„Búið að hafna mér milljón sinnum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. október 2020 13:26 Margrét Sigríður Guðmundsdóttir fyrrverandi hágreiðslukona hefur ekki í nein húsnæði að venda eftir að dvöl á Droplaugastöðum lýkur. Vísir/ArnarHalldórs Við sögðum í fréttum í gær frá máli Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur sem er með MS- taugasjúkdóminn. Hún bjó þar til í janúar á eigin heimili í Kópavogi ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá sveitarfélaginu. Hún þurfti vegna veikinda að leggjast inná spítala 6. janúar og segir að þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við sig um að hún yrði vistuð á hjúkrunarheimili eftir að sveitarfélagið hafi tilkynnt að það gæti ekki lengur sinnt heimaþjónustu við hana. Hún dvaldi á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði því ekki fékkst húsnæði og frá því í ágúst hefur hún dvalið á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun sem lýkur í næsta mánuði. „Ég sé enga lausn, mig langar heldur ekki til að vera einhvers staðar þar sem fólk vill mig ekki og er búið að hafna mér milljón sinnum. Þá spyr maður hvert á maður að fara, hvar á maður að vera?,“ segir Margrét Sigríður. Lögin eru skýr Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir kemur fram að þjónustan skuli miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustunnar skuli borin virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði. Í skilgreiningum laganna um sveitarfélög kemur fram að samningur við sveitarfélag skuli fela í sér að notandi stjórni þeirri aðstoð sem hann fái þannig að hann skipuleggi hana, ákveði hvenær og hvar hún er veitt og velji aðstoðarfólk. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Kópavogsbæ vegna málsins í morgun en ekki höfðu borist svör þaðan fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Við sögðum í fréttum í gær frá máli Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur sem er með MS- taugasjúkdóminn. Hún bjó þar til í janúar á eigin heimili í Kópavogi ásamt þáverandi eiginmanni og syni og fékk heimaþjónustu frá sveitarfélaginu. Hún þurfti vegna veikinda að leggjast inná spítala 6. janúar og segir að þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við sig um að hún yrði vistuð á hjúkrunarheimili eftir að sveitarfélagið hafi tilkynnt að það gæti ekki lengur sinnt heimaþjónustu við hana. Hún dvaldi á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði því ekki fékkst húsnæði og frá því í ágúst hefur hún dvalið á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun sem lýkur í næsta mánuði. „Ég sé enga lausn, mig langar heldur ekki til að vera einhvers staðar þar sem fólk vill mig ekki og er búið að hafna mér milljón sinnum. Þá spyr maður hvert á maður að fara, hvar á maður að vera?,“ segir Margrét Sigríður. Lögin eru skýr Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir kemur fram að þjónustan skuli miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustunnar skuli borin virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði. Í skilgreiningum laganna um sveitarfélög kemur fram að samningur við sveitarfélag skuli fela í sér að notandi stjórni þeirri aðstoð sem hann fái þannig að hann skipuleggi hana, ákveði hvenær og hvar hún er veitt og velji aðstoðarfólk. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Kópavogsbæ vegna málsins í morgun en ekki höfðu borist svör þaðan fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira