Þrefaldur ávinningur heimavinnu Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 27. október 2020 13:31 Veirufaraldurinn sem geisað hefur um heimsbyggðina, hefur heldur betur hrist upp í viðhorfi til heimavinnu. Gamaldags viðhorf um að allir verði að safnast saman á miðlægan stað til að klára öll þau verkefni sem liggja fyrir, er nú að víkja fyrir augljósum möguleikum fjarvinnu. Tæknin var reyndar löngu tilbúinn fyrir slíka breytingu en menningin hafði víðast hvar staðnað við eldra fyrirkomulag. Þær takmarkanir sem settar voru á, í kringum opinberar veiruvarnir, ýttu við mörgum sem hingað til höfðu hikað við uppbrot á íhaldssömu vinnuumhverfi. Heimavinna hefur ekki bara jákvæð áhrif í núverandi ástandi þar sem síendurtekin hópamyndun er óheppileg vegna veirusmita. Aukin heimavinna hefur líka mikla möguleika til að draga úr tveimur vandamálum sem blasa við okkur í dag þ.e. losun gróðurhúsaloftegunda og vaxandi umferðateppum. Minni teppur og minni mengun Stór hluti umferðar er tilkomin vegna ferða til og frá vinnu. Þó að stór hluti starfa sé háður mætingu þá er ótrúlega stór hluti ekki háður mætingu. Samkvæmt bandarískri rannsókn væri hægt að sinna allt að 50% nútíma starfa heiman frá. Ef að atvinnurekendur myndu aðeins nýta brot af þeim möguleika, þá væri hægt að ná miklum árangri í að draga úr umferð og þar með mengun. Þetta þyrfti ekki endilega þýða að vinnuafl hyrfi gjörsamlega frá vinnustöðum heldur mætti blanda saman heimavinnu við hefðbundna mætingu og ná þannig fram fækkun ferða. Vinnuveitendur gætu t.d. brotið upp vinnuviku með stýrðri heimavinnu þar sem hluti starfsfólks sinnti verkefnum heiman frá en kæmi til vinnu þess á milli í skiptum fyrir aðra starfsmenn. Slíkt fyrirkomulag skapar auðvitað líka möguleika á talsverðri hagræðingu í stærð og gerð atvinnuhúsnæðis. Einnig væri frábært ef stórir vinnustaðir, þar sem heimavinna er möguleg, tækju sig saman og stýrðu mætingu í samhengi við þekkta umferðatepputíma sem oftast eru vel fyrirsjáanlegir. Vissulega eykur þetta á ábyrgð stjórnenda sem þurfa þá að hafa góða yfirsýn yfir gang verkefna frekar en að treysta bara á einfaldar hausatalningar á mætingu starfsmanna á vinnustað. Munar um minna Vegasamgöngur er stærsti losunarvaldur gróðurhúsaloftegunda sem falla beint undir ábyrgð stjórnvalda. Ef heimavinna gæti dregið úr umferð sem nemur aðeins 1 prósenti hjá bensín- og dísil akandi starfsmönnum þá myndi losun gróðurhúsaloftegunda minnka um allt að 10 milljón kg á ári. Maður er manns gaman og fátt kemur í staðin fyrir mannleg samskipti í raunheimum. Það er þó vel hægt að blanda saman samskiptum og samvinnu manna með heimavinnu og mætingu á vinnustað með ótrúlega jákvæðum áhrifum á umferð, umhverfi og rekstur fyrirtækja og stofnana. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Samgöngur Umferð Fjarvinna Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Sjá meira
Veirufaraldurinn sem geisað hefur um heimsbyggðina, hefur heldur betur hrist upp í viðhorfi til heimavinnu. Gamaldags viðhorf um að allir verði að safnast saman á miðlægan stað til að klára öll þau verkefni sem liggja fyrir, er nú að víkja fyrir augljósum möguleikum fjarvinnu. Tæknin var reyndar löngu tilbúinn fyrir slíka breytingu en menningin hafði víðast hvar staðnað við eldra fyrirkomulag. Þær takmarkanir sem settar voru á, í kringum opinberar veiruvarnir, ýttu við mörgum sem hingað til höfðu hikað við uppbrot á íhaldssömu vinnuumhverfi. Heimavinna hefur ekki bara jákvæð áhrif í núverandi ástandi þar sem síendurtekin hópamyndun er óheppileg vegna veirusmita. Aukin heimavinna hefur líka mikla möguleika til að draga úr tveimur vandamálum sem blasa við okkur í dag þ.e. losun gróðurhúsaloftegunda og vaxandi umferðateppum. Minni teppur og minni mengun Stór hluti umferðar er tilkomin vegna ferða til og frá vinnu. Þó að stór hluti starfa sé háður mætingu þá er ótrúlega stór hluti ekki háður mætingu. Samkvæmt bandarískri rannsókn væri hægt að sinna allt að 50% nútíma starfa heiman frá. Ef að atvinnurekendur myndu aðeins nýta brot af þeim möguleika, þá væri hægt að ná miklum árangri í að draga úr umferð og þar með mengun. Þetta þyrfti ekki endilega þýða að vinnuafl hyrfi gjörsamlega frá vinnustöðum heldur mætti blanda saman heimavinnu við hefðbundna mætingu og ná þannig fram fækkun ferða. Vinnuveitendur gætu t.d. brotið upp vinnuviku með stýrðri heimavinnu þar sem hluti starfsfólks sinnti verkefnum heiman frá en kæmi til vinnu þess á milli í skiptum fyrir aðra starfsmenn. Slíkt fyrirkomulag skapar auðvitað líka möguleika á talsverðri hagræðingu í stærð og gerð atvinnuhúsnæðis. Einnig væri frábært ef stórir vinnustaðir, þar sem heimavinna er möguleg, tækju sig saman og stýrðu mætingu í samhengi við þekkta umferðatepputíma sem oftast eru vel fyrirsjáanlegir. Vissulega eykur þetta á ábyrgð stjórnenda sem þurfa þá að hafa góða yfirsýn yfir gang verkefna frekar en að treysta bara á einfaldar hausatalningar á mætingu starfsmanna á vinnustað. Munar um minna Vegasamgöngur er stærsti losunarvaldur gróðurhúsaloftegunda sem falla beint undir ábyrgð stjórnvalda. Ef heimavinna gæti dregið úr umferð sem nemur aðeins 1 prósenti hjá bensín- og dísil akandi starfsmönnum þá myndi losun gróðurhúsaloftegunda minnka um allt að 10 milljón kg á ári. Maður er manns gaman og fátt kemur í staðin fyrir mannleg samskipti í raunheimum. Það er þó vel hægt að blanda saman samskiptum og samvinnu manna með heimavinnu og mætingu á vinnustað með ótrúlega jákvæðum áhrifum á umferð, umhverfi og rekstur fyrirtækja og stofnana. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun