Sagðir hafa hótað drengnum ofbeldi með ostaskera og pinna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2020 13:01 Mennirnir voru handteknir á Akureyri. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur vísað frá kröfu annars þeirra sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við frelssissviptingarmál á Akureyri í síðustu viku, þess efnis að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn og félagi hans séu grunaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi sínu í tvær klukkustundir, rakað af honum hárið og hótað honum og fjölskyldu hans. Mennirnir tveir voru handteknir í síðustu viku af sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Norðurlandi eystra. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október, grunaðir um að hafa í sameiningu svipt ungan mann frelsi sínu, beitt hann ofbeldi og haft í hótunum við hann um frekara ofbeldi gagnvart ættingjum hans ef hann greiddi þeim ekki háa fjárhæð, að því er segir í færslu lögreglunnar um málið frá síðustu viku. Handtekinn með amfetamín og e-pillur Lögmaður annars þeirra skaut málinu til Landsréttar sem vísaði því frá fyrir helgi á þeim grundvelli að kæran fullnægði ekki lögum um meðferð sakamála. Í úrskurðinum er málið rakið. Þar segir að brotaþolinn hafi upphaflega verið handtekinn þann 9. október með um 140 grömm af amfetamíni og nokkrar e-pillur. Taldi lögregla ljóst að hluti efnanna væri ætlaður til sölu auk þess sem að lögregla rannsakaði hvaðan efnið hafi komið. Hárið rakað af að hluta Grunur beindist að því að efnin hafi komið frá tilgreindum manni. Húsleit heima hjá honum varð til þess að lagt var hald á hvítt efni sem lögreglu gruni að séu fíkniefni. Nokkrum dögum síðar fékk lögregla tilkynningu um að setið hefði verið fyrir drengnum, hann frelssisviptur og farið með hann á heimili mannsins sem húsleitin var gerð hjá. Í úrskurði Landsréttar er atburðum lýst svo, samkvæmt lýsingu brotaþola, að mennirnir tveir hafi haldið honum föngnum í tvær klukkustundir, slegið hann utan undir, tekið hann hálstaki, rakað hluta af hári hans af, þeir hafi hótað að skera tattú af hendi hans með ostaskera og að pinna yrði stungið í augað á honum. Á meðan þessu stóð eru mennirnir jafnframt sagðir hafa hótað fjölskyldu brotaþola og að honum hafi aðeins verið sleppt með því skilyrði að hann borgaði einhverja ótilgreinda peningaupphæð daginn eftir, auk þess sem að hann afhenti mönnunum bíl sinn. Mennirnir tveir sitja í gæsluvarðhaldi í fangelsinu í Hólmsheiði fram á miðvikudag, en í upphaflegri gæsluvarðhaldskröfu sem Héraðsdómur Norðurlands eystra samþykkti var þess meðal annars óskað að dómurinn tæki tillit til þess að fangelsinu á Akureyri hafi verið lokað. Lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að vista menn í gæsluvarðhaldi í fangageymslum lögreglu auk þess sem það geti verið skaðlegt fyrir rannsóknina. Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Landsréttur hefur vísað frá kröfu annars þeirra sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við frelssissviptingarmál á Akureyri í síðustu viku, þess efnis að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn og félagi hans séu grunaðir um að hafa svipt ungan mann frelsi sínu í tvær klukkustundir, rakað af honum hárið og hótað honum og fjölskyldu hans. Mennirnir tveir voru handteknir í síðustu viku af sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Norðurlandi eystra. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. október, grunaðir um að hafa í sameiningu svipt ungan mann frelsi sínu, beitt hann ofbeldi og haft í hótunum við hann um frekara ofbeldi gagnvart ættingjum hans ef hann greiddi þeim ekki háa fjárhæð, að því er segir í færslu lögreglunnar um málið frá síðustu viku. Handtekinn með amfetamín og e-pillur Lögmaður annars þeirra skaut málinu til Landsréttar sem vísaði því frá fyrir helgi á þeim grundvelli að kæran fullnægði ekki lögum um meðferð sakamála. Í úrskurðinum er málið rakið. Þar segir að brotaþolinn hafi upphaflega verið handtekinn þann 9. október með um 140 grömm af amfetamíni og nokkrar e-pillur. Taldi lögregla ljóst að hluti efnanna væri ætlaður til sölu auk þess sem að lögregla rannsakaði hvaðan efnið hafi komið. Hárið rakað af að hluta Grunur beindist að því að efnin hafi komið frá tilgreindum manni. Húsleit heima hjá honum varð til þess að lagt var hald á hvítt efni sem lögreglu gruni að séu fíkniefni. Nokkrum dögum síðar fékk lögregla tilkynningu um að setið hefði verið fyrir drengnum, hann frelssisviptur og farið með hann á heimili mannsins sem húsleitin var gerð hjá. Í úrskurði Landsréttar er atburðum lýst svo, samkvæmt lýsingu brotaþola, að mennirnir tveir hafi haldið honum föngnum í tvær klukkustundir, slegið hann utan undir, tekið hann hálstaki, rakað hluta af hári hans af, þeir hafi hótað að skera tattú af hendi hans með ostaskera og að pinna yrði stungið í augað á honum. Á meðan þessu stóð eru mennirnir jafnframt sagðir hafa hótað fjölskyldu brotaþola og að honum hafi aðeins verið sleppt með því skilyrði að hann borgaði einhverja ótilgreinda peningaupphæð daginn eftir, auk þess sem að hann afhenti mönnunum bíl sinn. Mennirnir tveir sitja í gæsluvarðhaldi í fangelsinu í Hólmsheiði fram á miðvikudag, en í upphaflegri gæsluvarðhaldskröfu sem Héraðsdómur Norðurlands eystra samþykkti var þess meðal annars óskað að dómurinn tæki tillit til þess að fangelsinu á Akureyri hafi verið lokað. Lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að vista menn í gæsluvarðhaldi í fangageymslum lögreglu auk þess sem það geti verið skaðlegt fyrir rannsóknina.
Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira