Um mannanöfn – heimsókn til Rosss Þórir Helgi Sigvaldason skrifar 17. október 2020 20:01 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til nýrra laga um mannanöfn. Til stendur að afnema helstu takmarkanir á rétti manna til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn og leggja niður eina alræmdustu stjórnsýslunefnd landsins, mannanafnanefnd. Þetta er mikil réttarbót, enda er vafasamt að festa menningarlega þætti líkt og nafnahefð í sessi með lögum. Hvað þá að festa niður nafnahefðina eins og hún var við gildistöku núverandi laga um mannanöfn í ársbyrjun 1997. Fólk hefur auðvitað misjafnar skoðanir á þessu. Sumir óttast eflaust að næsta kynslóð Íslendinga muni öll bera ómöguleg nöfn. Þeir óttast kannski að eiginnöfn næstu kynslóða muni ekki taka eignarfallsendinguna -s (getur þú ímyndað þér að fara í heimsókn til Ross? Rosss? Ross‘s?). Jafnvel óttast þeir að fólk skreyti sig með ættarnöfnum, en núverandi fyrirkomulag tryggir að aðeins útvaldir geti gert slíkt. Reynslan verður að skera úr um hvort Íslendingum sé treystandi til þess að velja sér nöfn. Hvað sem líður skoðunum fólks á afskiptum stjórnvalda af nöfnum fólks er ljóst að núverandi kerfi þarf að breyta. Ef ekki vegna ríkjandi samfélagsviðhorfa, þá einfaldlega vegna þess að núverandi kerfi er andstætt grundvallarrétti einstaklinga til friðhelgi einkalífsins, sem nýtur verndar bæði stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálfræði, að vera “gerandi í eigin lífi”, er grundvallarþáttur í friðhelgi einkalífsins. Í því felst rétturinn til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn. Þetta staðfesti Mannréttindadómstóll Evrópu árið 1996 í máli Guillot gegn Frakklandi. Bæði Mannréttindasáttmáli Evrópu og stjórnarskrá Íslands hafa mælikvarða til þess að skera úr um hvort skerðing á réttindum sé lögmæt. Í mjög einfölduðu máli má orða það þannig að skerðing réttindanna þurfi að vera nauðsynleg til þess að ná lögmætum markmiðum og má skerðingin ekki ganga lengra en nauðsynlegt er. Við mat á því hvort takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn séu lögmætar hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lagt til grundvallar strangan mælikvarða (áhugasömum er bent á niðurstöður dómstólsins í málum Johansson gegn Finnlandi frá 2007 og Burghartz gegn Sviss frá 1994). Íslenskir dómstólar hafa einnig fjallað um takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn og komist að þeirri niðurstöðu að úrskurðir mannanafnanefndar hafi brotið gegn stjórnarskrárvernduðum réttindum einstaklinga. Hér má nefna þrjá dóma Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tekist var á um nöfnin Reykdal, Gests og Blær. Í síðastnefnda málinu kollvarpaði dómstóllinn reglunni um að stúlkum skuli gefin stúlknanöfn og drengjum drengjanöfn með vísan til stjórnarskrárvarinna réttinda stúlkunnar sem vildi heita Blær. Ekki er öfundsvert að eiga sæti í mannanafnanefnd í kjölfar þessara dóma enda hefur nefndin í reynd starfað eftir reglum sem dómstólar hafa talið andstæðar stjórnarskrá, án þess að stjórnvöld hafi haft þor til þess að áfrýja málunum til Hæstaréttar eða breyta lögunum. Þar til nú. Þar sem núverandi lög um mannanöfn samrýmast ekki grundvallarrétti einstaklinga til þess að njóta friðhelgi einkalífs án afskipta stjórnvalda er í raun algjörlega óþarfi að takast á um fyrirhugaðar breytingar. Þeir sem telja nauðsynlegt að stjórnvöld sjái borgurum fyrir slíkum reglum þurfa því fyrst að breyta stjórnarskránni, og helst einnig Mannréttindasáttmála Evrópu. Líklega er einfalt að ná sambandi við stjórnarskrárfélagið varðandi slíkt en undirrituðum er ekki kunnugt um hvern best er að tala við um breytingar á mannréttindasáttmálanum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannanöfn Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til nýrra laga um mannanöfn. Til stendur að afnema helstu takmarkanir á rétti manna til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn og leggja niður eina alræmdustu stjórnsýslunefnd landsins, mannanafnanefnd. Þetta er mikil réttarbót, enda er vafasamt að festa menningarlega þætti líkt og nafnahefð í sessi með lögum. Hvað þá að festa niður nafnahefðina eins og hún var við gildistöku núverandi laga um mannanöfn í ársbyrjun 1997. Fólk hefur auðvitað misjafnar skoðanir á þessu. Sumir óttast eflaust að næsta kynslóð Íslendinga muni öll bera ómöguleg nöfn. Þeir óttast kannski að eiginnöfn næstu kynslóða muni ekki taka eignarfallsendinguna -s (getur þú ímyndað þér að fara í heimsókn til Ross? Rosss? Ross‘s?). Jafnvel óttast þeir að fólk skreyti sig með ættarnöfnum, en núverandi fyrirkomulag tryggir að aðeins útvaldir geti gert slíkt. Reynslan verður að skera úr um hvort Íslendingum sé treystandi til þess að velja sér nöfn. Hvað sem líður skoðunum fólks á afskiptum stjórnvalda af nöfnum fólks er ljóst að núverandi kerfi þarf að breyta. Ef ekki vegna ríkjandi samfélagsviðhorfa, þá einfaldlega vegna þess að núverandi kerfi er andstætt grundvallarrétti einstaklinga til friðhelgi einkalífsins, sem nýtur verndar bæði stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálfræði, að vera “gerandi í eigin lífi”, er grundvallarþáttur í friðhelgi einkalífsins. Í því felst rétturinn til þess að velja sér og afkomendum sínum nöfn. Þetta staðfesti Mannréttindadómstóll Evrópu árið 1996 í máli Guillot gegn Frakklandi. Bæði Mannréttindasáttmáli Evrópu og stjórnarskrá Íslands hafa mælikvarða til þess að skera úr um hvort skerðing á réttindum sé lögmæt. Í mjög einfölduðu máli má orða það þannig að skerðing réttindanna þurfi að vera nauðsynleg til þess að ná lögmætum markmiðum og má skerðingin ekki ganga lengra en nauðsynlegt er. Við mat á því hvort takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn séu lögmætar hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lagt til grundvallar strangan mælikvarða (áhugasömum er bent á niðurstöður dómstólsins í málum Johansson gegn Finnlandi frá 2007 og Burghartz gegn Sviss frá 1994). Íslenskir dómstólar hafa einnig fjallað um takmarkanir á réttinum til að velja sér nafn og komist að þeirri niðurstöðu að úrskurðir mannanafnanefndar hafi brotið gegn stjórnarskrárvernduðum réttindum einstaklinga. Hér má nefna þrjá dóma Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tekist var á um nöfnin Reykdal, Gests og Blær. Í síðastnefnda málinu kollvarpaði dómstóllinn reglunni um að stúlkum skuli gefin stúlknanöfn og drengjum drengjanöfn með vísan til stjórnarskrárvarinna réttinda stúlkunnar sem vildi heita Blær. Ekki er öfundsvert að eiga sæti í mannanafnanefnd í kjölfar þessara dóma enda hefur nefndin í reynd starfað eftir reglum sem dómstólar hafa talið andstæðar stjórnarskrá, án þess að stjórnvöld hafi haft þor til þess að áfrýja málunum til Hæstaréttar eða breyta lögunum. Þar til nú. Þar sem núverandi lög um mannanöfn samrýmast ekki grundvallarrétti einstaklinga til þess að njóta friðhelgi einkalífs án afskipta stjórnvalda er í raun algjörlega óþarfi að takast á um fyrirhugaðar breytingar. Þeir sem telja nauðsynlegt að stjórnvöld sjái borgurum fyrir slíkum reglum þurfa því fyrst að breyta stjórnarskránni, og helst einnig Mannréttindasáttmála Evrópu. Líklega er einfalt að ná sambandi við stjórnarskrárfélagið varðandi slíkt en undirrituðum er ekki kunnugt um hvern best er að tala við um breytingar á mannréttindasáttmálanum. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar