmtilegt umhverfi fyrir þá, þar sem þeir geta æft eins og atvinnumenn. Markmiðið er að styrkja hópinn og gera betur en í ár,“ sagði Arnar. „En þetta mót er ekki einu sinni búið og það er svolítið í það næsta. Þetta eru skrítnir tímar. Maður veit ekkert hvenær, eða hvort, þessir síðustu fjórir leikir fara fram.“ Vill bæta sóknarleikinn Eins og áður sagði hefur KA gengið vel undir stjórn Arnars. Liðið hefur spilað sterkan varnarleik og sóknin hefur orðið betri eftir því sem liðið hefur á tímabilið. „Ég er sáttur með mjög margt en það eru hlutir sem við þurfum að vinna í, að skapa enn fleiri færi og nýta færin betur. Við erum mjög sáttir með vinnusemina í liðinu og holninguna á því í nánast öllum leikjum. Við erum líka alltaf að verða betri í umskiptum, þegar þú vinnur boltann eða tapar honum,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn