Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 23:30 Bandarísku tæknirisarnir fjórir eru sagðir vera á meðal þeirra fyrirtækja sem ESB horfir til. Getty/Chesnot Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum að tæknirisar á borð við Facebook, Google, Apple og Amazon geti búist við því að harðari reglur muni gilda um starfsemi þessara fyrirtækja en smærri samkeppnisaðila þeirra. Tilgangurinn er að sögn Financial Times að stemma stigu við markaðshlutdeild þessara fyrirtækja sem hafa vaxið gríðarlega undanfarna tvo áratugi eða svo samhliða aukinni tækni- og internetnotkun. Fyrirtækin fjögur sem nefnd eru hér að ofan eru ekki þau einu sem Evrópusambandið er sagt vera með á lista, sem sagður er að muni innihalda allt að tuttugu stór tæknifyrirtæki. Listinn er sagður vera útbúinn út frá viðmiðum um ákveðið mikla markaðshlutdeild og ákveðinn fjölda notenda svo dæmi séu tekin. Blaðið greinir frá því að endanlegur listi sé ekki tilbúinn. Þá eigi einnig eftir að negla niður hvaða viðmið fyrirtæki þurfi að uppfylla til þess að komast á téðan lista. Meðal aðgerða sem fyrirtækin munu þurfa að þola nái hinar nýju og strangari reglur fram að ganga eru kvaðir um upplýsingagjöf til samkeppnisaðila og meira gagnsæi á því hvernig upplýsingum er safnað um notendur. Evrópusambandið Amazon Facebook Google Apple Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum að tæknirisar á borð við Facebook, Google, Apple og Amazon geti búist við því að harðari reglur muni gilda um starfsemi þessara fyrirtækja en smærri samkeppnisaðila þeirra. Tilgangurinn er að sögn Financial Times að stemma stigu við markaðshlutdeild þessara fyrirtækja sem hafa vaxið gríðarlega undanfarna tvo áratugi eða svo samhliða aukinni tækni- og internetnotkun. Fyrirtækin fjögur sem nefnd eru hér að ofan eru ekki þau einu sem Evrópusambandið er sagt vera með á lista, sem sagður er að muni innihalda allt að tuttugu stór tæknifyrirtæki. Listinn er sagður vera útbúinn út frá viðmiðum um ákveðið mikla markaðshlutdeild og ákveðinn fjölda notenda svo dæmi séu tekin. Blaðið greinir frá því að endanlegur listi sé ekki tilbúinn. Þá eigi einnig eftir að negla niður hvaða viðmið fyrirtæki þurfi að uppfylla til þess að komast á téðan lista. Meðal aðgerða sem fyrirtækin munu þurfa að þola nái hinar nýju og strangari reglur fram að ganga eru kvaðir um upplýsingagjöf til samkeppnisaðila og meira gagnsæi á því hvernig upplýsingum er safnað um notendur.
Evrópusambandið Amazon Facebook Google Apple Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira