Knattspyrnusamband Íslands fékk það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum og ÍSÍ í dag að meistaraflokkar á höfuðborgarsvæðinu geti æft með ströngum skilyrðum. Hér er þá átt við leikmenn fædda árið 2004 og fyrr.
Leikmenn mega ekki snerta hvern annan á æfingum og það mega ekki vera yfir tuttugu í sama hólfi. Þá verður að virða tveggja metra nándarmörk.
Það þarf líka að passa vel upp á að sótthreinsa allan búnað eins og bolta og annað. Það þarf að gera fyrir og eftir æfingar.
Leikmenn mega senda boltann á milli sín en aðeins ef boltinn er ekki snertur á milli með höndum ólíkra aðila.
Einstaklingar sem ekki eru beinir þátttakendur í æfingunni (aðrir en leikmenn og þjálfarar) skulu nota andlitsgrímur.
Öðrum hefðbundnum sóttvörnum skal fylgt það er ekki hrækja eða snýta, ekki deila vatnsbrúsum og svo framvegis.
Geta meistaraflokkar á höfuðborgarsvæðinu æft? Svarið er já, meistaraflokkar geta æft. Nánar tiltekið geta leikmenn fæddir 2004 og fyrr æft með skilyrðum. https://t.co/4jJtxB1WYB
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 21, 2020