Evrópusambandið hyggst beita Rússland þvingunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 17:47 Eitrað var fyrir Alexei Navalní í ágúst síðastliðnum. EPA Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalní, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda. Navalní hefur haldið því fram að rússnesk yfirvöld hafi fyrirskipað að eitrað skyldi fyrir honum. Frakkar og Þjóðverjar lögðu fram tillögu þess efnis á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Lúxemborg í dag. Rök sem færð voru fyrir tillögunni voru meðal annars þau að yfirvöld í Moskvu hafi útskýrt það með fullnægjandi hætti hvers vegna taugaeitrið Novichok hafi verið í umferð. Rannsókn þýskra stjórnvalda á eitrinu sem Navalní var byrlað leiddi í ljós að eitrið væri sovéska taugaeitrið Novichok, sem hefur verið ólöglegt í áraraðir. Efnavopnastofnunin, OPCW, hefur einnig haldið því fram að um Novichok hafi verið að ræða í eitrun Navalní. Eitrunin litin alvarlegum augum af Evrópusambandinu Samkvæmt frétt Reuters bendir hraðinn, sem tillagan hefur verið afgreidd á, til þess að ríki Vestur-Evrópu séu farin að líta aðgerðir Rússlands alvarlegri augum og ætli að fara í harðari aðgerðir gegn Rússlandi. Til að mynda tók það heilt ár fyrir Evrópusambandið að samþykkja viðskiptaþvinganir á hendur Rússum eftir taugaeitursárás á rússneska njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans Júlí á Bretlandi árið 2018. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í samtali við fréttamenn þegar hann mætti á fund utanríkisráðherranna fyrr í dag að ekki væri hægt að láta eitrun Navalní gleymast án afleiðinga. „Frakkland og Þýskaland leggja til að ákveðnir einstaklingar sem vakið hafa athygli í þessu máli verði beittir þvingunum,“ sagði Maas. Heimildamenn Reuters segja að mikil samstaða sé meðal utanríkisráðherra aðildarríkjanna 27 um að frysta eigur og setja ferðabann á nokkra hátt setta starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar. Yfirvöld í Moskvu hafa neitað allri aðild að eitrun Navalní. Rússneski þingmaðurinn Vladimir Dzhabarov sagði í dag að Rússland gæti svarað Evrópusambandinu í sömu mynt. Hann ítrekaði einnig skilaboð rússneskra yfirvalda, að engar haldbærar sannanir væru fyrir því að rússnesk yfirvöld bæru ábyrgð á byrluninni. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalní, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda. Navalní hefur haldið því fram að rússnesk yfirvöld hafi fyrirskipað að eitrað skyldi fyrir honum. Frakkar og Þjóðverjar lögðu fram tillögu þess efnis á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Lúxemborg í dag. Rök sem færð voru fyrir tillögunni voru meðal annars þau að yfirvöld í Moskvu hafi útskýrt það með fullnægjandi hætti hvers vegna taugaeitrið Novichok hafi verið í umferð. Rannsókn þýskra stjórnvalda á eitrinu sem Navalní var byrlað leiddi í ljós að eitrið væri sovéska taugaeitrið Novichok, sem hefur verið ólöglegt í áraraðir. Efnavopnastofnunin, OPCW, hefur einnig haldið því fram að um Novichok hafi verið að ræða í eitrun Navalní. Eitrunin litin alvarlegum augum af Evrópusambandinu Samkvæmt frétt Reuters bendir hraðinn, sem tillagan hefur verið afgreidd á, til þess að ríki Vestur-Evrópu séu farin að líta aðgerðir Rússlands alvarlegri augum og ætli að fara í harðari aðgerðir gegn Rússlandi. Til að mynda tók það heilt ár fyrir Evrópusambandið að samþykkja viðskiptaþvinganir á hendur Rússum eftir taugaeitursárás á rússneska njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans Júlí á Bretlandi árið 2018. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í samtali við fréttamenn þegar hann mætti á fund utanríkisráðherranna fyrr í dag að ekki væri hægt að láta eitrun Navalní gleymast án afleiðinga. „Frakkland og Þýskaland leggja til að ákveðnir einstaklingar sem vakið hafa athygli í þessu máli verði beittir þvingunum,“ sagði Maas. Heimildamenn Reuters segja að mikil samstaða sé meðal utanríkisráðherra aðildarríkjanna 27 um að frysta eigur og setja ferðabann á nokkra hátt setta starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar. Yfirvöld í Moskvu hafa neitað allri aðild að eitrun Navalní. Rússneski þingmaðurinn Vladimir Dzhabarov sagði í dag að Rússland gæti svarað Evrópusambandinu í sömu mynt. Hann ítrekaði einnig skilaboð rússneskra yfirvalda, að engar haldbærar sannanir væru fyrir því að rússnesk yfirvöld bæru ábyrgð á byrluninni.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30
Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39