Hjartanlega velkomin! Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifa 16. október 2020 15:30 Reykjavíkurborg hefur lagt sig fram um að taka vel á móti nýjum íbúum og sem betur fer fjölgar Reykvíkingum með ári hverju. Á undanförnum mánuðum hefur facebook síðan Borgin okkar einmitt verið að kynna fjölbreytta framlag innflytjenda í verslunar- og veitingastaðaflórunni borgarinnar. Í þessum hópi er einnig fólk sem kom upphaflega hingað í leit að alþjóðlegri vernd en almennt hefur þeim fjölgað til muna. Samkvæmt Útlendingastofnun er hins vegar staða hópsins erfiðara en áður og flóknara er að hefja nýtt líf þegar efnahagsástandið er krefjandi. En á Íslandi eru mannréttindi í hávegum höfð og sem betur fer hefur fjöldi þeirra sem fær samþykkta umsókn um alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hérlendis aukist. Alls hafa 699 einstaklingar fengið hér vernd ef horft er til síðasta eina og hálfa árs sem er þó ekki stórt hlutfall af þeim 80 milljónum sem hafa á heimsvísu neyðst til þess að flýja heimili sín. Af þessum 699 nýjum íbúum Íslands hefur 501 sest að í Reykjavík. Gott samstarf ríkis og borgar Reykjavík er eitt þriggja sveitarfélaga á íslandi sem hefur gert samstarfssamning við innanríkisráðuneytið um þjónustu við allt að 220 einstaklinga sem bíða þess að beiðni þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin fyrir. Reykjavíkurborg hefur einnig verið reiðubúin að taka á móti þeim sem íslenska ríkið bíður hingað til lands til að fá vernd eða svo kölluðum kvótaflóttamönnum. Við höfum að sama skapi lýst því yfir í Borgarstjórn að mikilvægt er að jafna stöðu þeirra sem fá boð um að flytja hingað og hinna sem koma af sjálfsdáðum og fá svo samþykkta umsókn. Börnin í brennidepli Sérstök áhersla okkar hefur verið að styðja við börn í leit að alþjóðlega vernd en Birta er nýr stóðdeild fyrir börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þessi börn hafa oft upplifað hluti sem fá okkar gætu ímyndað sér og lifað lengi við mikið óöryggi. Hér fá þau markvissan stuðning og gott veganesti til að geta tekið sem fyrst þátt í hefðbundnu skólastarfi. Við erum einnig að útvikka svokallaða Árbæjarmódelið þar sem fjölskyldur sem flytja til borgarinnar fá gott utanumhald til að nýta sér allt það sem borgin hefur upp á bjóða í frístundastarfi barna og unglinga. Betra upphaf en að börnin njóta sín til fulls er ekki hægt að hugsa sér, hvort maður kemur langt að eða bara úr öðru bæjarfélagi. Raunverulegt tækifæri Það er flókið að fóta sig í nýju samfélagi og það er samstarfsverkefni okkar allra að þau sem hingað flytja fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það er ábyrgð okkar allra að allir geta njóta sín til fulls í fjölbreyttu samfélagi Um leið og við bjóðum þessa nýju íbúa hjartanlega velkomna þá er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að við veitum þeim eins góða þjónustu í upphafi búsetu hér og kostur er. Þjónustan þarf að vera fjölþætt, einstaklingsmiðuð og taka utanum þarfir hvers og eins þannig að fólk fái raunverulega tækifæri til að verða hluti af samfélagi okkar og láta þar til sín taka. Þar berum við öll ábyrgð og þar er mikilvægt að félagsmálaráðuneytið komi að málum svo öll sveitarfélög geti með sóma tekið þátt í því að þjónusta alla sína nýja íbúa. Allra hagur Við sem samfélag höfum allt að vinna með því að bjóða það fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd velkomið en því fylgir mikil ábyrgð. Reykjavíkurborg vil standa þannig að málum að þau sem hingað flytja fái raunverulegt tækifæri til að taka þátt í okkar samfélagi á sömu forsendum og við sem hér búum fyrir. Það getur verið flókið fyrir fólk að vera virkur þáttakandi í nýju samfélagi en það er jafn mikilvægt fyrir okkur öll að vel takist til því samfélag þar sem allir íbúar taka þátt og geta látið drauma sína rætast er besta samfélagið fyrir okkur öll. Gleymum ekki að fjölbreytni er undirstaða jákvæðrar þróunnar í nútímasamfélagi. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Sabine Leskopf, formaður Fjölmenningarráðs Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Innflytjendamál Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur lagt sig fram um að taka vel á móti nýjum íbúum og sem betur fer fjölgar Reykvíkingum með ári hverju. Á undanförnum mánuðum hefur facebook síðan Borgin okkar einmitt verið að kynna fjölbreytta framlag innflytjenda í verslunar- og veitingastaðaflórunni borgarinnar. Í þessum hópi er einnig fólk sem kom upphaflega hingað í leit að alþjóðlegri vernd en almennt hefur þeim fjölgað til muna. Samkvæmt Útlendingastofnun er hins vegar staða hópsins erfiðara en áður og flóknara er að hefja nýtt líf þegar efnahagsástandið er krefjandi. En á Íslandi eru mannréttindi í hávegum höfð og sem betur fer hefur fjöldi þeirra sem fær samþykkta umsókn um alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hérlendis aukist. Alls hafa 699 einstaklingar fengið hér vernd ef horft er til síðasta eina og hálfa árs sem er þó ekki stórt hlutfall af þeim 80 milljónum sem hafa á heimsvísu neyðst til þess að flýja heimili sín. Af þessum 699 nýjum íbúum Íslands hefur 501 sest að í Reykjavík. Gott samstarf ríkis og borgar Reykjavík er eitt þriggja sveitarfélaga á íslandi sem hefur gert samstarfssamning við innanríkisráðuneytið um þjónustu við allt að 220 einstaklinga sem bíða þess að beiðni þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin fyrir. Reykjavíkurborg hefur einnig verið reiðubúin að taka á móti þeim sem íslenska ríkið bíður hingað til lands til að fá vernd eða svo kölluðum kvótaflóttamönnum. Við höfum að sama skapi lýst því yfir í Borgarstjórn að mikilvægt er að jafna stöðu þeirra sem fá boð um að flytja hingað og hinna sem koma af sjálfsdáðum og fá svo samþykkta umsókn. Börnin í brennidepli Sérstök áhersla okkar hefur verið að styðja við börn í leit að alþjóðlega vernd en Birta er nýr stóðdeild fyrir börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þessi börn hafa oft upplifað hluti sem fá okkar gætu ímyndað sér og lifað lengi við mikið óöryggi. Hér fá þau markvissan stuðning og gott veganesti til að geta tekið sem fyrst þátt í hefðbundnu skólastarfi. Við erum einnig að útvikka svokallaða Árbæjarmódelið þar sem fjölskyldur sem flytja til borgarinnar fá gott utanumhald til að nýta sér allt það sem borgin hefur upp á bjóða í frístundastarfi barna og unglinga. Betra upphaf en að börnin njóta sín til fulls er ekki hægt að hugsa sér, hvort maður kemur langt að eða bara úr öðru bæjarfélagi. Raunverulegt tækifæri Það er flókið að fóta sig í nýju samfélagi og það er samstarfsverkefni okkar allra að þau sem hingað flytja fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það er ábyrgð okkar allra að allir geta njóta sín til fulls í fjölbreyttu samfélagi Um leið og við bjóðum þessa nýju íbúa hjartanlega velkomna þá er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að við veitum þeim eins góða þjónustu í upphafi búsetu hér og kostur er. Þjónustan þarf að vera fjölþætt, einstaklingsmiðuð og taka utanum þarfir hvers og eins þannig að fólk fái raunverulega tækifæri til að verða hluti af samfélagi okkar og láta þar til sín taka. Þar berum við öll ábyrgð og þar er mikilvægt að félagsmálaráðuneytið komi að málum svo öll sveitarfélög geti með sóma tekið þátt í því að þjónusta alla sína nýja íbúa. Allra hagur Við sem samfélag höfum allt að vinna með því að bjóða það fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd velkomið en því fylgir mikil ábyrgð. Reykjavíkurborg vil standa þannig að málum að þau sem hingað flytja fái raunverulegt tækifæri til að taka þátt í okkar samfélagi á sömu forsendum og við sem hér búum fyrir. Það getur verið flókið fyrir fólk að vera virkur þáttakandi í nýju samfélagi en það er jafn mikilvægt fyrir okkur öll að vel takist til því samfélag þar sem allir íbúar taka þátt og geta látið drauma sína rætast er besta samfélagið fyrir okkur öll. Gleymum ekki að fjölbreytni er undirstaða jákvæðrar þróunnar í nútímasamfélagi. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Sabine Leskopf, formaður Fjölmenningarráðs Reykjavíkur
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun