Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 08:35 Fólk á gangi í Moskvu í síðasta mánuði. EPA/SERGEI ILNITSKY Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst. Í heildina hafa rúmlega 1,3 milljón manna smitast og nærri því 23 þúsund dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum. Í Moskvu fjölgaði smituðum um 4.618 og innlögnum á sjúkrahús um 16,7 prósent. Á mánuði hefur fjöldi nýsmitaðra tvöfaldast í Rússlandi en sérfræðingar þar í landi segja að ástandið sé ekki alvarlegt. Fylgi íbúar sóttvarnarreglum verði tiltölulega auðvelt að ná tökum á faraldrinum. Annars gæti teygst úr honum, samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar. Í annarri frétt fréttaveitunnar segir að á undanförnum fimm mánuðum hafi um 96 þúsund sektir verið veittar fyrir skort á grímum og hönskum í almenningssamgöngum í Moskvu. Lögregluþjónar vakta almenningssamgöngur í borginni og sekta fólk sem fylgir ekki þeim reglum um fimm þúsund rúblur, sem samsvarar um níu þúsund krónum. Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist í uppsveiflu víða um heim. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í gær að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. Til þess þyrfti þó að breyta réttu tólunum og varaði hann við því að hef það yrði ekki gert gæti faraldurinn varið lengi. Sjá einnig: Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Hann gagnrýndi leiðtoga stórvelda heimsins einnig fyrir skort á forystu undanfarna mánuði og sagði að það hefði gert faraldurinn verri en annars. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst. Í heildina hafa rúmlega 1,3 milljón manna smitast og nærri því 23 þúsund dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum. Í Moskvu fjölgaði smituðum um 4.618 og innlögnum á sjúkrahús um 16,7 prósent. Á mánuði hefur fjöldi nýsmitaðra tvöfaldast í Rússlandi en sérfræðingar þar í landi segja að ástandið sé ekki alvarlegt. Fylgi íbúar sóttvarnarreglum verði tiltölulega auðvelt að ná tökum á faraldrinum. Annars gæti teygst úr honum, samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar. Í annarri frétt fréttaveitunnar segir að á undanförnum fimm mánuðum hafi um 96 þúsund sektir verið veittar fyrir skort á grímum og hönskum í almenningssamgöngum í Moskvu. Lögregluþjónar vakta almenningssamgöngur í borginni og sekta fólk sem fylgir ekki þeim reglum um fimm þúsund rúblur, sem samsvarar um níu þúsund krónum. Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist í uppsveiflu víða um heim. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í gær að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. Til þess þyrfti þó að breyta réttu tólunum og varaði hann við því að hef það yrði ekki gert gæti faraldurinn varið lengi. Sjá einnig: Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Hann gagnrýndi leiðtoga stórvelda heimsins einnig fyrir skort á forystu undanfarna mánuði og sagði að það hefði gert faraldurinn verri en annars.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira