Íslenskur landbúnaður – uppbygging til framtíðar Ragnheiður I. Þórarinsdóttir skrifar 13. október 2020 11:31 Framtíð og tækifæri í íslenskum landbúnaði eru fjölmörg Framtíð og tækifæri í íslenskum landbúnaði eru fjölmörg, framþróun í tækni hefur verið hröð á undanförnum árum og brýnt að við eflum innviði okkar til þess að Ísland verði í forystu á þessu sviði. Landbúnaðarháskóli Íslands samþykkti nýja stefnu til fimm ára fyrir rúmu ári síðan sem m.a. byggir á sáttmála ríkissstjórnarinnar, enda gegnir Landbúnaðarháskólinn lykilhlutverki á þeim sviðum sem varða helstu áskoranir heimsbyggðarinnar, fæðuöryggi, nýtingu náttúruauðlinda, skipulagsmál, umhverfis- og loftslagsmál. Í kjölfarið var nýtt skipurit skólans samþykkt og þrjár fagdeildir stofnaðar, Ræktun & fæða, Náttúra & skógur og Skipulag & hönnun. Allar þrjár deildir bjóða upp á starfsmenntanám á framhaldsskólastigi, grunnnám til BSc gráðu og framhaldsnám til MSc og PhD gráðu. Rannsóknir, menntun og nýsköpunarstarf á sviði sjálfbærrar mætvælaframleiðslu, ræktunar, skipulags, nýtingar lands, sem og verndun umhverfis eru órjúfanlegir þættir í því að takast á við áskoranir nútímans og er vegferð í átt að betri framtíð. Nýting þeirra tækifæra sem felast í framsókn skólans eru því afar mikilvæg fyrir land og þjóð. Fjölgun nemenda og sérfræðinga við Landbúnaðarháskóla Íslands Í nýrri stefnu Landbúnaðarháskóla Íslands er lögð áhersla á að stórauka rannsóknir, nýsköpun, alþjóðlegt samstarf og samstarf við hagaðila í því skyni að efla kennslu og innviði skólans. Áhersla hefur verið á verkefni sem snúa að sjálfbærni, fjölgun nemenda og vísindamanna við skólann og eflingu stoðþjónustu. Alþjóðlegir samkeppnissjóðir sem bjóða styrki til rannsókna og nýsköpunar á ofangreindum lykilsviðum eru að stækka og Landbúnaðarháskólinn er hér í mikilli framsókn. Umsóknum um rannsókna- og nýsköpunarstyrki frá starfsmönnum skólans hefur fjölgað jafnt og þétt og hafa skilað umtalsverðum árangri. Þeir styrkir hafa m.a. nýst til þess að fjölga doktorsnemendum við skólann, samhliða því sem nýir sérfræðingar hafa verið ráðnir til starfa og stoðþjónustan hefur verið efld. Nemendum hefur fjölgað jafnt og þétt á öllum skólastigum. Haustið 2019 varð mesta fjölgunin á sviði umhverfisvísinda og skógfræði og haustið 2020 fjölgaði nemendum á öllum brautum. Þetta er sérstaklega jákvæð þróun og nú er brýnt fyrir skólann að fá stuðning ríkisstjórnarinnar til að styðja við uppbyggingu innviða. Sterkir innviðir eru forsenda þess að Landbúnaðarháskólinn sé samkeppnisfær og geti nýtt sér þau sóknarfæri sem standa til boða. Með góðri aðstöðu löðum við að okkur unga fólkið til náms, fáum nýja sérfræðinga til starfa, byggjum upp samstarf og nýsköpun og fáum til þess fjármagn sem oftar en ekki er í formi gjaldeyristekna. Unnið er að fjölmörgum verkefnum og verkefnahugmyndum innan Landbúnaðarháskólans en hér eru dregin upp þrjú brýn verkefni til uppbyggingar innviða sem lögð hefur verið áhersla á. Jarðræktarmiðstöð á Hvanneyri Brýn þörf er á uppbyggingu á aðstöðu til jarðræktarrannsókna. Hér eru miklir hagsmunir í húfi enda um undirstöðu landbúnaðar að ræða. Á undanförnum misserum hafa fengist styrkir frá Innviðasjóði Rannís og fyrrum nemendum skólans til endurnýjunar á tækjabúnaði. Nú þarf nauðsynlega að byggja nýtt hús undir jarðræktarmiðstöð og bæta tækjabúnað enn frekar ekki síst með áherslu á útiræktun grænmetis. Landbúnaðarháskólinn fékk nýverið myndarlegan arf frá fyrrum kennara skólans, Magnúsi Óskarssyni, til að byggja aðstöðu fyrir jarðræktarrannsóknir. Kallað hefur verið eftir stuðningi frá ríkinu til að það geti orðið að veruleika strax á næsta ári. Hestamiðstöð á Mið-Fossum Íslenski hesturinn er mikilvæg stoð í íslenskum landbúnaði. Frá árinu 2006 hefur Landbúnaðarháskólinn leigt reiðhöll og tengda aðstöðu á Mið-Fossum sem er í 5 mínútna akstursfjarlægð frá Hvanneyri. Þar er úrvals aðstaða til kennslu og annarrar starfsemi skólans á sviði reiðmennsku og umhirðu hrossa. Aðstaðan er afar vel nýtt af nemendum skólans og sóknarfæri mikil þegar búið er að tryggja umráðarétt skólans til framtíðar. Garðyrkja á Reykjum í Ölfusi Með aukinni áherslu á hollustu og lýðheilsu verður vægi garðyrkjuframleiðslu sífellt mikilvægara. Efla þarf til stórsóknar á þessu sviði og koma þekkingu, tækninýtingu og nýsköpun á par við það sem best þekkist í heiminum. Innviðir að Reykjum í Ölfusi hafa ekki hlotið viðhald sem skyldi og uppbygging aðstöðu til garðyrkjurannsókna hefur verið afar takmörkuð síðustu tvo áratugi. Að undanförnu hefur verið unnið að því að bæta húsakost á Reykjum, en mikið vatnstjón varð þar síðsumars sem eyðilagði skólastofur og mötuneyti. Auk þess eru mörg hús á Reykjum afar gömul og að hruni komin. Bráðnauðsynlegt er að fé verði sett til þess að ljúka þeim lagfæringum og til áframhaldandi uppbyggingar á sviði garðyrkju, en það er trú margra að íslensk garðyrkja geti orðið ein af útflutningsstoðum okkar til framtíðar. Áhrif Covid-19 Þessi þrjú brýnu uppbyggingarverkefni voru ásamt fleirum lögð fram nokkuð áður en Covid-19 skall á og þeir ráðherrar og þingmenn sem heimsóttu skólann lýstu yfir ánægju sinni og stuðningi við þessar hugmyndir. Það er skiljanlegt að Covid-19 hafi síðan haft áhrif. Við höfum hins vegar lært það af Covid-19 að undirstaða búsetu okkar á Íslandi og helstu tækifæri okkar til framtíðar liggja í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Hér þurfum við því að standa saman og tryggja að stefnumörkun og aðgerðir haldist í hendur í gegnum alla virðiskeðjuna. Stuðningur við uppbyggingu innviða við Landbúnaðarháskóla Íslands mun skila sér margfalt tilbaka í aukinni samkeppnishæfni og verðmætasköpun lands og þjóðar. Höfundur er rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skóla - og menntamál Borgarbyggð Ölfus Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Sjá meira
Framtíð og tækifæri í íslenskum landbúnaði eru fjölmörg Framtíð og tækifæri í íslenskum landbúnaði eru fjölmörg, framþróun í tækni hefur verið hröð á undanförnum árum og brýnt að við eflum innviði okkar til þess að Ísland verði í forystu á þessu sviði. Landbúnaðarháskóli Íslands samþykkti nýja stefnu til fimm ára fyrir rúmu ári síðan sem m.a. byggir á sáttmála ríkissstjórnarinnar, enda gegnir Landbúnaðarháskólinn lykilhlutverki á þeim sviðum sem varða helstu áskoranir heimsbyggðarinnar, fæðuöryggi, nýtingu náttúruauðlinda, skipulagsmál, umhverfis- og loftslagsmál. Í kjölfarið var nýtt skipurit skólans samþykkt og þrjár fagdeildir stofnaðar, Ræktun & fæða, Náttúra & skógur og Skipulag & hönnun. Allar þrjár deildir bjóða upp á starfsmenntanám á framhaldsskólastigi, grunnnám til BSc gráðu og framhaldsnám til MSc og PhD gráðu. Rannsóknir, menntun og nýsköpunarstarf á sviði sjálfbærrar mætvælaframleiðslu, ræktunar, skipulags, nýtingar lands, sem og verndun umhverfis eru órjúfanlegir þættir í því að takast á við áskoranir nútímans og er vegferð í átt að betri framtíð. Nýting þeirra tækifæra sem felast í framsókn skólans eru því afar mikilvæg fyrir land og þjóð. Fjölgun nemenda og sérfræðinga við Landbúnaðarháskóla Íslands Í nýrri stefnu Landbúnaðarháskóla Íslands er lögð áhersla á að stórauka rannsóknir, nýsköpun, alþjóðlegt samstarf og samstarf við hagaðila í því skyni að efla kennslu og innviði skólans. Áhersla hefur verið á verkefni sem snúa að sjálfbærni, fjölgun nemenda og vísindamanna við skólann og eflingu stoðþjónustu. Alþjóðlegir samkeppnissjóðir sem bjóða styrki til rannsókna og nýsköpunar á ofangreindum lykilsviðum eru að stækka og Landbúnaðarháskólinn er hér í mikilli framsókn. Umsóknum um rannsókna- og nýsköpunarstyrki frá starfsmönnum skólans hefur fjölgað jafnt og