Vinna án ávinnings Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 17. október 2020 09:00 Stúdentar á Íslandi vinna talsvert mikið með námi. Við erum ekki fólkið sem “gerir ekki neitt”. Þvert á móti. Stúdentar úr heilbrigðisgeiranum hafa t.d. lagt sitt af mörkum í þessum faraldri eins og annað heilbrigðisstarfsfólk en kerfið refsar námsfólki fyrir vikið og námslán skerðast hjá þeim sem sinna störfum í bakvarðasveitinni. Í sumar vildu stjórnvöld ekki hlusta á kröfur námsfólks um að veita þeim sanngjarnan rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Þó stúdentar hafi síður en svo haft gagn af lánasjóðnum undanfarin ár heldur þurft að vinna til að eiga í sig og á. Þó að 69% stúdenta á Íslandi vinni með námi. Þó 87% stúdenta vinni fullt starf að sumri. Þó allir þessir stúdentar hafi með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, stundum í áratug, jafnvel lengur. Samt sögðu stjórnvöld nei, stúdentar fá engan rétt úr sjóðnum að sumri. Réttindi vinnandi stúdenta til öryggis sem almannatryggingakerfið á að tryggja vinnandi fólki voru þurrkuð út fyrir 10 árum, síðan þá höfum við ekki átt rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Áfram vinnum við og vinnum en ávinnum okkur ekkert. Það er sorglegt og óréttlátt að síðan þá hefur verið greitt atvinnutryggingagjald í öryggissjóð, sem atvinnuleysistryggingasjóður ætti að vera, af launum stúdenta sem við höfum engan rétt á að sækja í. Sorglegt bæði fyrir atvinnurekendur, sem greiða gjaldið, og stúdenta sem standa undir því með vinnuframlagi sínu en njóta ekki góðs af. Nú dynur þriðja bylgja COVID-19 faraldursins á þjóðinni. Menntasjóður hefur lokað fyrir umsóknir námslána. Margir stúdentar verða tekjulausir en þurfa ýmist að standa undir húsnæðislánum, húsaleigu, matarinnkaupum eða öllu tilheyrandi til að lifa af. Þó hamingjan sem fylgir því að vera háskólanemi eigi að vera svo mögnuð að hún geti meira að segja borgað reikningana þá gerir hún það reyndar ekki. Enga vinnu er að fá en áfram heldur námið, jafnvel með meiri kröfum en áður. En hey, við erum öll á sama báti, er það ekki? Stjórnvöld geta brugðist við. Hvað með að opna aftur fyrir umsóknir um námslán? Afnema frítekjumarkið svo fólk hafi aðgang að sjóðnum í raun og veru? Hvað með að gera aftur ráð fyrir stúdentum í hlutabótaleið stjórnvalda? Leiðrétta ósanngjarnar takmarkanir á aðgengi vinnandi stúdenta að almannatryggingakerfinu? Já maður bara spyr sig. Meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Stúdentar á Íslandi vinna talsvert mikið með námi. Við erum ekki fólkið sem “gerir ekki neitt”. Þvert á móti. Stúdentar úr heilbrigðisgeiranum hafa t.d. lagt sitt af mörkum í þessum faraldri eins og annað heilbrigðisstarfsfólk en kerfið refsar námsfólki fyrir vikið og námslán skerðast hjá þeim sem sinna störfum í bakvarðasveitinni. Í sumar vildu stjórnvöld ekki hlusta á kröfur námsfólks um að veita þeim sanngjarnan rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Þó stúdentar hafi síður en svo haft gagn af lánasjóðnum undanfarin ár heldur þurft að vinna til að eiga í sig og á. Þó að 69% stúdenta á Íslandi vinni með námi. Þó 87% stúdenta vinni fullt starf að sumri. Þó allir þessir stúdentar hafi með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, stundum í áratug, jafnvel lengur. Samt sögðu stjórnvöld nei, stúdentar fá engan rétt úr sjóðnum að sumri. Réttindi vinnandi stúdenta til öryggis sem almannatryggingakerfið á að tryggja vinnandi fólki voru þurrkuð út fyrir 10 árum, síðan þá höfum við ekki átt rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Áfram vinnum við og vinnum en ávinnum okkur ekkert. Það er sorglegt og óréttlátt að síðan þá hefur verið greitt atvinnutryggingagjald í öryggissjóð, sem atvinnuleysistryggingasjóður ætti að vera, af launum stúdenta sem við höfum engan rétt á að sækja í. Sorglegt bæði fyrir atvinnurekendur, sem greiða gjaldið, og stúdenta sem standa undir því með vinnuframlagi sínu en njóta ekki góðs af. Nú dynur þriðja bylgja COVID-19 faraldursins á þjóðinni. Menntasjóður hefur lokað fyrir umsóknir námslána. Margir stúdentar verða tekjulausir en þurfa ýmist að standa undir húsnæðislánum, húsaleigu, matarinnkaupum eða öllu tilheyrandi til að lifa af. Þó hamingjan sem fylgir því að vera háskólanemi eigi að vera svo mögnuð að hún geti meira að segja borgað reikningana þá gerir hún það reyndar ekki. Enga vinnu er að fá en áfram heldur námið, jafnvel með meiri kröfum en áður. En hey, við erum öll á sama báti, er það ekki? Stjórnvöld geta brugðist við. Hvað með að opna aftur fyrir umsóknir um námslán? Afnema frítekjumarkið svo fólk hafi aðgang að sjóðnum í raun og veru? Hvað með að gera aftur ráð fyrir stúdentum í hlutabótaleið stjórnvalda? Leiðrétta ósanngjarnar takmarkanir á aðgengi vinnandi stúdenta að almannatryggingakerfinu? Já maður bara spyr sig. Meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun