Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2020 23:45 Keith Raniere og verjendur hans líkt og teiknari AP sá þá fyrir sér í dómsal. AP/Elizabeth Williams Keith Raniere, maðurinn sem sakaður var um að hafa verið leiðtogi sjálfshjálparhóps sem hneppti konur í kynlífsþrælkun hefur verið dæmdur í 120 ára fangelsi. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að sakfella ætti Raniere af öllum ákæruliðum í málinu en hann var ákærður fyrir fjárglæfrar, kynlífsþrælkun og ýmsa aðra glæpi. Raniere var leiðtogi hóps sem kallaðist NXIVM en svo virðist sem að konur hafi verið sérstaklega fengnar í sérstakan undirhóp NXIVM til þess að stunda kynlíf með Raniere. Þrátt fyrir að meira en ár sé liðið frá sakfellingunni hafði dómarinn í málinu ekki ákveðið hversu lengi Raniere ætti að dúsa í fangelsi. Niðurstaðan barst í dag, 120 ára fangelsi, sem þýðir að Raniere mun sitja í fangelsi til æviloka. Aðrir meðlimir hópsins sem ákærðir voru í tengslum við starfsemi hans höfðu játað brot sín, þar á meðal Hollywood-leikkonan Allison Mack, sem best er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Smallville. Hún játaði á síðasta ári að hafa aðstoðað Raniere að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun. Málið sneri einkum að hóp innan NXIVM sem kallaðist DOS og átti að vera einhvers konar kvenfélag innan NXIVM. Hópurinn átti eingöngu að vera skipaður konum og var tilgangur hans að bæta líf þeirra og vera valdeflandi. Þvert á móti virðist hópurinn eingöngu hafa þjónað þeim tilgangi að svala kynferðislegum þörfum Raniere. Raniere neitaði sök í málinu en bar ekki vitni í því. Raunar kölluðu verjendur hans engin vitni til að tala máli hans á meðan á réttarhöldunum stóð. Byggðist vörnin einkum á því að samræði Raniere og kvennanna hafi verið með samþykki beggja aðila. Bandaríkin Tengdar fréttir Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Keith Raniere, maðurinn sem sakaður var um að hafa verið leiðtogi sjálfshjálparhóps sem hneppti konur í kynlífsþrælkun hefur verið dæmdur í 120 ára fangelsi. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að sakfella ætti Raniere af öllum ákæruliðum í málinu en hann var ákærður fyrir fjárglæfrar, kynlífsþrælkun og ýmsa aðra glæpi. Raniere var leiðtogi hóps sem kallaðist NXIVM en svo virðist sem að konur hafi verið sérstaklega fengnar í sérstakan undirhóp NXIVM til þess að stunda kynlíf með Raniere. Þrátt fyrir að meira en ár sé liðið frá sakfellingunni hafði dómarinn í málinu ekki ákveðið hversu lengi Raniere ætti að dúsa í fangelsi. Niðurstaðan barst í dag, 120 ára fangelsi, sem þýðir að Raniere mun sitja í fangelsi til æviloka. Aðrir meðlimir hópsins sem ákærðir voru í tengslum við starfsemi hans höfðu játað brot sín, þar á meðal Hollywood-leikkonan Allison Mack, sem best er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Smallville. Hún játaði á síðasta ári að hafa aðstoðað Raniere að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun. Málið sneri einkum að hóp innan NXIVM sem kallaðist DOS og átti að vera einhvers konar kvenfélag innan NXIVM. Hópurinn átti eingöngu að vera skipaður konum og var tilgangur hans að bæta líf þeirra og vera valdeflandi. Þvert á móti virðist hópurinn eingöngu hafa þjónað þeim tilgangi að svala kynferðislegum þörfum Raniere. Raniere neitaði sök í málinu en bar ekki vitni í því. Raunar kölluðu verjendur hans engin vitni til að tala máli hans á meðan á réttarhöldunum stóð. Byggðist vörnin einkum á því að samræði Raniere og kvennanna hafi verið með samþykki beggja aðila.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00