Vafasöm COVID-umræða í gangi; staðir smita ekki, heldur menn Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. október 2020 13:02 Í gær eða fyrradag lagði sóttvarnalæknir að heilbrigðisráðherra með það, að líkamsræktarstövum yrði lokað. Ástæðan var sú, að fyrir nokkru hefðu komið upp tiltekinn fjöldi smita á líkamsræktarstöðvum, sem síðan hefði valdið öðrum smitum. Fyrir mér var þetta vafasamur málflutningur; verustaðir, vinnustaðir eða þjónustustaðir, sem slíkir, smita ekki. Það er bara fólk, sem smitar fólk. Auðvitað kann hættan að vera meiri, þar sem fleiri koma saman, en, í reynd, snýst þetta ekki um fjölda, heldur framferði; nota menn andlitsgrímur, eins og frekast er unnt, halda menn fjarlægð, er loftræsting góð, er fyllsta hreinlætis gætt? Þetta eru ráðandi atriði. Við getum tekið flugvélar, þar sem mikið er af fólki og oft þétt setið - hver upp í öðrum - tímum saman, en a) grímuskylda gildir b) loftræsting er góð. Ekki hefur komið framan, að menn hafi smitast mikið þar, en undirritaður var sjálfur í fjórum svona flugum nýlega. Hin hlið málsins Það kom fram í fréttum, að jafnvel fleiri stundi líkamsrækt í líkamsræktarstöðvum höfuðborgarsvæðisins, en nemendur skóla eru á svæðinu, og, ef þetta er rétt, þá sýnir það, hversu líkamsrækt er mörgum mikilvæg, og, auðvitað, er hún afar dýrmæt fyrir almennt heilsufar. Líkamsrækt er að sjálfsögðu af hinu góða og hluti af því heilbrigða líferni, sem æskilegt er, að þjóðin ástundi. Af þessu má sjá, að sóttvarnalæknir virðist fátt sjá, nema COVID, og það - fyrir mér - með þröngum sjónarvinkli, heldur ekki önnur heilbrigðismál, eins og hér. Sem betur fer tók heilbrigðisráðherra loks af skarið Í fyrstu bylgju, sem var auðvitað mjög alvarleg og illviðráðanleg, enda urðu þá 7 af hverjum 100, sem smituðust, að fara á spítala, og margir í gjörgæzlu, fyrir utan það, að 10 létust, sem var auðvitað það alvarlegasta, þá var eðlilegt, að ráðherra og ríkisstjórn létu sóttvarnasjónarmið ráða, á kostnað nánast alls annars. En nú, í annari bylgju, sem er miklu veikari, aðeins 2 af hverjum 100 þurfa á innlögn að halda, örfáir fara á gjörgæzlu og aðeins 1 hefur látizt, verður vitaskuld að skoða heildarmyndina í vaxandi mæli; ekki aðeins það litla myndbrot mann- og atvinnulífs, sem COVID er. Það var því mikið gleðiefni að sjá, að Svandís Svararsdóttir ákvað nú loks, að taka stjórnvölinn í sínar hendur, og stjórna á grundvelli samræmis og skv. stærri mynd, en bara COVID. Nú þarf hún og ríkisstjórn, að yfirtaka heildarstjórnun, eins og þau voru kjörin til, sóttvarnalæknir heldur auðvitað áfram, að koma með sínar tillögur, eins og hann var ráðinn til, en vonandi fara þær smám saman meira yfir á grundvöll meðalhófs og samræmis. Og, ekki stóð á sumum fjölmiðlum að taka þátt í ruglinu Þegar ráðherra ákvað að fylgja sinni dómgreind og vinna á grundvelli samræmis og meðalhófs, snéru sumir fjölmiðlar sér að ráðherra nánast með ásökunum fyrir það, að hafa ekki fylgt tillögum sóttvarnalæknis. Sumir virðast halda að hann sé nýr kóngur landsins. Í þessu sambandi verður að vekja athygli á því, hversu passívur fréttaflutningur sumra fjölmiðla hefur verið í COVID-málum, meira páfagauks fréttaflutningur, en gagnrýninn og krefjandi fréttaflutningur, eins og fyllstu efni standa til, enda margur fréttamaðurinn fremur ungur, að því er virðist lítið reyndur, og, það, sem verst er; margur fréttamaðurinn virðist lítið skoða eða rannsaka málin, þannig, að hann geti byggt um eiginn vitneskju og þekkingu og krafið sóttvarnalækni og stjórnvöld svara og skýringa á sterkum þekkingarlegum grunni. Sannast þetta bezt á ruglinu um þriðju bylgjuna, sem engin er; við eru enn í annari bylgju. Auðvitað eru frá þessu vanhöldum fréttamanna góðar undan-tekningar, þar sem öflugir fréttamenn eru á ferð og láta sterkleg að sér kveða. „Thank god“. Frekari dæmi um veikingu veirunnar Í gær var það í fréttum, að 5 íbúar á öldrunarheimilinu Eir, væntanlega fólk á áttræðis- eða níræðisaldri, hefði smitast af COVID, án þess að fá afgerandi einkenni eða veikjast alvarlega. Í fyrstu bylgju er hætt við, að þetta hefði getað farið verr, en, sem betur fer, hefur veiran mildast mikið, þannig, að jafnvel þessi aldurshópur, sem er talinn í mestri hættu, slapp áffallalítið frá veirunni. Eins var það í fréttum, að togari hefði komið að landi, með 19 smitaða sjómenn, eftir margra vikna útilegu, og, að enginn hefði veikst alvarlega. Áður hafði komið fram hjá Íslenskri erfðagreiningu, að helmingur smitaðra, nú í annari bylgju, væri einkennalaus. Það hlýtur að fara að koma að því, að sóttvarnalæknir og ráðamenn - hér og annars staðar - fari að skilja, að fjöldi smita, einn sér, hefur litla þýðingu, heldur aðeins fjöldi þeirra, sem veikjast alvarlega, svo og dauðsföll, en þetta hvorttveggja er, nú í annari bylgju, vart svipur hjá sjón, miðað við það, sem var í fyrstu bylgju. Samkomutakmarkanir ekki endilega af hinu góða 11 veitingamenn í Berlin kærðu opnunar- og afgreiðslu-takmarkanir til dómsstóla þar. Dómur gekk þeim í vil og voru þessar takmarkanir sjórnvalda þar felldar úr gildi. Rökin skildust mér vera þessi: Annars vegar var hér gengið á rétt fólks til samkomu, samveru og athafna, og, hins vegar - og það var fyrir mér stóra málið - taldi dómstóllinn, að smithætta væri í raun minni á veitingastað, eða bar, þar sem grímuskylda, fjarlægðatakmarkanir og faglegar sóttvarnir giltu, enda strangt eftirlit með þeim, en heima fyrir, ef menn væru „hraktir“ þangað, frá veitingastöðum og börum, löngu áður en samveruvilja og samverugleði hefði verið fullnægt; einmitt heimapartí og einkasamkvæmi, þar sem engar reglur giltu og ekkert eftirlit væri, væru helztu smitmiðstöðvarnar (hot spots). Það eru 6 hliðar á teningnum. Höfundur er formaður ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í gær eða fyrradag lagði sóttvarnalæknir að heilbrigðisráðherra með það, að líkamsræktarstövum yrði lokað. Ástæðan var sú, að fyrir nokkru hefðu komið upp tiltekinn fjöldi smita á líkamsræktarstöðvum, sem síðan hefði valdið öðrum smitum. Fyrir mér var þetta vafasamur málflutningur; verustaðir, vinnustaðir eða þjónustustaðir, sem slíkir, smita ekki. Það er bara fólk, sem smitar fólk. Auðvitað kann hættan að vera meiri, þar sem fleiri koma saman, en, í reynd, snýst þetta ekki um fjölda, heldur framferði; nota menn andlitsgrímur, eins og frekast er unnt, halda menn fjarlægð, er loftræsting góð, er fyllsta hreinlætis gætt? Þetta eru ráðandi atriði. Við getum tekið flugvélar, þar sem mikið er af fólki og oft þétt setið - hver upp í öðrum - tímum saman, en a) grímuskylda gildir b) loftræsting er góð. Ekki hefur komið framan, að menn hafi smitast mikið þar, en undirritaður var sjálfur í fjórum svona flugum nýlega. Hin hlið málsins Það kom fram í fréttum, að jafnvel fleiri stundi líkamsrækt í líkamsræktarstöðvum höfuðborgarsvæðisins, en nemendur skóla eru á svæðinu, og, ef þetta er rétt, þá sýnir það, hversu líkamsrækt er mörgum mikilvæg, og, auðvitað, er hún afar dýrmæt fyrir almennt heilsufar. Líkamsrækt er að sjálfsögðu af hinu góða og hluti af því heilbrigða líferni, sem æskilegt er, að þjóðin ástundi. Af þessu má sjá, að sóttvarnalæknir virðist fátt sjá, nema COVID, og það - fyrir mér - með þröngum sjónarvinkli, heldur ekki önnur heilbrigðismál, eins og hér. Sem betur fer tók heilbrigðisráðherra loks af skarið Í fyrstu bylgju, sem var auðvitað mjög alvarleg og illviðráðanleg, enda urðu þá 7 af hverjum 100, sem smituðust, að fara á spítala, og margir í gjörgæzlu, fyrir utan það, að 10 létust, sem var auðvitað það alvarlegasta, þá var eðlilegt, að ráðherra og ríkisstjórn létu sóttvarnasjónarmið ráða, á kostnað nánast alls annars. En nú, í annari bylgju, sem er miklu veikari, aðeins 2 af hverjum 100 þurfa á innlögn að halda, örfáir fara á gjörgæzlu og aðeins 1 hefur látizt, verður vitaskuld að skoða heildarmyndina í vaxandi mæli; ekki aðeins það litla myndbrot mann- og atvinnulífs, sem COVID er. Það var því mikið gleðiefni að sjá, að Svandís Svararsdóttir ákvað nú loks, að taka stjórnvölinn í sínar hendur, og stjórna á grundvelli samræmis og skv. stærri mynd, en bara COVID. Nú þarf hún og ríkisstjórn, að yfirtaka heildarstjórnun, eins og þau voru kjörin til, sóttvarnalæknir heldur auðvitað áfram, að koma með sínar tillögur, eins og hann var ráðinn til, en vonandi fara þær smám saman meira yfir á grundvöll meðalhófs og samræmis. Og, ekki stóð á sumum fjölmiðlum að taka þátt í ruglinu Þegar ráðherra ákvað að fylgja sinni dómgreind og vinna á grundvelli samræmis og meðalhófs, snéru sumir fjölmiðlar sér að ráðherra nánast með ásökunum fyrir það, að hafa ekki fylgt tillögum sóttvarnalæknis. Sumir virðast halda að hann sé nýr kóngur landsins. Í þessu sambandi verður að vekja athygli á því, hversu passívur fréttaflutningur sumra fjölmiðla hefur verið í COVID-málum, meira páfagauks fréttaflutningur, en gagnrýninn og krefjandi fréttaflutningur, eins og fyllstu efni standa til, enda margur fréttamaðurinn fremur ungur, að því er virðist lítið reyndur, og, það, sem verst er; margur fréttamaðurinn virðist lítið skoða eða rannsaka málin, þannig, að hann geti byggt um eiginn vitneskju og þekkingu og krafið sóttvarnalækni og stjórnvöld svara og skýringa á sterkum þekkingarlegum grunni. Sannast þetta bezt á ruglinu um þriðju bylgjuna, sem engin er; við eru enn í annari bylgju. Auðvitað eru frá þessu vanhöldum fréttamanna góðar undan-tekningar, þar sem öflugir fréttamenn eru á ferð og láta sterkleg að sér kveða. „Thank god“. Frekari dæmi um veikingu veirunnar Í gær var það í fréttum, að 5 íbúar á öldrunarheimilinu Eir, væntanlega fólk á áttræðis- eða níræðisaldri, hefði smitast af COVID, án þess að fá afgerandi einkenni eða veikjast alvarlega. Í fyrstu bylgju er hætt við, að þetta hefði getað farið verr, en, sem betur fer, hefur veiran mildast mikið, þannig, að jafnvel þessi aldurshópur, sem er talinn í mestri hættu, slapp áffallalítið frá veirunni. Eins var það í fréttum, að togari hefði komið að landi, með 19 smitaða sjómenn, eftir margra vikna útilegu, og, að enginn hefði veikst alvarlega. Áður hafði komið fram hjá Íslenskri erfðagreiningu, að helmingur smitaðra, nú í annari bylgju, væri einkennalaus. Það hlýtur að fara að koma að því, að sóttvarnalæknir og ráðamenn - hér og annars staðar - fari að skilja, að fjöldi smita, einn sér, hefur litla þýðingu, heldur aðeins fjöldi þeirra, sem veikjast alvarlega, svo og dauðsföll, en þetta hvorttveggja er, nú í annari bylgju, vart svipur hjá sjón, miðað við það, sem var í fyrstu bylgju. Samkomutakmarkanir ekki endilega af hinu góða 11 veitingamenn í Berlin kærðu opnunar- og afgreiðslu-takmarkanir til dómsstóla þar. Dómur gekk þeim í vil og voru þessar takmarkanir sjórnvalda þar felldar úr gildi. Rökin skildust mér vera þessi: Annars vegar var hér gengið á rétt fólks til samkomu, samveru og athafna, og, hins vegar - og það var fyrir mér stóra málið - taldi dómstóllinn, að smithætta væri í raun minni á veitingastað, eða bar, þar sem grímuskylda, fjarlægðatakmarkanir og faglegar sóttvarnir giltu, enda strangt eftirlit með þeim, en heima fyrir, ef menn væru „hraktir“ þangað, frá veitingastöðum og börum, löngu áður en samveruvilja og samverugleði hefði verið fullnægt; einmitt heimapartí og einkasamkvæmi, þar sem engar reglur giltu og ekkert eftirlit væri, væru helztu smitmiðstöðvarnar (hot spots). Það eru 6 hliðar á teningnum. Höfundur er formaður ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar