Sífellt fleiri sveitarfélög segja sig frá rekstri hjúkrunarheimila Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2020 19:01 Vísir/Hafsteinn Fjögur sveitarfélög hafa sagt upp samningum sínum við ríkið og það fimmta íhugar það vegna óánægju með framlög til starfseminnar. Heilbrigðisráðherra sem hefur verið gagnrýnd fyrir að svelta einkarekin hjúkrunaheimili, vísar því á bug. Akureyrarbær, Vestmanneyjabær, Hornafjörður og Fjarðarbyggð hafa þegar sagt upp samningum sínum sínum við Sjúkratryggingar Íslands á þessu ári vegna reksturs hjúkrunarheimila og Vopnafjarðarhreppur íhugar að segja upp samningi sínum samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áður hafa Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Garðabær sagt sig frá rekstrinum og ríkið sér um hann. Þá gagnrýndi Gísli Páll Pálsson forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimila Grundar í fréttum okkar á föstudag að stjórnvöld væru vísvitandi að svelta öldrunaheimili landsins til að geta ríkisvætt þau. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vísar þessu á bug. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það að ég hafi einhverjar skoðanir og vilji koma þessum hjúkrunarheimilum í einhvern bobba vísa ég því til föðurhúsanna því það er rangt,“ segir Svandís. Svandís skipaði starfshóp til að greina rekstur hjúkrunarheimilanna og skilar hann niðurstöðu í næsta mánuði. „Þessi greining er forsenda þess að við skiljum betur út frá hverju samningar um reksturinn eiga að ganga. Það vil ég gera í fullri einlægni og hef marg tjáð einaaðilum og sveitarfélögum það,“segir Svandís. Hún segir að stefna sín í málaflokknumsé að auka fjölbreytni í þjónustu við eldri borgara. „Mínar áherslur varðandi þessi mál er að það sé boðið uppá miklu fjölþættari þjónustu fyrir eldra fólk en hjúkrunarheimili, Við þurfum að stórauka dagdvalarþjónustu. Þá er ég er að setja nýjar 250 milljónir á fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár til heimahjúkrunar svo að fólk geti búið lengur heima hjá sér,“ segir Svandís. Svandís segir að einkareknu hjúkrunarheimilin fái nú greiðslur í samræmi við gerða samninga. Það sem sé hins vegar á bið séu sérstakar greiðslur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Sjúkratryggingar Íslands hafa talað um það í mínu umboði að það þurfi að gera upp við hjúkrunarheimilin í heild eftir árið ef þau hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna faraldursins. Ef að í ljós kemur að hjúkrunarheimilin hafa ekki getað nýtt rými hjá sér að fullu vegna Covid-19 þá eigi að vera til fjármagn til að fá það bætt,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Félagsmál Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Sjá meira
Fjögur sveitarfélög hafa sagt upp samningum sínum við ríkið og það fimmta íhugar það vegna óánægju með framlög til starfseminnar. Heilbrigðisráðherra sem hefur verið gagnrýnd fyrir að svelta einkarekin hjúkrunaheimili, vísar því á bug. Akureyrarbær, Vestmanneyjabær, Hornafjörður og Fjarðarbyggð hafa þegar sagt upp samningum sínum sínum við Sjúkratryggingar Íslands á þessu ári vegna reksturs hjúkrunarheimila og Vopnafjarðarhreppur íhugar að segja upp samningi sínum samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áður hafa Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Garðabær sagt sig frá rekstrinum og ríkið sér um hann. Þá gagnrýndi Gísli Páll Pálsson forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimila Grundar í fréttum okkar á föstudag að stjórnvöld væru vísvitandi að svelta öldrunaheimili landsins til að geta ríkisvætt þau. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vísar þessu á bug. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það að ég hafi einhverjar skoðanir og vilji koma þessum hjúkrunarheimilum í einhvern bobba vísa ég því til föðurhúsanna því það er rangt,“ segir Svandís. Svandís skipaði starfshóp til að greina rekstur hjúkrunarheimilanna og skilar hann niðurstöðu í næsta mánuði. „Þessi greining er forsenda þess að við skiljum betur út frá hverju samningar um reksturinn eiga að ganga. Það vil ég gera í fullri einlægni og hef marg tjáð einaaðilum og sveitarfélögum það,“segir Svandís. Hún segir að stefna sín í málaflokknumsé að auka fjölbreytni í þjónustu við eldri borgara. „Mínar áherslur varðandi þessi mál er að það sé boðið uppá miklu fjölþættari þjónustu fyrir eldra fólk en hjúkrunarheimili, Við þurfum að stórauka dagdvalarþjónustu. Þá er ég er að setja nýjar 250 milljónir á fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár til heimahjúkrunar svo að fólk geti búið lengur heima hjá sér,“ segir Svandís. Svandís segir að einkareknu hjúkrunarheimilin fái nú greiðslur í samræmi við gerða samninga. Það sem sé hins vegar á bið séu sérstakar greiðslur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Sjúkratryggingar Íslands hafa talað um það í mínu umboði að það þurfi að gera upp við hjúkrunarheimilin í heild eftir árið ef þau hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna faraldursins. Ef að í ljós kemur að hjúkrunarheimilin hafa ekki getað nýtt rými hjá sér að fullu vegna Covid-19 þá eigi að vera til fjármagn til að fá það bætt,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Félagsmál Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Sjá meira