Fjórir Íslendingar komnir til Póllands til að keppa á HM í hálfu maraþoni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 16:31 Fulltrúar Íslands á HM í hálfu marnaþoni í ár eru Andrea Kolbeinsdóttir, Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson. FRÍ Fjórir af fremstu langhlaupurum Íslands munu keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni sem fer fram á morgun í Póllandi. Keppendur eru alls 283 talsins frá 62 löndum. Hlaupið verður eina alþjóðlega mótið á vegum World Athletics á þessu ári og á meðal keppenda verða fremstu hlauparar heims. Ísland sendir sitt allra sterkasta lið en þar eru Andrea Kolbeinsdóttir, Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson. Fríða Rún Þórðardóttir er liðsstjóri. Heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fer fram á laugardaginn, 17. október í Póllandi. Fjórir af fremstu langhlaupurum...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Þriðjudagur, 13. október 2020 Frjálsíþróttasamband Íslands sagði frá þátttöku okkar fólks á heimasíðu sinni og þar var um leið aðeins farið yfir afrekaskrá hvers og eins keppenda sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupið fer fram í borginni Gdynia sem er norður af Gdansk og stendur við Eystrasaltið. Andrea og Elín Edda eru báðar margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum og eiga þær annan og þriðja besta tíma íslenskra kvenna í hálfu maraþoni frá upphafi. Aðeins átta sekúndur skilja þær að þar sem Elín á betri tíma. Elín Edda hefur einnig hlaupið næst hraðasta maraþon íslenskrar konu. Andrea á stúlknamet 18-19 og 20-22 ára í hálfu maraþoni ásamt því að eiga Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Arnar er í þriðja sæti íslenska afrekalistans í hálfu maraþoni og Hlynur í því sjöunda. Þeir eru einnig báðir margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum. Helsta grein Arnars er maraþon þar sem hann á fjórða besta tíma Íslendings frá upphafi og hefur hann sett stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í þeirri grein. Hlynur hefur hins vegar einbeitt sér meira að styttri vegalengdum og þar á hann fjölda Íslandsmeta allt frá 1500 metrum og upp í 10.000 metra. watch on YouTube Íslenska liðið mætir sterkum erlendum keppendum þar sem þar á meðal eru nokkrir heimsmethafar. Þar má nefna Ababel Yeshaneh frá Eþópíu sem á heimsmetið í hálfu maraþoni, Sifan Hassan frá Hollandi sem á heimsmetin í mílu hlaupi og 5 km götuhlaupi og Joshua Cheptegei frá Úganda sem á heimsmetin í 5 km götuhlaupi og 5.000 og 10.000 metra hlaupi á braut. Kvennahlaupið hefst klukkan 9 á morgun á íslenskum tíma og karlahlaupið klukkan 10:30. Samhliða hlaupinu verður haldið „virtual mass race“ þar sem fólk getur skráð sig og hlaupið hálft maraþon á sama tíma hvar sem er í heiminum. Hver sem er getur skráð sig og er það gjaldfrjálst. Hér má finna ítarlegri upplýsingar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Njarðvíkingar með sópinn á lofti Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Í beinni: PSG - Aston Villa | Gerir PSG öðru ensku liði grikk? Í beinni: Barcelona - Dortmund | Börsungar búnir að vera sjóðheitir Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Í beinni: Þór Ak. - Valur | Valsarar geta sent Þórsara í sumarfrí Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Fjórir af fremstu langhlaupurum Íslands munu keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni sem fer fram á morgun í Póllandi. Keppendur eru alls 283 talsins frá 62 löndum. Hlaupið verður eina alþjóðlega mótið á vegum World Athletics á þessu ári og á meðal keppenda verða fremstu hlauparar heims. Ísland sendir sitt allra sterkasta lið en þar eru Andrea Kolbeinsdóttir, Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson. Fríða Rún Þórðardóttir er liðsstjóri. Heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fer fram á laugardaginn, 17. október í Póllandi. Fjórir af fremstu langhlaupurum...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Þriðjudagur, 13. október 2020 Frjálsíþróttasamband Íslands sagði frá þátttöku okkar fólks á heimasíðu sinni og þar var um leið aðeins farið yfir afrekaskrá hvers og eins keppenda sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupið fer fram í borginni Gdynia sem er norður af Gdansk og stendur við Eystrasaltið. Andrea og Elín Edda eru báðar margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum og eiga þær annan og þriðja besta tíma íslenskra kvenna í hálfu maraþoni frá upphafi. Aðeins átta sekúndur skilja þær að þar sem Elín á betri tíma. Elín Edda hefur einnig hlaupið næst hraðasta maraþon íslenskrar konu. Andrea á stúlknamet 18-19 og 20-22 ára í hálfu maraþoni ásamt því að eiga Íslandsmetið í 3000 metra hindrunarhlaupi. Arnar er í þriðja sæti íslenska afrekalistans í hálfu maraþoni og Hlynur í því sjöunda. Þeir eru einnig báðir margfaldir Íslandsmeistarar í langhlaupum. Helsta grein Arnars er maraþon þar sem hann á fjórða besta tíma Íslendings frá upphafi og hefur hann sett stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í þeirri grein. Hlynur hefur hins vegar einbeitt sér meira að styttri vegalengdum og þar á hann fjölda Íslandsmeta allt frá 1500 metrum og upp í 10.000 metra. watch on YouTube Íslenska liðið mætir sterkum erlendum keppendum þar sem þar á meðal eru nokkrir heimsmethafar. Þar má nefna Ababel Yeshaneh frá Eþópíu sem á heimsmetið í hálfu maraþoni, Sifan Hassan frá Hollandi sem á heimsmetin í mílu hlaupi og 5 km götuhlaupi og Joshua Cheptegei frá Úganda sem á heimsmetin í 5 km götuhlaupi og 5.000 og 10.000 metra hlaupi á braut. Kvennahlaupið hefst klukkan 9 á morgun á íslenskum tíma og karlahlaupið klukkan 10:30. Samhliða hlaupinu verður haldið „virtual mass race“ þar sem fólk getur skráð sig og hlaupið hálft maraþon á sama tíma hvar sem er í heiminum. Hver sem er getur skráð sig og er það gjaldfrjálst. Hér má finna ítarlegri upplýsingar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Njarðvíkingar með sópinn á lofti Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Í beinni: PSG - Aston Villa | Gerir PSG öðru ensku liði grikk? Í beinni: Barcelona - Dortmund | Börsungar búnir að vera sjóðheitir Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Í beinni: Þór Ak. - Valur | Valsarar geta sent Þórsara í sumarfrí Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira