Er stjórnsýslan í algjörum molum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 19. október 2020 09:00 Nýlega bárust fregnir af því að ákveðið hefur verið að falla frá þeirri aðgerð að leggja á urðunarskatt. Samt hefur þetta verið í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2018 og samráð farið fram við Samband Íslenskra Sveitafélaga og Sorpu. Ekki virðist hafa verið nægilegur vilji inni í Fjármál og efnahags- og Umhverfis og auðlinda-ráðuneytunum til þess að framfylgja málinu alla leið. Hér er atburðarásin, eða að minnsta kosti sú sem er sýnileg á vef alþingis. Yfirlit yfir feril málsins: -Urðunarskattur var hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem var fyrst gefin út í september 2018. -SÍS var gefinn kostur á því að koma að ábendingum um þann hluta frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 sem fjallaði um urðunarskatt áður en það var lagt fram á Alþingi og lagðist sambandið eindregið gegn frumvarpinu, sjá þá umsögn hér. Sú umsögn er dagsett 28. ágúst 2019. -Þegar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 var lagt fram 11. september 2019 skiluðu SÍS og Sorpa inn umsögn sérstaklega um urðunarskattinn. Sjá umsögn SÍS hér. Sjá umsögn Sorpu hér. SÍS tók sérstaklega fram í umsögn sinni að ekki hefði verið brugðist við athugasemdum þess frá 28. ágúst 2019. -Vegna gagnrýni SÍS og Sorpu ákvað meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar að skila inn nefndarálitisem ráðlagði brottfall ákvæðisins um urðunarskatt. Einnig beindi meirihlutinn því til fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis að vinna að gerð nýs frumvarps til breytingar á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta þar sem lögfest verði innheimta urðunarskatts, að teknu tilliti til framangreindra atriða. Í nefndaráliti kemur fram: Mikilvægt er að þessari vinnu verði hraðað og að haft verði samráð við sveitarfélögin og Sorpu um lagabreytingarnar. -Önnur útgáfa af aðgeðaráætlun í loftslagsmálum var gefin út júní 2020 þar sem kemur fram útfærsla á urðunarskatti. -Í byrjun október 2020 var tilkynnt að ekkert verði af urðunarskatti, 4 mánuðum eftir að aðgerðaráætlunin kemur fram. Fráfallið getur virst ekki svo alvarlegt í fyrstu. Þetta skilur “bara” eftir sig gat í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum upp á 28 þúsund CO2 ígildi á ári. Til samanburðar þá losaði urðun sorps 214 þúsund CO2 ígildi árið 2018. Munum að allur sá árangur sem ekki næst fyrir árið 2030 mun komandi kynslóð þurfa að bæta upp fyrir á áratugnum á eftir vegna þess að Ísland stefnir að kolefnishlutleysi 2040. En það er ekki nóg með það. Umrædd ákvörðun ríkisstjórnar er fordæmisgefandi og það vekur áhyggjur um að fleiri aðgerðir í aðgerðaáætluninni verði ekki að veruleika af svipuðum ástæðum. Í úttekt Capacent á stjórnsýslu í loftslagsmálum sem unnin var í samvinnu við loftslagsráð segir “Framkvæmdavald á öllum stjórnsýslustigum gegnir lykilhlutverki en stórauka þarf samstillingu milli og innan stjórnsýslustiga og getu til að virkja framfaravilja, nýsköpunarkraft og samheldni þeirra sem landið byggja” Úttektin kom út í júní 2020 og lýsir vandamálinu. Fráfall frá urðunarskatti er því líklega sýnidæmi af því sem koma skal verði ekki átak innan stjórnsýslunnar. Með því að setja fram aðgerðaráætlun sem síðan ekki ríkir samstaða um er almenningi gefið falskt öryggi. Ímynd stjórnvalda bendir til að málefnið skipti þau máli en gjörðirnar sýna annað. Verður fleiri málefnum leyft að staðna og síðan fallið frá þeim vegna þess að ekki er nægilegt samstarf milli stjórnsýslustiga? Það er augljóst að hér skortir einfaldlega vilja og málefnið er ekki hátt í forgangsröðinni. Aðgerðaráætlunin eins og hún er nú er ekki nógu metnaðarfull að mati Ungra umhverfissinna (UU), Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Sjá umsögn hér. Í ljósi þess er enn mikilvægara að allar aðgerðir sem í henni eru verði að veruleika. Annað er vanvirðing við okkur öll. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skattar og tollar Umhverfismál Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fregnir af því að ákveðið hefur verið að falla frá þeirri aðgerð að leggja á urðunarskatt. Samt hefur þetta verið í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2018 og samráð farið fram við Samband Íslenskra Sveitafélaga og Sorpu. Ekki virðist hafa verið nægilegur vilji inni í Fjármál og efnahags- og Umhverfis og auðlinda-ráðuneytunum til þess að framfylgja málinu alla leið. Hér er atburðarásin, eða að minnsta kosti sú sem er sýnileg á vef alþingis. Yfirlit yfir feril málsins: -Urðunarskattur var hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem var fyrst gefin út í september 2018. -SÍS var gefinn kostur á því að koma að ábendingum um þann hluta frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 sem fjallaði um urðunarskatt áður en það var lagt fram á Alþingi og lagðist sambandið eindregið gegn frumvarpinu, sjá þá umsögn hér. Sú umsögn er dagsett 28. ágúst 2019. -Þegar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 var lagt fram 11. september 2019 skiluðu SÍS og Sorpa inn umsögn sérstaklega um urðunarskattinn. Sjá umsögn SÍS hér. Sjá umsögn Sorpu hér. SÍS tók sérstaklega fram í umsögn sinni að ekki hefði verið brugðist við athugasemdum þess frá 28. ágúst 2019. -Vegna gagnrýni SÍS og Sorpu ákvað meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar að skila inn nefndarálitisem ráðlagði brottfall ákvæðisins um urðunarskatt. Einnig beindi meirihlutinn því til fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis að vinna að gerð nýs frumvarps til breytingar á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta þar sem lögfest verði innheimta urðunarskatts, að teknu tilliti til framangreindra atriða. Í nefndaráliti kemur fram: Mikilvægt er að þessari vinnu verði hraðað og að haft verði samráð við sveitarfélögin og Sorpu um lagabreytingarnar. -Önnur útgáfa af aðgeðaráætlun í loftslagsmálum var gefin út júní 2020 þar sem kemur fram útfærsla á urðunarskatti. -Í byrjun október 2020 var tilkynnt að ekkert verði af urðunarskatti, 4 mánuðum eftir að aðgerðaráætlunin kemur fram. Fráfallið getur virst ekki svo alvarlegt í fyrstu. Þetta skilur “bara” eftir sig gat í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum upp á 28 þúsund CO2 ígildi á ári. Til samanburðar þá losaði urðun sorps 214 þúsund CO2 ígildi árið 2018. Munum að allur sá árangur sem ekki næst fyrir árið 2030 mun komandi kynslóð þurfa að bæta upp fyrir á áratugnum á eftir vegna þess að Ísland stefnir að kolefnishlutleysi 2040. En það er ekki nóg með það. Umrædd ákvörðun ríkisstjórnar er fordæmisgefandi og það vekur áhyggjur um að fleiri aðgerðir í aðgerðaáætluninni verði ekki að veruleika af svipuðum ástæðum. Í úttekt Capacent á stjórnsýslu í loftslagsmálum sem unnin var í samvinnu við loftslagsráð segir “Framkvæmdavald á öllum stjórnsýslustigum gegnir lykilhlutverki en stórauka þarf samstillingu milli og innan stjórnsýslustiga og getu til að virkja framfaravilja, nýsköpunarkraft og samheldni þeirra sem landið byggja” Úttektin kom út í júní 2020 og lýsir vandamálinu. Fráfall frá urðunarskatti er því líklega sýnidæmi af því sem koma skal verði ekki átak innan stjórnsýslunnar. Með því að setja fram aðgerðaráætlun sem síðan ekki ríkir samstaða um er almenningi gefið falskt öryggi. Ímynd stjórnvalda bendir til að málefnið skipti þau máli en gjörðirnar sýna annað. Verður fleiri málefnum leyft að staðna og síðan fallið frá þeim vegna þess að ekki er nægilegt samstarf milli stjórnsýslustiga? Það er augljóst að hér skortir einfaldlega vilja og málefnið er ekki hátt í forgangsröðinni. Aðgerðaráætlunin eins og hún er nú er ekki nógu metnaðarfull að mati Ungra umhverfissinna (UU), Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Sjá umsögn hér. Í ljósi þess er enn mikilvægara að allar aðgerðir sem í henni eru verði að veruleika. Annað er vanvirðing við okkur öll. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun