Ósannindi á bæði borð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 15. október 2020 22:00 Gunnlaugur Stefánsson segir í grein á visir.is í gær „að Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi.“ Hér er farið rangt með staðreyndir. Leyfin í Noregi eru ótímabundið og eignarleyfi. Það sem greitt var fyrir í Noregi er leyfi fyrir 8.000 tonna árlega framleiðslu um aldur og ævi. Svo er hægt að selja leyfið hvenær sem er. Leyfið til 10.000 tonna árlega framleiðslu á Íslandi , sem Gunnlaugur ber saman við norska leyfið, er til 16 ára. Þá fellur það úr gildi. Þá er það líka rangt að leyfið til Laxa í Reyðarfirði hafi verið gefins. Það er innheimt gjald sem er 20 SDR, um 4000 kr, fyrir hvert framleitt tonn á hverju ári. Fyrir 10 þúsund tonna framleiðslu verður því innheimt 40 milljónir króna á ár í 16 ár. Það verða því um 640 milljónir króna á leyfistímanum. Auk þess eru allnokkur önnur gjöld sem eldisfyrirtæki þurfa að greiða. Kjarni greinar Gunnlaugs er því byggð á ósannindum á bæði borð. Hann ber saman ólík leyfi og heldur ranglega fram að íslensk framleiðsluleyfi séu ókeypis. Það er fyllileg gilt viðfangsefni að ræða hversu mikið eigi að innheimta af arðvænlegri atvinnustarfsemi eins og laxeldi í sjó er. Það má alveg færa rök fyrir aukinni gjaldtöku. En lögin voru endurskoðuð fyrir rúmu ári á Alþingi og þá var ekki mikill ágreiningur um gjaldtökuna. Stjórnarandstaðan lagði til að framleiðslugjaldið yrði 25 SDR í stað 20 SDR sem varð niðurstaðan. Það er allur ágreiningurinn. Ég held að ekki verði mikill stuðningur við að ríkið selji varanleg eignarleyfi eins og gert er í Noregi. En það þekkjum við frá kvótakerfinu í sjávarútvegi að varanleg réttindi eru mörgum sinnum verðmeiri en árleg réttindi. Þetta þarf að hafa í huga þegar borin eru saman ólík leyfi milli landa. Kjarni málsins er sá, sem Gunnlaugur er að reyna að fela, að laxeldi í sjó er mjög arðvænleg starfsemi, kemur til með að auka landsframleiðsluna um hundrað til tvö hundruð milljarða króna á ári, færir ríkinu miklar tekjur, landsmönnum atvinnu, er umhverfisvæn og hefur mjög lágt kolefnisspor. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna mælir eindregið með þessari framleiðslu. Það bjóða ekki aðrir betur. Kristinn H. Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Fiskeldi Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Gunnlaugur Stefánsson segir í grein á visir.is í gær „að Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi.“ Hér er farið rangt með staðreyndir. Leyfin í Noregi eru ótímabundið og eignarleyfi. Það sem greitt var fyrir í Noregi er leyfi fyrir 8.000 tonna árlega framleiðslu um aldur og ævi. Svo er hægt að selja leyfið hvenær sem er. Leyfið til 10.000 tonna árlega framleiðslu á Íslandi , sem Gunnlaugur ber saman við norska leyfið, er til 16 ára. Þá fellur það úr gildi. Þá er það líka rangt að leyfið til Laxa í Reyðarfirði hafi verið gefins. Það er innheimt gjald sem er 20 SDR, um 4000 kr, fyrir hvert framleitt tonn á hverju ári. Fyrir 10 þúsund tonna framleiðslu verður því innheimt 40 milljónir króna á ár í 16 ár. Það verða því um 640 milljónir króna á leyfistímanum. Auk þess eru allnokkur önnur gjöld sem eldisfyrirtæki þurfa að greiða. Kjarni greinar Gunnlaugs er því byggð á ósannindum á bæði borð. Hann ber saman ólík leyfi og heldur ranglega fram að íslensk framleiðsluleyfi séu ókeypis. Það er fyllileg gilt viðfangsefni að ræða hversu mikið eigi að innheimta af arðvænlegri atvinnustarfsemi eins og laxeldi í sjó er. Það má alveg færa rök fyrir aukinni gjaldtöku. En lögin voru endurskoðuð fyrir rúmu ári á Alþingi og þá var ekki mikill ágreiningur um gjaldtökuna. Stjórnarandstaðan lagði til að framleiðslugjaldið yrði 25 SDR í stað 20 SDR sem varð niðurstaðan. Það er allur ágreiningurinn. Ég held að ekki verði mikill stuðningur við að ríkið selji varanleg eignarleyfi eins og gert er í Noregi. En það þekkjum við frá kvótakerfinu í sjávarútvegi að varanleg réttindi eru mörgum sinnum verðmeiri en árleg réttindi. Þetta þarf að hafa í huga þegar borin eru saman ólík leyfi milli landa. Kjarni málsins er sá, sem Gunnlaugur er að reyna að fela, að laxeldi í sjó er mjög arðvænleg starfsemi, kemur til með að auka landsframleiðsluna um hundrað til tvö hundruð milljarða króna á ári, færir ríkinu miklar tekjur, landsmönnum atvinnu, er umhverfisvæn og hefur mjög lágt kolefnisspor. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna mælir eindregið með þessari framleiðslu. Það bjóða ekki aðrir betur. Kristinn H. Gunnarsson
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun