Ógnarstjórn er víða í atvinnulífinu! Flosi Eiríksson skrifar 26. október 2020 15:00 Viðbrögð og umræður um mál sem upp koma geta varpað skýru ljósi á ýmsa þætti í samfélaginu. Þetta hefur komið mjög skýrt fram í umræðum um COVID-smit um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni og forkastanlegum vinnubrögðum útgerðarinnar, Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. Í viðtali við Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, kom fram m.a. að þetta væri nú ekki einsdæmi og að ,,ógnarstjórn væri víða í atvinnulífinu“ það segir býsna magnaða sögu um okkar samfélag að þessi yfirlýsing forystumanns á hægri væng stjórnmálanna hafi ekki fengið mikil viðbrögð eða mótmæli. Það væri ástæða fyrir suma að velta fyrir sér viðbrögðunum hjá leiðarahöfundum og ýmsum talsmönnum atvinnurekenda ef einhver í verkalýðshreyfingunni hefði tekið svona til orða. Ég er til dæmis að vísa til forystumanna SAF svo það sé bara sagt. Ráðherrann vonaði líka að hásetinn sem lýsti aðstæðum um borð myndi ekki missa vinnuna, en virtist allt eins gera ráð fyrir því, sem byggir trúlega á reynslu hans og samskiptum við útgerðarmenn. Það var óhugnanlegt að lesa um fyrirmæli útgerðarinnar um að sjómennirnir mættu ekki ræða málið. Aftur var það lýsandi að ekki hefur heyrst múkk eða mö í þeim sem oft tala mikið um málfrelsið og réttindi fólks til að hrauna yfir minnihlutahópa og útvarpa fordómum sínum og hatursorðræðu. Annað mál kom upp í vikunni þar sem fyrirtækið Hvalur hf. var dæmt til að greiða starfsmönnum sínum rúmar 100 milljónir í vandgoldin laun, aftur í tímann. Verkalýðsfélag Akranes hefur rekið það mál af einurð fyrir hönd sinna félagsmanna, en forsvarsmenn Hvals hafa meðal annars borið fyrir sig að starfsmennirnir hafi sýnt „tómlæti“ af því að þeir áttuðu sig ekki strax á svikunum og því eigi þeir ekkert skilið! Ekki hefur farið mikið fyrir umræðu um þennan launaþjófnað eða þann ósvífna málflutning sem þarna hefur komið fram. Engu að síður standa samtök atvinnurekenda gegn því að löggjöf sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninganna, um viðurlög við launaþjónaði, nái fram að ganga. Ógnarstjórnin í atvinnnulífinu er víða. Þessi tvö mál varpa skýru ljósi á þann tvískinnung sem er í tali sumra talsmanna atvinnurekenda um samfélagslega ábyrgð þeirra og yfirlýsingum um að hagsmunir starfsfólks séu þeim efst í hug. Fréttatilkynningar og auglýsingaherferðir hafa það að markmiði að hafa áhrif á umræðuna í samfélaginu, þagga niður í gagnrýni umræðu og skapa ákveðna jákvæða ímynd. Öllum þeim fjármunum sem í það fara og orku væri betur varið í að standa við kjarasamninga og tryggja lögboðin réttindi launafólks. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Vinnumarkaður Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð og umræður um mál sem upp koma geta varpað skýru ljósi á ýmsa þætti í samfélaginu. Þetta hefur komið mjög skýrt fram í umræðum um COVID-smit um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni og forkastanlegum vinnubrögðum útgerðarinnar, Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. Í viðtali við Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, kom fram m.a. að þetta væri nú ekki einsdæmi og að ,,ógnarstjórn væri víða í atvinnulífinu“ það segir býsna magnaða sögu um okkar samfélag að þessi yfirlýsing forystumanns á hægri væng stjórnmálanna hafi ekki fengið mikil viðbrögð eða mótmæli. Það væri ástæða fyrir suma að velta fyrir sér viðbrögðunum hjá leiðarahöfundum og ýmsum talsmönnum atvinnurekenda ef einhver í verkalýðshreyfingunni hefði tekið svona til orða. Ég er til dæmis að vísa til forystumanna SAF svo það sé bara sagt. Ráðherrann vonaði líka að hásetinn sem lýsti aðstæðum um borð myndi ekki missa vinnuna, en virtist allt eins gera ráð fyrir því, sem byggir trúlega á reynslu hans og samskiptum við útgerðarmenn. Það var óhugnanlegt að lesa um fyrirmæli útgerðarinnar um að sjómennirnir mættu ekki ræða málið. Aftur var það lýsandi að ekki hefur heyrst múkk eða mö í þeim sem oft tala mikið um málfrelsið og réttindi fólks til að hrauna yfir minnihlutahópa og útvarpa fordómum sínum og hatursorðræðu. Annað mál kom upp í vikunni þar sem fyrirtækið Hvalur hf. var dæmt til að greiða starfsmönnum sínum rúmar 100 milljónir í vandgoldin laun, aftur í tímann. Verkalýðsfélag Akranes hefur rekið það mál af einurð fyrir hönd sinna félagsmanna, en forsvarsmenn Hvals hafa meðal annars borið fyrir sig að starfsmennirnir hafi sýnt „tómlæti“ af því að þeir áttuðu sig ekki strax á svikunum og því eigi þeir ekkert skilið! Ekki hefur farið mikið fyrir umræðu um þennan launaþjófnað eða þann ósvífna málflutning sem þarna hefur komið fram. Engu að síður standa samtök atvinnurekenda gegn því að löggjöf sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninganna, um viðurlög við launaþjónaði, nái fram að ganga. Ógnarstjórnin í atvinnnulífinu er víða. Þessi tvö mál varpa skýru ljósi á þann tvískinnung sem er í tali sumra talsmanna atvinnurekenda um samfélagslega ábyrgð þeirra og yfirlýsingum um að hagsmunir starfsfólks séu þeim efst í hug. Fréttatilkynningar og auglýsingaherferðir hafa það að markmiði að hafa áhrif á umræðuna í samfélaginu, þagga niður í gagnrýni umræðu og skapa ákveðna jákvæða ímynd. Öllum þeim fjármunum sem í það fara og orku væri betur varið í að standa við kjarasamninga og tryggja lögboðin réttindi launafólks. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar