Gísli Þorgeir með gleðifréttir: Ég finn ekki fyrir neinu núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 17:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með SC Magdeburg á móti Bergischer HC í þýsku deildinni á dögunum. Getty/Ronny Hartmann Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er kominn af stað á nýjan leik eftir hafa glímt við erfið meiðsli á báðum öxlum á fyrstu tveimur tímabilum sínum í Þýskalandi. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskan handbolta enda hafa erfið meiðsli hægt mikið á ferli þessa efnilega handboltamanns á síðustu árum. Gísli Þorgeir fór meðal tvisvar úr lið á vinstri öxl með nokkra mínútna millibili en í síðara skiptið í febrúar í leik með Magdeburg gegn Flensburg. Fyrra skiptið var í leik með Kiel gegn Rhein-Neckar Löwen í nóvember fyrir ellefu mánuðum. Gísli hafði áður meiðst á hægri öxl í leik með FH á móti ÍBV í lokaúrslitum Olís deildar karla. Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi stöðuna á sér í viðtali við Ívar Benediktsson á vefsíðunni handbolti.is og það var gott hljóð í þessum 21 árs gamla handboltamanni sem verður vonandi með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi á næsta ári. Ég er sæll, glaður og þakklátur https://t.co/jnXRq1zW8V— @handboltiis (@handboltiis) October 14, 2020 „Endurhæfingin eftir seinni aðgerðina á þessu ári gekk ótrúlega vel og ég finn ekki fyrir neinu núna. Ég hef reynt að líta á það jákvæða í öllu þessu ferli sem hefur tekið langan tíma,“ segir Gísli Þorgeir í viðtalinn en hann er kominn á fulla ferð með SC Magdeburg og hefur þegar tekið þátt í þremur fyrstu leikjum liðsins í deildarkeppninni. Gísli var þakklátur læknunum Brynjólfi Jónssyni og Örnólfi Valdimarssyni sem gerðu við axlirnar hans og þá hefur Magdeburg staðið vel við bak við hann í öllu ferlinu og framlengdi sem dæmi samning hans umsvifalaust í kjölfar þess að hann fór öðru sinni úr axlarlið í febrúar. View this post on Instagram Markmiðið er að na heilu keppnisti mabili og njo ta þess bara að spila handbolta eftir allt það sem a undan er gengið hja me r, segir handknattleiksmaðurinn Gi sli Þorgeir Kristja nsson, leikmaður Magdeburg i Þy skalandi þar sem hann hefur komið se r vel fyrir og leggur stund a fjarna m i verkfræði við HI samhliða handboltanum. Sja na nar a www.handbolti.is. #handboltiis #handball #ha ndboll #ha ndbold #balonmano #pallamano #handebol #grawpi ke re czna #þrautseigja #handboltafre ttir #okkarfo lku ti #breytumleiknum @scmagdeburg @gislithorgeir SC Magdeburg A post shared by handbolti.is (@handboltiis) on Oct 14, 2020 at 1:37am PDT „Ég er bara orðinn heill heilsu sem mjög sérstök tilfinning eftir allt það sem á undan er gengið. Í fyrst sinn í nærri tvö og hálft ár er ekkert að plaga mig,“ sagði Gísli Þorgeir sem horfir bjartsýnn og jákvæður á framhaldið en það má finna allt viðtalið hann á handbolti.is með því að smella hér. Gísli Þorgeir Kristjánsson er með 2 mörk og 5 stoðsendingar í fyrstu þremur deildarleikjum sínum með SC Magdeburg á leiktíðinni. Þýski handboltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er kominn af stað á nýjan leik eftir hafa glímt við erfið meiðsli á báðum öxlum á fyrstu tveimur tímabilum sínum í Þýskalandi. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenskan handbolta enda hafa erfið meiðsli hægt mikið á ferli þessa efnilega handboltamanns á síðustu árum. Gísli Þorgeir fór meðal tvisvar úr lið á vinstri öxl með nokkra mínútna millibili en í síðara skiptið í febrúar í leik með Magdeburg gegn Flensburg. Fyrra skiptið var í leik með Kiel gegn Rhein-Neckar Löwen í nóvember fyrir ellefu mánuðum. Gísli hafði áður meiðst á hægri öxl í leik með FH á móti ÍBV í lokaúrslitum Olís deildar karla. Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi stöðuna á sér í viðtali við Ívar Benediktsson á vefsíðunni handbolti.is og það var gott hljóð í þessum 21 árs gamla handboltamanni sem verður vonandi með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi á næsta ári. Ég er sæll, glaður og þakklátur https://t.co/jnXRq1zW8V— @handboltiis (@handboltiis) October 14, 2020 „Endurhæfingin eftir seinni aðgerðina á þessu ári gekk ótrúlega vel og ég finn ekki fyrir neinu núna. Ég hef reynt að líta á það jákvæða í öllu þessu ferli sem hefur tekið langan tíma,“ segir Gísli Þorgeir í viðtalinn en hann er kominn á fulla ferð með SC Magdeburg og hefur þegar tekið þátt í þremur fyrstu leikjum liðsins í deildarkeppninni. Gísli var þakklátur læknunum Brynjólfi Jónssyni og Örnólfi Valdimarssyni sem gerðu við axlirnar hans og þá hefur Magdeburg staðið vel við bak við hann í öllu ferlinu og framlengdi sem dæmi samning hans umsvifalaust í kjölfar þess að hann fór öðru sinni úr axlarlið í febrúar. View this post on Instagram Markmiðið er að na heilu keppnisti mabili og njo ta þess bara að spila handbolta eftir allt það sem a undan er gengið hja me r, segir handknattleiksmaðurinn Gi sli Þorgeir Kristja nsson, leikmaður Magdeburg i Þy skalandi þar sem hann hefur komið se r vel fyrir og leggur stund a fjarna m i verkfræði við HI samhliða handboltanum. Sja na nar a www.handbolti.is. #handboltiis #handball #ha ndboll #ha ndbold #balonmano #pallamano #handebol #grawpi ke re czna #þrautseigja #handboltafre ttir #okkarfo lku ti #breytumleiknum @scmagdeburg @gislithorgeir SC Magdeburg A post shared by handbolti.is (@handboltiis) on Oct 14, 2020 at 1:37am PDT „Ég er bara orðinn heill heilsu sem mjög sérstök tilfinning eftir allt það sem á undan er gengið. Í fyrst sinn í nærri tvö og hálft ár er ekkert að plaga mig,“ sagði Gísli Þorgeir sem horfir bjartsýnn og jákvæður á framhaldið en það má finna allt viðtalið hann á handbolti.is með því að smella hér. Gísli Þorgeir Kristjánsson er með 2 mörk og 5 stoðsendingar í fyrstu þremur deildarleikjum sínum með SC Magdeburg á leiktíðinni.
Þýski handboltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira