Komu í veg fyrir 10.000 manna brúðkaup í New York Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 16:27 Tveir strangtrúaðir gyðingar ganga um grímulausir í Williamsburg í Brooklyn. Smituðum í samfélagi þeirra hefur farið fjölgandi undanfarið. Vísir/EPA Heilbrigðisyfirvöld í New York komu í veg fyrir að samfélag strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn héldi brúðkaupsveislu fyrir allt að 10.000 manns í dag. Fimmtíu manns samkomutakmarkanir eru í gildi í borginni vegna kórónuveirufaraldursins en strangtrúaðir gyðingar hafa amast gegn reglunum. Leiðtogar safnaðarins í Yetev Lev D‘Satmar-bænahúsinu sökuðu yfirvöld í New York um „tilefnislausar árásir“ á brúðkaup barnabarns rabbínans sem átti að fara fram í dag. Athöfnin og hátíðarmálsverður hefði aðeins verið opinn nánustu fjölskyldu og almenningi hefði aðeins verið boðið að vera viðstaddur hluta hátíðarhaldanna. Framkvæmdastjóri heilbrigðismála í New York ákvað að grípa persónulega inn í brúðkaupsáformin vegna ótta yfirvalda við að þúsundir manna gætu komið saman þar. Yfirvöld höfðu spurnir af því að von væri á gestum frá öðrum landshlutum þar sem skæðar kórónuveiruhópsýkingar geisa. Lét hann lögreglufulltrúa afhenda leiðtogum bænahússins tilskipun um bannið á föstudag, að sögn New York Times. New York-borg fór sérstaklega illa út úr fyrstu bylgju faraldursins í vetur og vor en hann hefur blossað upp aftur nú í haus, sérstaklega í Brooklyn, Queens og í sýslum fyrir norðan borgina. Töluverður núningur hefur verið á milli Andrews Cuomo, ríkisstjóra, og samfélags strangtrúaðra gyðinga sem telur á sig hallað með sóttvarnaaðgerðum. Sumir þeirra hafa sakað yfirvöld um að beina spjótum sínum sérstaklega að sér vegna trúar þeirra. Veira hefur breiðst út í hópi strangtrúaðra gyðinga sem búa þétt í nánu sambýli við aðra. Þeir eru jafnframt sagðir vantreysta veraldlegum yfirvöldum og vísindum. Cuomo segir aftur á móti að aðgerðirnar hafi leitt til fækkunar nýrra smita. Ástandið sé hins vegar enn ekki nógu gott í sumum hlutum borgarinnar, þar á meðal í Wlilliamsburg þar sem brúðkaupið átti að fara fram. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í New York komu í veg fyrir að samfélag strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn héldi brúðkaupsveislu fyrir allt að 10.000 manns í dag. Fimmtíu manns samkomutakmarkanir eru í gildi í borginni vegna kórónuveirufaraldursins en strangtrúaðir gyðingar hafa amast gegn reglunum. Leiðtogar safnaðarins í Yetev Lev D‘Satmar-bænahúsinu sökuðu yfirvöld í New York um „tilefnislausar árásir“ á brúðkaup barnabarns rabbínans sem átti að fara fram í dag. Athöfnin og hátíðarmálsverður hefði aðeins verið opinn nánustu fjölskyldu og almenningi hefði aðeins verið boðið að vera viðstaddur hluta hátíðarhaldanna. Framkvæmdastjóri heilbrigðismála í New York ákvað að grípa persónulega inn í brúðkaupsáformin vegna ótta yfirvalda við að þúsundir manna gætu komið saman þar. Yfirvöld höfðu spurnir af því að von væri á gestum frá öðrum landshlutum þar sem skæðar kórónuveiruhópsýkingar geisa. Lét hann lögreglufulltrúa afhenda leiðtogum bænahússins tilskipun um bannið á föstudag, að sögn New York Times. New York-borg fór sérstaklega illa út úr fyrstu bylgju faraldursins í vetur og vor en hann hefur blossað upp aftur nú í haus, sérstaklega í Brooklyn, Queens og í sýslum fyrir norðan borgina. Töluverður núningur hefur verið á milli Andrews Cuomo, ríkisstjóra, og samfélags strangtrúaðra gyðinga sem telur á sig hallað með sóttvarnaaðgerðum. Sumir þeirra hafa sakað yfirvöld um að beina spjótum sínum sérstaklega að sér vegna trúar þeirra. Veira hefur breiðst út í hópi strangtrúaðra gyðinga sem búa þétt í nánu sambýli við aðra. Þeir eru jafnframt sagðir vantreysta veraldlegum yfirvöldum og vísindum. Cuomo segir aftur á móti að aðgerðirnar hafi leitt til fækkunar nýrra smita. Ástandið sé hins vegar enn ekki nógu gott í sumum hlutum borgarinnar, þar á meðal í Wlilliamsburg þar sem brúðkaupið átti að fara fram.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira