ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 14:28 Þvinganirnar ná til nokkurra af ríkisstjórnarmeðlimum Pútín og yfirmanns Leyniþjónustu Rússlands. Vísir/GraphicNews Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Talið er að mennirnir hafi komið að því að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu Novichok. Eignir þeirra innan ESB verða frystar og þeim verður meinað að ferðast til aðildarríkja sambandsins. Meðal þeirra sem um ræðir er Alexander Bortnikov, yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands (FSB), og tveir aðstoðarvarnamálaráðherrar, þeir Alexei Krivoruchko og Pacel Popov. Þar að auki hefur Sergei Kiriyenko, sem er háttsettur embættismaður í ríkisstjórninni verið beittur viðskiptaþvingunum. Einnig hefur þvingunum verið beitt gegn opinberri rannsóknarstofu þar sem talið er að eiturefnið hafi verið þróað. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði fyrr í vikunni að Rússar myndu svara öllum þvingunum í sömu mynt. Navalní veiktist hastarlega í flugvél í Rússlandi 20. ágúst. Hann féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Sérfræðingar í Þýskalandi segja að honum hafi verið byrlað novichok, taugaeitur sem var þróað í Sovétríkjunum. Vísindamenn í Svíþjóð og Frakklandi komust að sömu niðurstöðu sem vísindamenn Efnavopnastofnunarinnar hafa einnig staðfest. Navalní hefur sakað Pútín um að standa að baki því að eitrað var fyrir honum. Því neita ráðamenn í Moskvu alfarið. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Evrópusambandið Tengdar fréttir Evrópusambandið hyggst beita Rússland þvingunum Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalny, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda. 12. október 2020 17:47 Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Talið er að mennirnir hafi komið að því að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu Novichok. Eignir þeirra innan ESB verða frystar og þeim verður meinað að ferðast til aðildarríkja sambandsins. Meðal þeirra sem um ræðir er Alexander Bortnikov, yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands (FSB), og tveir aðstoðarvarnamálaráðherrar, þeir Alexei Krivoruchko og Pacel Popov. Þar að auki hefur Sergei Kiriyenko, sem er háttsettur embættismaður í ríkisstjórninni verið beittur viðskiptaþvingunum. Einnig hefur þvingunum verið beitt gegn opinberri rannsóknarstofu þar sem talið er að eiturefnið hafi verið þróað. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði fyrr í vikunni að Rússar myndu svara öllum þvingunum í sömu mynt. Navalní veiktist hastarlega í flugvél í Rússlandi 20. ágúst. Hann féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Sérfræðingar í Þýskalandi segja að honum hafi verið byrlað novichok, taugaeitur sem var þróað í Sovétríkjunum. Vísindamenn í Svíþjóð og Frakklandi komust að sömu niðurstöðu sem vísindamenn Efnavopnastofnunarinnar hafa einnig staðfest. Navalní hefur sakað Pútín um að standa að baki því að eitrað var fyrir honum. Því neita ráðamenn í Moskvu alfarið.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Evrópusambandið Tengdar fréttir Evrópusambandið hyggst beita Rússland þvingunum Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalny, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda. 12. október 2020 17:47 Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Evrópusambandið hyggst beita Rússland þvingunum Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalny, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda. 12. október 2020 17:47
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30
Lögðu hald á íbúð Navalní og frystu reikninga hans Yfirvöld í Rússlandi hafa fryst bankareikninga rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís og lagt hald á íbúð hans. 24. september 2020 23:43