Varaforseti þýska þingsins látinn eftir að hafa hnigið niður skömmu fyrir viðtal Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2020 07:27 Thomas Oppermann hafði gegnt embætti varaforseta þýska þingsins frá árinu 2017. Getty Thomas Oppermann, varaforseti þýska þingsins, er látinn eftir að hafa hnigið niður skömmu fyrir tökur á sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Hann varð 66 ára. Fjöldi samflokksmanna Oppermann í þýska Jafnaðarmannaflokknum segist vera í áfalli vegna fréttanna af andláti Oppermann. Vinnumarkaðsmálaráðherrann Hubertus Heil staðfesti andlát Oppermann á Twitter-síðu sinni í morgun. Segist Heil vera mjög sorgmæddur vegna málsins. „Með ástríðu og skynsemi hefur Thomas þjónað landi okkar og jafnaðarmannastefnunni. Hugur minn er hjá fjölskyldu hans,“ sagði Heil. Die Nachricht vom plötzlichen Tode meines Kollegen und Genossen Thomas Oppermann erfüllt mich mit tiefer Trauer. Thomas hat sich mit Leidenschaft und Verstand um unser Land und die Sozialdemokratie verdient gemacht. Meine Gedanken sind bei seiner Familie.— Hubertus Heil (@hubertus_heil) October 26, 2020 DW segir frá því að Oppermann hafi hnigið niður í gærkvöldi þar sem sjónvarpsstöðin ZDF var að fara að ræða við hann. Oppermann hafi í kjölfarið verið fluttur á sjúkrahús og lést hann svo snemma í morgun. Oppermann hóf stjórnmálaferil sinn á níunda áratugnum, fyrst í Neðra Saxlandi þar sem hann gegndi meðal annars embætti ráðherra vísindamála. Færði hann sig svo yfir í landsmálin. Oppermann greindi frá því í sumar að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri í þingkosningunum sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. Hann hafði gegnt embætti varaforseta þingsins frá því í október 2017. Áður hafði hann gegnt stöðu þingflokksformanns hjá Jafnaðarmannaflokknum. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Oppermann hafi hnigið í miðju viðtali, en hið rétta er að það gerðist skömmu áður en viðtalið átti að hefjast. Þýskaland Andlát Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Thomas Oppermann, varaforseti þýska þingsins, er látinn eftir að hafa hnigið niður skömmu fyrir tökur á sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Hann varð 66 ára. Fjöldi samflokksmanna Oppermann í þýska Jafnaðarmannaflokknum segist vera í áfalli vegna fréttanna af andláti Oppermann. Vinnumarkaðsmálaráðherrann Hubertus Heil staðfesti andlát Oppermann á Twitter-síðu sinni í morgun. Segist Heil vera mjög sorgmæddur vegna málsins. „Með ástríðu og skynsemi hefur Thomas þjónað landi okkar og jafnaðarmannastefnunni. Hugur minn er hjá fjölskyldu hans,“ sagði Heil. Die Nachricht vom plötzlichen Tode meines Kollegen und Genossen Thomas Oppermann erfüllt mich mit tiefer Trauer. Thomas hat sich mit Leidenschaft und Verstand um unser Land und die Sozialdemokratie verdient gemacht. Meine Gedanken sind bei seiner Familie.— Hubertus Heil (@hubertus_heil) October 26, 2020 DW segir frá því að Oppermann hafi hnigið niður í gærkvöldi þar sem sjónvarpsstöðin ZDF var að fara að ræða við hann. Oppermann hafi í kjölfarið verið fluttur á sjúkrahús og lést hann svo snemma í morgun. Oppermann hóf stjórnmálaferil sinn á níunda áratugnum, fyrst í Neðra Saxlandi þar sem hann gegndi meðal annars embætti ráðherra vísindamála. Færði hann sig svo yfir í landsmálin. Oppermann greindi frá því í sumar að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri í þingkosningunum sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. Hann hafði gegnt embætti varaforseta þingsins frá því í október 2017. Áður hafði hann gegnt stöðu þingflokksformanns hjá Jafnaðarmannaflokknum. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Oppermann hafi hnigið í miðju viðtali, en hið rétta er að það gerðist skömmu áður en viðtalið átti að hefjast.
Þýskaland Andlát Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira