„Búið að hafna mér milljón sinnum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. október 2020 13:26 Margrét Sigríður Guðmundsdóttir fyrrverandi hágreiðslukona hefur ekki í nein húsnæði að venda eftir að dvöl á Droplaugastöðum lýkur. Vísir/ArnarHalldórs Við sögðum í fréttum í gær frá máli Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur sem er með MS- taugasjúkdóminn. Hún bjó þar til í janúar á eigin heimili í Kópavogi ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá sveitarfélaginu. Hún þurfti vegna veikinda að leggjast inná spítala 6. janúar og segir að þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við sig um að hún yrði vistuð á hjúkrunarheimili eftir að sveitarfélagið hafi tilkynnt að það gæti ekki lengur sinnt heimaþjónustu við hana. Hún dvaldi á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði því ekki fékkst húsnæði og frá því í ágúst hefur hún dvalið á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun sem lýkur í næsta mánuði. „Ég sé enga lausn, mig langar heldur ekki til að vera einhvers staðar þar sem fólk vill mig ekki og er búið að hafna mér milljón sinnum. Þá spyr maður hvert á maður að fara, hvar á maður að vera?,“ segir Margrét Sigríður. Lögin eru skýr Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir kemur fram að þjónustan skuli miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustunnar skuli borin virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði. Í skilgreiningum laganna um sveitarfélög kemur fram að samningur við sveitarfélag skuli fela í sér að notandi stjórni þeirri aðstoð sem hann fái þannig að hann skipuleggi hana, ákveði hvenær og hvar hún er veitt og velji aðstoðarfólk. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Kópavogsbæ vegna málsins í morgun en ekki höfðu borist svör þaðan fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Við sögðum í fréttum í gær frá máli Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur sem er með MS- taugasjúkdóminn. Hún bjó þar til í janúar á eigin heimili í Kópavogi ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá sveitarfélaginu. Hún þurfti vegna veikinda að leggjast inná spítala 6. janúar og segir að þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við sig um að hún yrði vistuð á hjúkrunarheimili eftir að sveitarfélagið hafi tilkynnt að það gæti ekki lengur sinnt heimaþjónustu við hana. Hún dvaldi á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði því ekki fékkst húsnæði og frá því í ágúst hefur hún dvalið á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun sem lýkur í næsta mánuði. „Ég sé enga lausn, mig langar heldur ekki til að vera einhvers staðar þar sem fólk vill mig ekki og er búið að hafna mér milljón sinnum. Þá spyr maður hvert á maður að fara, hvar á maður að vera?,“ segir Margrét Sigríður. Lögin eru skýr Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir kemur fram að þjónustan skuli miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustunnar skuli borin virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði. Í skilgreiningum laganna um sveitarfélög kemur fram að samningur við sveitarfélag skuli fela í sér að notandi stjórni þeirri aðstoð sem hann fái þannig að hann skipuleggi hana, ákveði hvenær og hvar hún er veitt og velji aðstoðarfólk. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Kópavogsbæ vegna málsins í morgun en ekki höfðu borist svör þaðan fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira