Leikið á Þorláksmessu og breytingar á bikarkeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2020 14:53 Körfuboltaáhugafólk fær nóg fyrir sinn snúð um jólin. vísir/vilhelm Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út nýtt keppnisdagatal fyrir Íslandsmótin í körfubolta auk þess sem fyrirkomulagi bikarkeppni karla hefur verið breytt. Ekki verður frí milli jóla og nýárs í Domino's deild karla eins og venjan er heldur verða fjórar umferðir leiknar þá. Fyrirhugaðir leikdagar eru 20. desember, 23. desember, 27. desember og 3. janúar. Hvað bikarkeppni karla varðar hefur drátturinn í 32-liða úrslit verið ógildur. Öll tólf liðin í Domino's deild karla fara í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. Liðin í 1. deild leika svo um hin fjögur sætin í 16-liða úrslitunum í landsleikjahléinu í næsta mánuði. Lið í 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni í ár. Engar breytingar verða gerðar á bikarkeppni kvenna. Hún hefst með 16-liða úrslitum 12. og 13. desember, sömu helgi og 16-liða úrslitin í bikarkeppni karla fara fram. Átta-liða úrslitin bikarkeppninnar fara fram í lok desember. Bikarhelgin verður svo um miðjan janúar. Áætlað er að keppni í Domino's deild karla ljúki 22. mars og keppni í Domino's deild kvenna 31. mars. Fréttatilkynning KKÍ BIKARKEPPNI KARLA Stjórn KKÍ ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 22. október breytingar á fyrirkomulagi bikarkeppni karla. Umræddar breytingar ná ekki yfir bikarkeppni kvenna þar sem konurnar fara beint í 16 liða úrslit. Ákvörðun stjórnar snýr að því að ógilda þann bikardrátt er fram fór 1. október sl. og leika sérstaka undankeppni 1. deildarliða að 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ, en öll 12 lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit keppninnar. Þetta þýðir að lið úr 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni þetta tímabilið. Það stefnir í þéttara leikjaprógram í Domino's og 1. deildum karla og kvenna eftir þær samkomutakmarkanir sem verið hafa í gildi síðustu vikur, en við það fækkar mögulegum leikdögum bikarkeppninnar. Stjórn KKÍ tók því þá erfiðu ákvörðun að gera þessar breytingar á bikarkeppninni sem gilda aðeins þetta tímabilið og eiga aðeins við um bikarkeppni karla. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi: Öll lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Öll lið 1. deildar leika undankeppni meðan landsleikjagluggi karla stendur yfir um að komast í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Undankeppnin fer svona fram: Leikin er forkeppni milli tveggja liða 1. deildar karla. Það kemur ljós í bikardrættinum hvaða tvö lið þurfa að leika forkeppni. Það lið sem vinnur leikinn í forkeppni kemst í pottinn með þeim 7 liðum 1. deildar karla sem eftir eru. Dregið verður um hvaða lið mætast, en þau fjögur lið sem vinna komast í 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ. Það er miður að taka hafi þurft ákvörðun sem þessa um bikarkeppni KKÍ, en ekki þykir fært að finna aðra leikdaga fyrir bikarkeppni KKÍ, eða seinka fleiri leikdögum í Domino's deild karla lengra inn í tímabilið. Mat stjórnar var því að þetta væri illskársti kosturinn af þeim sem fyrir lágu. KEPPNISDAGATAL KKÍ Mikil vinna hefur farið í keppnisdagatalið undanfarna daga. Helstu áhyggjur mótanefndar og starfsmanna sambandsins snéru að því hvenær væri hægt að hefja keppni eftir það æfingastopp sem hefur ríkt á höfuðborgarsvæðinu, en þær tilslakanir sem kynntar voru í vikunni þar sem lið á höfuðborgarsvæðinu gátu hafið æfingar að nýju án snertingar, slógu nokkuð á áhyggjurnar. Í fyrsta fasa er hér kynnt keppnisdagatal fyrir Domino's og 1. deildir karla og kvenna. Það dagatal hefur áhrif á annað keppnishald, en í næstu viku verður farið í það af fullum krafti að skoða leiki í yngri flokkum og neðri deildum. Við bendum á að þetta dagatal eru drög og getur því tekið breytingum. Nokkur atriði úr dagatalinu sem vert er að benda á: COV-L leikir í dagatalinu er svigrúm til að leika þá leiki sem fresta þarf vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Annað svigrúm í dagatalinu verður einnig notað til leikja sem frestað hefur verið vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Í Domino's deild karla verður leikið 20., 23. og 27. desember og 3. janúar. Leiktímar gætu dreifst að einhverju leyti innan viðkomandi daga þar sem gert er ráð fyrir fleiri leikjum í beina útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Eins og kemur fram að ofan, þá hafa 32 liða úrslit bikarkeppni KKÍ verið felld út. 16 liða úrslit verða leikin þar sem 8 liða úrslit voru áður fyrirhuguð. 8 liða úrslit bikarkeppni kvenna verða leikin 27. desember og 8 liða úrslit bikarkeppni karla verða leikin 30. desember. Landsleikjagluggar karla og kvenna lengjast vegna sóttkvíar leikmanna þegar heim er komið. Gætt er að því að ganga ekki á það svigrúm sem er til staðar í febrúar og mars eins og hægt er. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út nýtt keppnisdagatal fyrir Íslandsmótin í körfubolta auk þess sem fyrirkomulagi bikarkeppni karla hefur verið breytt. Ekki verður frí milli jóla og nýárs í Domino's deild karla eins og venjan er heldur verða fjórar umferðir leiknar þá. Fyrirhugaðir leikdagar eru 20. desember, 23. desember, 27. desember og 3. janúar. Hvað bikarkeppni karla varðar hefur drátturinn í 32-liða úrslit verið ógildur. Öll tólf liðin í Domino's deild karla fara í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. Liðin í 1. deild leika svo um hin fjögur sætin í 16-liða úrslitunum í landsleikjahléinu í næsta mánuði. Lið í 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni í ár. Engar breytingar verða gerðar á bikarkeppni kvenna. Hún hefst með 16-liða úrslitum 12. og 13. desember, sömu helgi og 16-liða úrslitin í bikarkeppni karla fara fram. Átta-liða úrslitin bikarkeppninnar fara fram í lok desember. Bikarhelgin verður svo um miðjan janúar. Áætlað er að keppni í Domino's deild karla ljúki 22. mars og keppni í Domino's deild kvenna 31. mars. Fréttatilkynning KKÍ BIKARKEPPNI KARLA Stjórn KKÍ ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 22. október breytingar á fyrirkomulagi bikarkeppni karla. Umræddar breytingar ná ekki yfir bikarkeppni kvenna þar sem konurnar fara beint í 16 liða úrslit. Ákvörðun stjórnar snýr að því að ógilda þann bikardrátt er fram fór 1. október sl. og leika sérstaka undankeppni 1. deildarliða að 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ, en öll 12 lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit keppninnar. Þetta þýðir að lið úr 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni þetta tímabilið. Það stefnir í þéttara leikjaprógram í Domino's og 1. deildum karla og kvenna eftir þær samkomutakmarkanir sem verið hafa í gildi síðustu vikur, en við það fækkar mögulegum leikdögum bikarkeppninnar. Stjórn KKÍ tók því þá erfiðu ákvörðun að gera þessar breytingar á bikarkeppninni sem gilda aðeins þetta tímabilið og eiga aðeins við um bikarkeppni karla. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi: Öll lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Öll lið 1. deildar leika undankeppni meðan landsleikjagluggi karla stendur yfir um að komast í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Undankeppnin fer svona fram: Leikin er forkeppni milli tveggja liða 1. deildar karla. Það kemur ljós í bikardrættinum hvaða tvö lið þurfa að leika forkeppni. Það lið sem vinnur leikinn í forkeppni kemst í pottinn með þeim 7 liðum 1. deildar karla sem eftir eru. Dregið verður um hvaða lið mætast, en þau fjögur lið sem vinna komast í 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ. Það er miður að taka hafi þurft ákvörðun sem þessa um bikarkeppni KKÍ, en ekki þykir fært að finna aðra leikdaga fyrir bikarkeppni KKÍ, eða seinka fleiri leikdögum í Domino's deild karla lengra inn í tímabilið. Mat stjórnar var því að þetta væri illskársti kosturinn af þeim sem fyrir lágu. KEPPNISDAGATAL KKÍ Mikil vinna hefur farið í keppnisdagatalið undanfarna daga. Helstu áhyggjur mótanefndar og starfsmanna sambandsins snéru að því hvenær væri hægt að hefja keppni eftir það æfingastopp sem hefur ríkt á höfuðborgarsvæðinu, en þær tilslakanir sem kynntar voru í vikunni þar sem lið á höfuðborgarsvæðinu gátu hafið æfingar að nýju án snertingar, slógu nokkuð á áhyggjurnar. Í fyrsta fasa er hér kynnt keppnisdagatal fyrir Domino's og 1. deildir karla og kvenna. Það dagatal hefur áhrif á annað keppnishald, en í næstu viku verður farið í það af fullum krafti að skoða leiki í yngri flokkum og neðri deildum. Við bendum á að þetta dagatal eru drög og getur því tekið breytingum. Nokkur atriði úr dagatalinu sem vert er að benda á: COV-L leikir í dagatalinu er svigrúm til að leika þá leiki sem fresta þarf vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Annað svigrúm í dagatalinu verður einnig notað til leikja sem frestað hefur verið vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Í Domino's deild karla verður leikið 20., 23. og 27. desember og 3. janúar. Leiktímar gætu dreifst að einhverju leyti innan viðkomandi daga þar sem gert er ráð fyrir fleiri leikjum í beina útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Eins og kemur fram að ofan, þá hafa 32 liða úrslit bikarkeppni KKÍ verið felld út. 16 liða úrslit verða leikin þar sem 8 liða úrslit voru áður fyrirhuguð. 8 liða úrslit bikarkeppni kvenna verða leikin 27. desember og 8 liða úrslit bikarkeppni karla verða leikin 30. desember. Landsleikjagluggar karla og kvenna lengjast vegna sóttkvíar leikmanna þegar heim er komið. Gætt er að því að ganga ekki á það svigrúm sem er til staðar í febrúar og mars eins og hægt er.
BIKARKEPPNI KARLA Stjórn KKÍ ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 22. október breytingar á fyrirkomulagi bikarkeppni karla. Umræddar breytingar ná ekki yfir bikarkeppni kvenna þar sem konurnar fara beint í 16 liða úrslit. Ákvörðun stjórnar snýr að því að ógilda þann bikardrátt er fram fór 1. október sl. og leika sérstaka undankeppni 1. deildarliða að 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ, en öll 12 lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit keppninnar. Þetta þýðir að lið úr 2. og 3. deild karla taka ekki þátt í bikarkeppninni þetta tímabilið. Það stefnir í þéttara leikjaprógram í Domino's og 1. deildum karla og kvenna eftir þær samkomutakmarkanir sem verið hafa í gildi síðustu vikur, en við það fækkar mögulegum leikdögum bikarkeppninnar. Stjórn KKÍ tók því þá erfiðu ákvörðun að gera þessar breytingar á bikarkeppninni sem gilda aðeins þetta tímabilið og eiga aðeins við um bikarkeppni karla. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi: Öll lið Domino's deildar karla fara beint í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Öll lið 1. deildar leika undankeppni meðan landsleikjagluggi karla stendur yfir um að komast í 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Undankeppnin fer svona fram: Leikin er forkeppni milli tveggja liða 1. deildar karla. Það kemur ljós í bikardrættinum hvaða tvö lið þurfa að leika forkeppni. Það lið sem vinnur leikinn í forkeppni kemst í pottinn með þeim 7 liðum 1. deildar karla sem eftir eru. Dregið verður um hvaða lið mætast, en þau fjögur lið sem vinna komast í 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ. Það er miður að taka hafi þurft ákvörðun sem þessa um bikarkeppni KKÍ, en ekki þykir fært að finna aðra leikdaga fyrir bikarkeppni KKÍ, eða seinka fleiri leikdögum í Domino's deild karla lengra inn í tímabilið. Mat stjórnar var því að þetta væri illskársti kosturinn af þeim sem fyrir lágu. KEPPNISDAGATAL KKÍ Mikil vinna hefur farið í keppnisdagatalið undanfarna daga. Helstu áhyggjur mótanefndar og starfsmanna sambandsins snéru að því hvenær væri hægt að hefja keppni eftir það æfingastopp sem hefur ríkt á höfuðborgarsvæðinu, en þær tilslakanir sem kynntar voru í vikunni þar sem lið á höfuðborgarsvæðinu gátu hafið æfingar að nýju án snertingar, slógu nokkuð á áhyggjurnar. Í fyrsta fasa er hér kynnt keppnisdagatal fyrir Domino's og 1. deildir karla og kvenna. Það dagatal hefur áhrif á annað keppnishald, en í næstu viku verður farið í það af fullum krafti að skoða leiki í yngri flokkum og neðri deildum. Við bendum á að þetta dagatal eru drög og getur því tekið breytingum. Nokkur atriði úr dagatalinu sem vert er að benda á: COV-L leikir í dagatalinu er svigrúm til að leika þá leiki sem fresta þarf vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Annað svigrúm í dagatalinu verður einnig notað til leikja sem frestað hefur verið vegna sóttkvíar eða einangrunar leikmannahópa. Í Domino's deild karla verður leikið 20., 23. og 27. desember og 3. janúar. Leiktímar gætu dreifst að einhverju leyti innan viðkomandi daga þar sem gert er ráð fyrir fleiri leikjum í beina útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Eins og kemur fram að ofan, þá hafa 32 liða úrslit bikarkeppni KKÍ verið felld út. 16 liða úrslit verða leikin þar sem 8 liða úrslit voru áður fyrirhuguð. 8 liða úrslit bikarkeppni kvenna verða leikin 27. desember og 8 liða úrslit bikarkeppni karla verða leikin 30. desember. Landsleikjagluggar karla og kvenna lengjast vegna sóttkvíar leikmanna þegar heim er komið. Gætt er að því að ganga ekki á það svigrúm sem er til staðar í febrúar og mars eins og hægt er.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Sjá meira