Fjórir mikilvægir leikir í fjórðu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 08:01 AC Milan og Inter Milan mætast í dag. Marco Canoniero/Getty Images Fjórir leikir ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport og Stöðvar 2 Sport 2 í dag. Þeir gætu á haft mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar sem virðist ætla að vera töluvert jafnari en undanfarin ár. Juventus hefur endað sem sigurvegari níu ár í röð en mögulega er komið að leiðarlokum. Leikir dagsins gætu spilað þar stóran þátt. Napoli verður að vinna Atalanta Napoli fær topplið Atalanta í heimsókn í fyrsta leik dagsins. Napoli mætti ekki í leik gegn Juventus í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé og töpuðu þar af leiðandi 3-0. Ástæðan var sú að heilbrigðis yfirvöld leyfðu Napoli ekki að ferðast í leikinn. Skemmtikraftarnir í Atalanta hafa byrjað tímabilið frábærlega og tróna á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Liðið skemmti stuðningsfólki sínu gríðarlega á síðustu leiktíð og stefnir í annað slíkt tímabil. Atalanta er nú þegar með plús átta í markatölu. Vinni þeir leik dagsins er erfitt að sjá Napoli – sem er sem stendur í 8. sæti með aðeins fimm stig – blanda sér í toppbaráttu deildarinnar af einhverju viti. Er AC Milan aftur orðið stóra liðið í Mílanó? Það virðist sem sviptingar gætu átt sér stað í Mílanó-borg í dag. Það er ef AC Milan leggur erkifjendur sína í Inter er þau mætast á hinum goðsagnakennda San Siro-leikvangi í dag. AC Milan hefur byrjað tímabilið vel, líkt og Atalanta er það með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Inter hefur einnig byrjað tímabilið vel og hefur ekki enn tapað leik. Liðið er í 5. sæti með sjö stig líkt og Juventus og Sassuolo. Þó bilið sé ekki mikið milli liðanna í deildinni er ljóst að ef AC Milan landar öllum þremur stigunum verður munurinn fimm stig og montrétturinn væri hjá rauða og svarta hluta borgarinnar. I see you pic.twitter.com/UjueMKDden— Zlatan Ibrahimovi (@Ibra_official) October 15, 2020 Svo virðist sem Zlatan Ibrahimović sé klár í slaginn eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Hann myndi ekki slá hendinni á móti eins og einu marki í dag. Auðveld þrjú stig á Juventus Andrea Pirlo hefur byrjað ágætlega á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Juventus. Það hjálpar að Napoli mætti ekki til leiks þó Pirlo og lærisveinar hans hefði eflaust viljað spila. Þó ekki væri nema aðeins til að komast í betra leikform. Eftir þægilegan 3-0 sigur í fyrstu umferð þá náði Juventus aðeins stigi gegn Roma. Liðið mætir nú Crotone sem situr á botni deildarinnar og ættu Ítalíumeistararnir að fara með öruggan sigur af hólmi. Jafnvel þó Cristiano Ronaldo verði ekki með liðinu að svo stöddu. Lazio VERÐUR að vinna Lazio voru lengi vel í harðri baráttu við Juventus um titilinn á síðustu leiktíð. Þeim fataðist flugið undir lok tímabils og virðist það gengi hafa elt þá inn í þessa leiktíð. Liðið er aðeins með fjögur stig sem stendur og verður að vinna Sampdoria á heimavelli ætli það sér svo mikið sem Meistaradeildarsæti. Hér má sjá tímasetningar leikja dagsins: Napoli gegn Atalanta (Stöð 2 Sport 2, 13.00) Inter gegn AC Milan (Stöð 2 Sport 2, 16.00) Sampdoria gegn Lazio (Stöð 2 Sport, 16.00) Crotone gegn Juventus (Stöð 2 Sport 2, 18.45) Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Sjá meira
Fjórir leikir ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport og Stöðvar 2 Sport 2 í dag. Þeir gætu á haft mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar sem virðist ætla að vera töluvert jafnari en undanfarin ár. Juventus hefur endað sem sigurvegari níu ár í röð en mögulega er komið að leiðarlokum. Leikir dagsins gætu spilað þar stóran þátt. Napoli verður að vinna Atalanta Napoli fær topplið Atalanta í heimsókn í fyrsta leik dagsins. Napoli mætti ekki í leik gegn Juventus í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé og töpuðu þar af leiðandi 3-0. Ástæðan var sú að heilbrigðis yfirvöld leyfðu Napoli ekki að ferðast í leikinn. Skemmtikraftarnir í Atalanta hafa byrjað tímabilið frábærlega og tróna á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Liðið skemmti stuðningsfólki sínu gríðarlega á síðustu leiktíð og stefnir í annað slíkt tímabil. Atalanta er nú þegar með plús átta í markatölu. Vinni þeir leik dagsins er erfitt að sjá Napoli – sem er sem stendur í 8. sæti með aðeins fimm stig – blanda sér í toppbaráttu deildarinnar af einhverju viti. Er AC Milan aftur orðið stóra liðið í Mílanó? Það virðist sem sviptingar gætu átt sér stað í Mílanó-borg í dag. Það er ef AC Milan leggur erkifjendur sína í Inter er þau mætast á hinum goðsagnakennda San Siro-leikvangi í dag. AC Milan hefur byrjað tímabilið vel, líkt og Atalanta er það með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Inter hefur einnig byrjað tímabilið vel og hefur ekki enn tapað leik. Liðið er í 5. sæti með sjö stig líkt og Juventus og Sassuolo. Þó bilið sé ekki mikið milli liðanna í deildinni er ljóst að ef AC Milan landar öllum þremur stigunum verður munurinn fimm stig og montrétturinn væri hjá rauða og svarta hluta borgarinnar. I see you pic.twitter.com/UjueMKDden— Zlatan Ibrahimovi (@Ibra_official) October 15, 2020 Svo virðist sem Zlatan Ibrahimović sé klár í slaginn eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Hann myndi ekki slá hendinni á móti eins og einu marki í dag. Auðveld þrjú stig á Juventus Andrea Pirlo hefur byrjað ágætlega á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Juventus. Það hjálpar að Napoli mætti ekki til leiks þó Pirlo og lærisveinar hans hefði eflaust viljað spila. Þó ekki væri nema aðeins til að komast í betra leikform. Eftir þægilegan 3-0 sigur í fyrstu umferð þá náði Juventus aðeins stigi gegn Roma. Liðið mætir nú Crotone sem situr á botni deildarinnar og ættu Ítalíumeistararnir að fara með öruggan sigur af hólmi. Jafnvel þó Cristiano Ronaldo verði ekki með liðinu að svo stöddu. Lazio VERÐUR að vinna Lazio voru lengi vel í harðri baráttu við Juventus um titilinn á síðustu leiktíð. Þeim fataðist flugið undir lok tímabils og virðist það gengi hafa elt þá inn í þessa leiktíð. Liðið er aðeins með fjögur stig sem stendur og verður að vinna Sampdoria á heimavelli ætli það sér svo mikið sem Meistaradeildarsæti. Hér má sjá tímasetningar leikja dagsins: Napoli gegn Atalanta (Stöð 2 Sport 2, 13.00) Inter gegn AC Milan (Stöð 2 Sport 2, 16.00) Sampdoria gegn Lazio (Stöð 2 Sport, 16.00) Crotone gegn Juventus (Stöð 2 Sport 2, 18.45)
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Sjá meira