Lögmaður talar fyrir valdaráni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 27. október 2020 10:31 Athyglisvert að heyra „virtan“ lögmann, að eigin sögn baráttumann fyrir lýðræði, tala í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir valdaráni til þess að koma tillögum stjórnlagaráðs í gegnum þingið. Það sé aldrei beinlínis kosið um stjórnarskrá í almennum þingkosningum, heldur um pyngju fólks. Þess vegna muni seint eða illa ganga að kjósa saman þing með meirihluta fyrir tillögum stjórnlagaráðs. En það er þó kannski helsti Akkilesarhæll þeirra sem tala fyrir tillögum stjórnlagaráðs, að þeir eru í takmörkuðu sambandi við þarfir almennings og fyrirtækja í landinu til þess að hér ríki hér eftir sem hingað blómlegt atvinnu og mannlíf. Væri slíkt sambandi fyrir hendi hjá þessu fólki, má alveg gera ráð fyrir því að í einhverjum af þeim þremur þingkosningum sem haldnar hafa verið frá því að tillögur stjórnlagaráðs voru lagðar fram væri kominn flokkur í forystu landsmála sem byggi bæði yfir skilningi á þörfum almennings og fyrirtækja í landinu ásamt því að brenna fyrir tillögum stjórnlagaráðs. Einhverra hluta vegna virðist hins vegar afar djúpt á slíkum flokki. Eða kannski er það bara svo að í stóra samhenginu skipti tillögur stjórnlagaráðs landsmenn afar takmörkuðu máli. Lögmaðurinn gerir sér væntanlega grein fyrir því að sá meirihluti sem skipaður yrði af valdaræningjunum til þess að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs þyrfti að lifa næstu þingkosningar af svo seinna samþykkið sem bundið er í stjórnarskrá nái í gegn. Þá er spurning hvort að staðan verði þá þannig að loknu því kjörtímabili sem valdaræningjarnir samþykkja tillögurnar að þeir þurfi að hunsa almennar þingkosningar þ.e. að ræna völdum aftur svo seinna samþykkið á tillögum stjórnlagaráðs nái í gegn. Nema auðvitað að lögmaðurinn sé að tala fyrir því að valdaráninu fylgi Venesúelskt stjórnskipulag sem leiða muni tillögur stjórnlagaráðs í lög með andlýðræðislegum tilskipunum byltingarforingjans eða byltingarráðsins. En þá er auðvitað þetta lýðræði og þau mannréttindi sem lögmaðurinn segist brenna fyrir löngu komin út í skurð. Höfundur er 2. varaformaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Athyglisvert að heyra „virtan“ lögmann, að eigin sögn baráttumann fyrir lýðræði, tala í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir valdaráni til þess að koma tillögum stjórnlagaráðs í gegnum þingið. Það sé aldrei beinlínis kosið um stjórnarskrá í almennum þingkosningum, heldur um pyngju fólks. Þess vegna muni seint eða illa ganga að kjósa saman þing með meirihluta fyrir tillögum stjórnlagaráðs. En það er þó kannski helsti Akkilesarhæll þeirra sem tala fyrir tillögum stjórnlagaráðs, að þeir eru í takmörkuðu sambandi við þarfir almennings og fyrirtækja í landinu til þess að hér ríki hér eftir sem hingað blómlegt atvinnu og mannlíf. Væri slíkt sambandi fyrir hendi hjá þessu fólki, má alveg gera ráð fyrir því að í einhverjum af þeim þremur þingkosningum sem haldnar hafa verið frá því að tillögur stjórnlagaráðs voru lagðar fram væri kominn flokkur í forystu landsmála sem byggi bæði yfir skilningi á þörfum almennings og fyrirtækja í landinu ásamt því að brenna fyrir tillögum stjórnlagaráðs. Einhverra hluta vegna virðist hins vegar afar djúpt á slíkum flokki. Eða kannski er það bara svo að í stóra samhenginu skipti tillögur stjórnlagaráðs landsmenn afar takmörkuðu máli. Lögmaðurinn gerir sér væntanlega grein fyrir því að sá meirihluti sem skipaður yrði af valdaræningjunum til þess að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs þyrfti að lifa næstu þingkosningar af svo seinna samþykkið sem bundið er í stjórnarskrá nái í gegn. Þá er spurning hvort að staðan verði þá þannig að loknu því kjörtímabili sem valdaræningjarnir samþykkja tillögurnar að þeir þurfi að hunsa almennar þingkosningar þ.e. að ræna völdum aftur svo seinna samþykkið á tillögum stjórnlagaráðs nái í gegn. Nema auðvitað að lögmaðurinn sé að tala fyrir því að valdaráninu fylgi Venesúelskt stjórnskipulag sem leiða muni tillögur stjórnlagaráðs í lög með andlýðræðislegum tilskipunum byltingarforingjans eða byltingarráðsins. En þá er auðvitað þetta lýðræði og þau mannréttindi sem lögmaðurinn segist brenna fyrir löngu komin út í skurð. Höfundur er 2. varaformaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar