Knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var meðal þeirra sem hlutu heiðursorðu Bretlandsdrottningar.
Upphaflega átti listinn yfir þau sem myndu hljóta heiðursorður að birtast í júní en því var frestað til að fólk sem myndi spila stórt hlutverk í baráttunni gegn kórónufaraldrinum yrðu gæti komist á listann.
Hinn 22 ára gamli Rashford hefur farið mikinn síðan kórónufaraldurinn skall á og barist fyrir því að börn sem nýti sér fríar máltíðir í skólum landsins vegna bágrar stöðu heima fyrir hafi getað haldið því áfram.
@MarcusRashford helped raise £20million and provide 2.8m children with meals while schools were closed due to COVID-19
— Premier League (@premierleague) October 10, 2020
He speaks after learning of his MBE, in recognition of his services to help children across the United Kingdom https://t.co/9rQpKysaEj pic.twitter.com/GWARJfC1Tg
Rashford hrinti af stað átaki með þetta að leiðarljósi og hefur nú þegar safnað 20 milljónum punda og séð til þess að næstum þrjár milljónir barna hafa fengið máltíðir sem þau hefðu annars orðið af vegna kórónuveirunnar. Fyrir það hlýtur hann MBE-orðu Bretlandsdrottningar.
Rashford er hvergi nærri hættur. Hann vill að stjórnmálamenn geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir hungur barna í Bretlandi. Rashford sjálfur hefur sett á stofn sérstakt átak með hinum ýmsum matvælaframleiðindum sem og matvörubúðum til að reyna sporna við hungri barna í landinu.
Í viðtali við BBC í morgunsárið sagði Rashford að þetta væri gott augnablik fyrir hann persónulega en þetta væri aðeins upphafið. Hann væri í raun á byrjunarreit varðandi það sem hann vill áorka.
What I'd like to do now that I'm in this position is speak directly to the Prime Minister @MarcusRashford will receive an MBE for services to vulnerable children during Covid, after campaigning for free school meal vouchers over the summer. @sallynugent hears his reaction pic.twitter.com/jzejTOcRLW
— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) October 9, 2020
„Það sem ég vill núna er að tala beint við forsætisráðherrann og sannfæra hann um að matarmiðarnir verði framlengdir fram í október allavega. Ég veit hversu jákvæð áhrif það getur haft á fjölskyldur um land allt og það er mitt helsta markmið núna, að koma þeim skilaboðum áleiðis,“ sagði Rashford að lokum.
Rashford hefur þegar fengið verðlaun fyrir störf sín utanvallar en háskólinn í Manchester heiðraði hann fyrr á árinu.