Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2020 20:16 Þjálfarateymi Íslands fær ekki að vera á hliðarlínunni gegn Belgum annað kvöld. Vísir/Vilhelm Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. Í morgun greindist kórónusmit í starfsliði íslenska landsliðsins. Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna og hefur því allt starfslið Íslands verið sett í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum almannavarna þarf þó enginn leikmaður að fara í sóttkví. Þá staðfesti Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, í viðtali við DV að hann og Erik Hamrén, þjálfari liðsins, megi vera á Laugardalsvelli þegar leikurinn fer fram. Þeir megi þó ekki vera á hliðarlínunni. „Ég og Erik höfum fengið leyfi fyrir því að horfa á leikinn úr glerbúrinu á Laugardalsvelli,“ sagði Freyr í samtali við DV í kvöld. Freyr gaf ekki upp hver yrði á hliðarlínunni í stað þeirra. Ofan á það að vera án þjálfarateymisins þá er íslenska liðið án töluvert af lykilmönnum. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er farinn aftur til Katar, Gylfi Þór Sigurðsson fær einnig frí á morgun. Kári Árnason meiddist gegn Rúmenum og verður ekki með. Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson meiddust báðir gegn Danmörku og þá eru engir sénsar teknir með Jóhann Berg Guðmundsson. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Grunur um smit í umhverfi landsliðsins Búið er að færa allar sóttvarnir í tengslum við leik Íslands og Belgíu upp um eitt stig vegna gruns um smit í umhverfi íslenska liðsins. 13. október 2020 13:03 Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá „Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, en grunur er um að einn af starfsmönnum sambandsins sé með kórónuveirusmit. 13. október 2020 13:30 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. Í morgun greindist kórónusmit í starfsliði íslenska landsliðsins. Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna og hefur því allt starfslið Íslands verið sett í sóttkví. Samkvæmt upplýsingum almannavarna þarf þó enginn leikmaður að fara í sóttkví. Þá staðfesti Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, í viðtali við DV að hann og Erik Hamrén, þjálfari liðsins, megi vera á Laugardalsvelli þegar leikurinn fer fram. Þeir megi þó ekki vera á hliðarlínunni. „Ég og Erik höfum fengið leyfi fyrir því að horfa á leikinn úr glerbúrinu á Laugardalsvelli,“ sagði Freyr í samtali við DV í kvöld. Freyr gaf ekki upp hver yrði á hliðarlínunni í stað þeirra. Ofan á það að vera án þjálfarateymisins þá er íslenska liðið án töluvert af lykilmönnum. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er farinn aftur til Katar, Gylfi Þór Sigurðsson fær einnig frí á morgun. Kári Árnason meiddist gegn Rúmenum og verður ekki með. Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson meiddust báðir gegn Danmörku og þá eru engir sénsar teknir með Jóhann Berg Guðmundsson. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Grunur um smit í umhverfi landsliðsins Búið er að færa allar sóttvarnir í tengslum við leik Íslands og Belgíu upp um eitt stig vegna gruns um smit í umhverfi íslenska liðsins. 13. október 2020 13:03 Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá „Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, en grunur er um að einn af starfsmönnum sambandsins sé með kórónuveirusmit. 13. október 2020 13:30 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 „Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31 Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Grunur um smit í umhverfi landsliðsins Búið er að færa allar sóttvarnir í tengslum við leik Íslands og Belgíu upp um eitt stig vegna gruns um smit í umhverfi íslenska liðsins. 13. október 2020 13:03
Grunur um smit starfsmanns KSÍ en Belgaleikur áfram á dagskrá „Það er búið að sótthreinsa allt í döðlur hérna, fram og til baka,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, en grunur er um að einn af starfsmönnum sambandsins sé með kórónuveirusmit. 13. október 2020 13:30
Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16
„Við viljum þetta meira en allt“ Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. 13. október 2020 15:31
Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Þjálfari belgíska landsliðsins býst við hörkuleik á morgun þó svo það vanti fjölda lykilmanna í íslenska liðið. Segir hann það hrjá öll landslið Evrópu og þó víðar væri leitað þessa dagana. 13. október 2020 19:30