Körfubolti

Tryggvi með rétt tæplega 82 prósent skotnýtingu í spænsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason í leik með Casademont Zaragoza en hann hefur staðið sig mjög vel á þessu tímabili.
Tryggvi Snær Hlinason í leik með Casademont Zaragoza en hann hefur staðið sig mjög vel á þessu tímabili. Getty/Islam Yakut

Tryggvi Snær Hlinason er að standa sig vel með Casademont Zaragoza í spænsku ACB deildinni í körfubolta en íslenski miðherjinn er að nýta mínúturnar og skotin sín afar vel.

Tryggvi Snær Hlinason er með 11,8 stig og 6,7 fráköst að meðaltali á 20,5 mínútum í fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu en hann hefur skorað tíu stig eða meira í öllum leikjum sínum.

Tryggvi Snær var með 10 stig og 9 fráköst í sigri Casademont Zaragoza á UCAM Murcia CB í gær.

Tryggvi nýtti öll fimm skotin sín í leiknum en fjórar af fimm körfum hans voru troðslur.

Tryggvi hefur þar með nýtt 31 af 38 skotum sínum í fyrstu sex umferðum tímabilsins og er því með 81,6 prósent skotnýtingu sem er stórkostleg nýting.

Tryggvi hefur nýtt 52,9 prósent víta sinna (9 af 17) og vill örugglega bæta þá nýtingu á næstunni.

Hér fyrir neðan má sjá Tryggva troða boltanum í körfuna í leiknum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×