Segir ráðherra skorta áhuga á málaflokknum Sylvía Hall skrifar 14. október 2020 18:48 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. Hún segir lítinn áhuga á málaflokknum vera til staðar hjá félagsmálaráðherra. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og kallaði velferðarnefnd þingsins eftir úttektinni að sögn Halldóru. Hún var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag og birt á vef Ríkisendurskoðunar síðdegis. Mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum að því er fram kemur í skýrslunni. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. „Það eru að koma í ljós gríðarlegir vankantar hjá TR og líka hjá ráðuneytinu sem þarf að laga og ráðast í að bæta. Það er alls ekki verið að sinna rannsóknarskyldunni nógu vel, það skortir upplýsingar til viðskiptavina TR um að þeir geti fengið niðurfelldar kröfur eða endurútreikninga,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ráðuneytið hundsa það að löggjafinn hafi ákveðið að verja tíu milljónum í að setja á laggirnar umboðsmann lífeyrisþega, sem myndi þá sinna upplýsingaskyldu til þeirra sem treysta á kerfið. „Þessi peningar eru bara nýttir í önnur verkefni og þetta er allt gert með vitund og samþykki ráðuneytisins. Þannig það er ýmislegt sem þarf að laga.“ Að sögn Halldóru er ljóst að áhersla á málaflokkinn sé lítil og ráðherra skorti áhuga. „Öryrkjar eru búnir að bíða eftir endurskoðun á almannatryggingalögum núna í langan tíma, og það eru tveir starfsmenn í ráðuneytinu sem eru að sinna þessu verkefni meðal annarra verkefna. Það sýnir að þetta er hvergi á forgangslista ráðherra og það bólar ekkert á þessu á þingmálaskrá ráðherra.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Halldóru. Alþingi Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna fram á „gríðarlega vankanta“, bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og félagsmálaráðuneytinu. Hún segir lítinn áhuga á málaflokknum vera til staðar hjá félagsmálaráðherra. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og kallaði velferðarnefnd þingsins eftir úttektinni að sögn Halldóru. Hún var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag og birt á vef Ríkisendurskoðunar síðdegis. Mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum að því er fram kemur í skýrslunni. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. „Það eru að koma í ljós gríðarlegir vankantar hjá TR og líka hjá ráðuneytinu sem þarf að laga og ráðast í að bæta. Það er alls ekki verið að sinna rannsóknarskyldunni nógu vel, það skortir upplýsingar til viðskiptavina TR um að þeir geti fengið niðurfelldar kröfur eða endurútreikninga,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ráðuneytið hundsa það að löggjafinn hafi ákveðið að verja tíu milljónum í að setja á laggirnar umboðsmann lífeyrisþega, sem myndi þá sinna upplýsingaskyldu til þeirra sem treysta á kerfið. „Þessi peningar eru bara nýttir í önnur verkefni og þetta er allt gert með vitund og samþykki ráðuneytisins. Þannig það er ýmislegt sem þarf að laga.“ Að sögn Halldóru er ljóst að áhersla á málaflokkinn sé lítil og ráðherra skorti áhuga. „Öryrkjar eru búnir að bíða eftir endurskoðun á almannatryggingalögum núna í langan tíma, og það eru tveir starfsmenn í ráðuneytinu sem eru að sinna þessu verkefni meðal annarra verkefna. Það sýnir að þetta er hvergi á forgangslista ráðherra og það bólar ekkert á þessu á þingmálaskrá ráðherra.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Halldóru.
Alþingi Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?