þétt og hafa skilað umtalsverðum árangri. Þeir styrkir hafa m.a. nýst til þess að fjölga doktorsnemendum við skólann, samhliða því sem nýir sérfræðingar hafa verið ráðnir til starfa og stoðþjónustan hefur verið efld. Nemendum hefur fjölgað jafnt og þétt á öllum skólastigum. Haustið 2019 varð mesta fjölgunin á sviði umhverfisvísinda og skógfræði og haustið 2020 fjölgaði nemendum á öllum brautum. Þetta er sérstaklega jákvæð þróun og nú er brýnt fyrir skólann að fá stuðning ríkisstjórnarinnar til að styðja við uppbyggingu innviða. Sterkir innviðir eru forsenda þess að Landbúnaðarháskólinn sé samkeppnisfær og geti nýtt sér þau sóknarfæri sem standa til boða. Með góðri aðstöðu löðum við að okkur unga fólkið til náms, fáum nýja sérfræðinga til starfa, byggjum upp samstarf og nýsköpun og fáum til þess fjármagn sem oftar en ekki er í formi gjaldeyristekna. Unnið er að fjölmörgum verkefnum og verkefnahugmyndum innan Landbúnaðarháskólans en hér eru dregin upp þrjú brýn verkefni til uppbyggingar innviða sem lögð hefur verið áhersla á. Jarðræktarmiðstöð á Hvanneyri Brýn þörf er á uppbyggingu á aðstöðu til jarðræktarrannsókna. Hér eru miklir hagsmunir í húfi enda um undirstöðu landbúnaðar að ræða. Á undanförnum misserum hafa fengist styrkir frá Innviðasjóði Rannís og fyrrum nemendum skólans til endurnýjunar á tækjabúnaði. Nú þarf nauðsynlega að byggja nýtt hús undir jarðræktarmiðstöð og bæta tækjabúnað enn frekar ekki síst með áherslu á útiræktun grænmetis. Landbúnaðarháskólinn fékk nýverið myndarlegan arf frá fyrrum kennara skólans, Magnúsi Óskarssyni, til að byggja aðstöðu fyrir jarðræktarrannsóknir. Kallað hefur verið eftir stuðningi frá ríkinu til að það geti orðið að veruleika strax á næsta ári. Hestamiðstöð á Mið-Fossum Íslenski hesturinn er mikilvæg stoð í íslenskum landbúnaði. Frá árinu 2006 hefur Landbúnaðarháskólinn leigt reiðhöll og tengda aðstöðu á Mið-Fossum sem er í 5 mínútna akstursfjarlægð frá Hvanneyri. Þar er úrvals aðstaða til kennslu og annarrar starfsemi skólans á sviði reiðmennsku og umhirðu hrossa. Aðstaðan er afar vel nýtt af nemendum skólans og sóknarfæri mikil þegar búið er að tryggja umráðarétt skólans til framtíðar. Garðyrkja á Reykjum í Ölfusi Með aukinni áherslu á hollustu og lýðheilsu verður vægi garðyrkjuframleiðslu sífellt mikilvægara. Efla þarf til stórsóknar á þessu sviði og koma þekkingu, tækninýtingu og nýsköpun á par við það sem best þekkist í heiminum. Innviðir að Reykjum í Ölfusi hafa ekki hlotið viðhald sem skyldi og uppbygging aðstöðu til garðyrkjurannsókna hefur verið afar takmörkuð síðustu tvo áratugi. Að undanförnu hefur verið unnið að því að bæta húsakost á Reykjum, en mikið vatnstjón varð þar síðsumars sem eyðilagði skólastofur og mötuneyti. Auk þess eru mörg hús á Reykjum afar gömul og að hruni komin. Bráðnauðsynlegt er að fé verði sett til þess að ljúka þeim lagfæringum og til áframhaldandi uppbyggingar á sviði garðyrkju, en það er trú margra að íslensk garðyrkja geti orðið ein af útflutningsstoðum okkar til framtíðar. Áhrif Covid-19 Þessi þrjú brýnu uppbyggingarverkefni voru ásamt fleirum lögð fram nokkuð áður en Covid-19 skall á og þeir ráðherrar og þingmenn sem heimsóttu skólann lýstu yfir ánægju sinni og stuðningi við þessar hugmyndir. Það er skiljanlegt að Covid-19 hafi síðan haft áhrif. Við höfum hins vegar lært það af Covid-19 að undirstaða búsetu okkar á Íslandi og helstu tækifæri okkar til framtíðar liggja í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Hér þurfum við því að standa saman og tryggja að stefnumörkun og aðgerðir haldist í hendur í gegnum alla virðiskeðjuna. Stuðningur við uppbyggingu innviða við Landbúnaðarháskóla Íslands mun skila sér margfalt tilbaka í aukinni samkeppnishæfni og verðmætasköpun lands og þjóðar. Höfundur er rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun