Kínverjar hóta að meina Bandaríkjamönnum að yfirgefa Kína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 23:54 Málsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn þremur kínversum fræðimönnum hefur vakið miklar deilur milli ríkjanna. Go Nakamura/Getty Kínversk yfirvöld hafa varað yfirvöld í Washington við því að Bandaríkjamönnum í Kína verði meinað að fara úr landi. Það verði gert vegna málsóknar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn fræðimönnum sem hafa tengsl við kínverska herinn. Samkvæmt heimildamönnum Wall Street Journal hafa kínversk yfirvöld ítrekað varað yfirvöld í Bandaríkjunum við þessu og notað til þess ýmsar leiðir. Viðvararnir hljóði svo að hætti Bandaríkjastjórn ekki málsóknum á hendur kínverskum fræðimönnum gæti orðið svo að Bandaríkjamenn í Kína muni verða lögsóttir vegna brota á lögum. Hvorki Hvíta húsið, utanríkisráðuneyti né dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa brugðist við fréttunum þrátt fyrir fyrirspurnir. Þá hefur kínverska sendiráðið í Washington ekki brugðist við fyrirspurnum. Þúsund kínverskum ríkisborgurum vísað úr landi Ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði þann 14. september síðastliðinn óráðlegt að ferðast til Kína og sagði hann að kínversk yfirvöld veldu Bandaríkjamenn af handahófi sem teknir væru í gæsluvarðhald, og væri það notað til þess að beita Bandaríkjastjórn þrýstingi. Í júlí voru þrír Kínverjar handteknir af Alríkislögreglu Bandaríkjanna og voru þeir sakaðir um að hafa leynt því, þegar þeir sóttu um landvistarleyfi til að sinna rannsóknum við bandaríska háskóla, að þeir væru meðlimir í kínverska hernum, PLA. Þá var að tilkynnt í síðasta mánuði að meira en þúsund kínverskir ríkisborgarar hafi verið sviptir landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Það var gert eftir að Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun að neita ætti kínverskum stúdentum og fræðimönnum um landvistarleyfi vegna öryggisástæðna. Kínversk stjórnvöld hafa sagt tilskipunina mannréttindabrot. Á þeim tíma sagði talskona utanríkisráðuneytisins að Bandaríkin myndu halda áfram að bjóða „lögmæta stúdenta og fræðimenn frá Kína, sem ekki styddu áform Kommúnistaflokks Kína um hernaðarlega yfirburði, velkomna.“ Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira
Kínversk yfirvöld hafa varað yfirvöld í Washington við því að Bandaríkjamönnum í Kína verði meinað að fara úr landi. Það verði gert vegna málsóknar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn fræðimönnum sem hafa tengsl við kínverska herinn. Samkvæmt heimildamönnum Wall Street Journal hafa kínversk yfirvöld ítrekað varað yfirvöld í Bandaríkjunum við þessu og notað til þess ýmsar leiðir. Viðvararnir hljóði svo að hætti Bandaríkjastjórn ekki málsóknum á hendur kínverskum fræðimönnum gæti orðið svo að Bandaríkjamenn í Kína muni verða lögsóttir vegna brota á lögum. Hvorki Hvíta húsið, utanríkisráðuneyti né dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa brugðist við fréttunum þrátt fyrir fyrirspurnir. Þá hefur kínverska sendiráðið í Washington ekki brugðist við fyrirspurnum. Þúsund kínverskum ríkisborgurum vísað úr landi Ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði þann 14. september síðastliðinn óráðlegt að ferðast til Kína og sagði hann að kínversk yfirvöld veldu Bandaríkjamenn af handahófi sem teknir væru í gæsluvarðhald, og væri það notað til þess að beita Bandaríkjastjórn þrýstingi. Í júlí voru þrír Kínverjar handteknir af Alríkislögreglu Bandaríkjanna og voru þeir sakaðir um að hafa leynt því, þegar þeir sóttu um landvistarleyfi til að sinna rannsóknum við bandaríska háskóla, að þeir væru meðlimir í kínverska hernum, PLA. Þá var að tilkynnt í síðasta mánuði að meira en þúsund kínverskir ríkisborgarar hafi verið sviptir landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Það var gert eftir að Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun að neita ætti kínverskum stúdentum og fræðimönnum um landvistarleyfi vegna öryggisástæðna. Kínversk stjórnvöld hafa sagt tilskipunina mannréttindabrot. Á þeim tíma sagði talskona utanríkisráðuneytisins að Bandaríkin myndu halda áfram að bjóða „lögmæta stúdenta og fræðimenn frá Kína, sem ekki styddu áform Kommúnistaflokks Kína um hernaðarlega yfirburði, velkomna.“
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira
Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35
Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43
Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00