Mældu hjartslátt Katrínar Tönju í handstöðuæfingunni sem hún rústaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 09:41 Katrín Tanja Davíðsdóttir í handstöðuæfingunni á heimsleikunum þar sem hún hafi mikla yfirburði. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir átti svakalega endurkomu í baráttunni um sæti meðal fimm bestu CrossFit kvenna heims og frammistaða hennar í næstsíðustu greininni vakti gríðarlega athygli enda vann hún þar yfirburðasigur. Katrín Tanja keppir um heimsmeistaratitilinn í CrossFit um þar næstu helgi og fólk er víða farið að telja niður í þessi óvenjulega fámennu lokaúrslit þar sem aðeins fimm karlar og fimm konur keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja er ekki aðeins eini fulltrúi Íslands í baráttunni heimsmeistaratitlana því hún er líka eini fulltrúi Evrópu í ofurúrslitunum. View this post on Instagram You know the climb to the top can only be done on your hands. After clocking a 2:54 handstand hold the longest by 40 seconds @katrintanja was able to climb the stage 1 leaderboard in the 2020 @crossfitgames #WHOOPLive : @comptrain.co #KnowYourself A post shared by WHOOP (@whoop) on Oct 15, 2020 at 6:02am PDT Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi styrk sinn og seiglu á lokadeginum í fyrri hluta heimsleikanna en hún kom sér aftur inn í baráttuna um efstu fimm sætin með því að vinna tvær greinar í röð. Það var vissulega frábært sjá Katrínu Tönju vinna Nasty Nancy æfinguna, sem var fyrsta grein sunnudagsins, en hún sló virkilega í gegn í næstsíðustu æfingunni sem var handstaðan. Instagram Katrín Tanja notaði mjög sérstaka og tignarlega aðferð til að ná betra jafnvægi í æfingunni og henni tókst á endanum að standa á höndum í tvær mínútur og 54 sekúndur. Það var sem dæmi meira en tvöfalt lengur en heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey náði. Það má segja að Katrín Tanja hafi rústað þessari æfingu þrátt fyrir að keppa við þrjátíu bestu CrossFit konur heims. Hún vann hana á endanum með 41 sekúndna mun því önnur var Kari Pearce á 2 mínútum og 13 sekúndum. Katrín Tanja vakti athygli á athyglisverðu myndbandi frá Whoop á Instagram þar sem þeir sýndu þessu eftirminnilegu æfingu Katrínar Tönju þar sem mátti sjá hjartsláttinn hjá henni á meðan hún var að gera æfinguna. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan. „Skemmtilegt að sjá hjartsláttinn minn í æfingunni,“ skrifaði Katrín Tanja og deildi myndbandinu á Instagram síðunni sinni. Hún var með Whoop armband á sér í æfingunni og gat um leið nálgast upplýsingar um líkamann sinn í miðri æfingu. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með allri æfingunni sem CrossFit samtökin deildu á Youtube-síðu sinni. watch on YouTube CrossFit Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir átti svakalega endurkomu í baráttunni um sæti meðal fimm bestu CrossFit kvenna heims og frammistaða hennar í næstsíðustu greininni vakti gríðarlega athygli enda vann hún þar yfirburðasigur. Katrín Tanja keppir um heimsmeistaratitilinn í CrossFit um þar næstu helgi og fólk er víða farið að telja niður í þessi óvenjulega fámennu lokaúrslit þar sem aðeins fimm karlar og fimm konur keppa um heimsmeistaratitilinn. Katrín Tanja er ekki aðeins eini fulltrúi Íslands í baráttunni heimsmeistaratitlana því hún er líka eini fulltrúi Evrópu í ofurúrslitunum. View this post on Instagram You know the climb to the top can only be done on your hands. After clocking a 2:54 handstand hold the longest by 40 seconds @katrintanja was able to climb the stage 1 leaderboard in the 2020 @crossfitgames #WHOOPLive : @comptrain.co #KnowYourself A post shared by WHOOP (@whoop) on Oct 15, 2020 at 6:02am PDT Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi styrk sinn og seiglu á lokadeginum í fyrri hluta heimsleikanna en hún kom sér aftur inn í baráttuna um efstu fimm sætin með því að vinna tvær greinar í röð. Það var vissulega frábært sjá Katrínu Tönju vinna Nasty Nancy æfinguna, sem var fyrsta grein sunnudagsins, en hún sló virkilega í gegn í næstsíðustu æfingunni sem var handstaðan. Instagram Katrín Tanja notaði mjög sérstaka og tignarlega aðferð til að ná betra jafnvægi í æfingunni og henni tókst á endanum að standa á höndum í tvær mínútur og 54 sekúndur. Það var sem dæmi meira en tvöfalt lengur en heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey náði. Það má segja að Katrín Tanja hafi rústað þessari æfingu þrátt fyrir að keppa við þrjátíu bestu CrossFit konur heims. Hún vann hana á endanum með 41 sekúndna mun því önnur var Kari Pearce á 2 mínútum og 13 sekúndum. Katrín Tanja vakti athygli á athyglisverðu myndbandi frá Whoop á Instagram þar sem þeir sýndu þessu eftirminnilegu æfingu Katrínar Tönju þar sem mátti sjá hjartsláttinn hjá henni á meðan hún var að gera æfinguna. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan. „Skemmtilegt að sjá hjartsláttinn minn í æfingunni,“ skrifaði Katrín Tanja og deildi myndbandinu á Instagram síðunni sinni. Hún var með Whoop armband á sér í æfingunni og gat um leið nálgast upplýsingar um líkamann sinn í miðri æfingu. Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með allri æfingunni sem CrossFit samtökin deildu á Youtube-síðu sinni. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira