Trú í veraldlegu ríki Guðný Hjaltadóttir skrifar 30. október 2020 10:31 Það hefur ekki mikið farið fyrir veraldarhyggju (e. secularism) í íslenskri umræðu - sem er svolítið merkilegt því veraldarhyggja (sem felur í sér að ríki setji sér lög án tillits til trúar) er grundvöllur þeirra mannréttinda sem við þekkjum og undirrót meiriháttar klofnings meðal múslima - þar sem hópur A vill að sjaríalög, byggð á trúarsetningum islam, hafi stöðu landslaga (m.a. refsihluti laganna), hópur B vill að sjaríalög gildi í einkamálum múslima (m.a. skilnaðar- og forsjármálum) en hópur C vill hvorugt. Þessi ágreiningur um veraldlegt ríki spilaði stórt hlutverk í Sýrlandsstríðinu og tengist árásum á þá sem birta eða tjá sig um skopmyndir af Múhameð - enda óheimilt að birta myndir af spámanninum samkvæmt Kóraninum. Þeir sem árásirnar fremja tilheyra jafnan hópi A en því miður þurfa aðrir múslimar iðulega að gjalda fyrir gjörðir þeirra. Í framhaldi af hrottafenginni árás sem átti sér stað í Frakklandi á dögunum þar sem ráðist var á kennara og hann afhöfðaður fyrir að fjalla um skopmyndir af spámanninum og mikilvægi tjáningarfrelsis hefur Macron Frakklandsforseti upplýst að eftirlit í moskum í Frakklandi verði aukið - til að sporna gegn því að óæskileg öfl gerir sig þar heimakomin. Fyrir það hefur hann verið sakaður um múslimahatur af hálfu Erdogans Tyrklandsforseta og um að styðja ekki trúfrelsi. Erdogan hefur hvatt til sniðgöngu franskra vara og hefur krafan um sniðgöngu náð til annarra landa. Það sem er áhugavert í þessu er að Erdogan var áður meðlimur stjórnmálaflokks sem hafði það á stefnuskrá sinni að innleiða sjaríalög í Tyrklandi og hefur ekki beinlínis verið talinn talsmaður veraldarhyggju. Tyrkneska ríkið lagði bann við flokknum og var það mat Mannréttindadómstóls Evrópu í dómi sem féll árið 2003 (Refah Partisi and Others v. Turkey) að bannið bryti ekki gegn mannréttindasáttmálanum enda sjaríalög ekki samræmanleg sáttmálanum. Valdaránstilraunina í Tyrklandi 2016 má einnig rekja til þessa klofnings enda tilraun til að vernda veraldarhyggju Tyrklands. Þessi krafa um að trú hafi stöðu landslaga (eða endurspeglist í landslögum) er ekki bundin við islam heldur sjáum við hana nú skýrt vestan megin við okkur, þar sem öfgakristnir aðilar hafa náð völdum og reyna nú eftir megni að vega að réttindum kvenna með því að banna fóstureyðingar. Það sama á við um Pólland þar sem aðilar innan kaþólsku kirkjunnar virðast hafa ítök í stjórnmálunum og dómstólunum en fóstureyðingar eru nú einungis leyfilegar við mjög takmarkaðar aðstæður og staða samkynhneigðra er verulega slæm. Umræða um trú er vandmeðfarin og því mikilvægt að greina skýrt hvað það er sem veldur átökum í nútímasamfélögum, sem er ekki endilega ákveðin trúarbrögð heldur hvernig menn vilja beita trúnni - hvaða lagalegu stöðu trú hefur. Alhæfing um trúarbrögð – t.d. að allir múslimar séu hlynntir refsihluta sjaríalaga – er því ákveðin ranghugsun. Biblían og Kóraninn eru lögmál, sem sett voru fram fyrir mörgum öldum og hafa ekki fylgt þróun mannlegs samfélags. Framfylgni hvors ritsins sem er með bókstaflegum hætti hentar illa í frjálslyndu, nútímalegu samfélagi. Það eru ekki fordómar gagnvart trúarbrögðum að vilja vernda veraldarhyggjuna. Veraldarhyggjan tryggir þvert á móti trúfrelsi – innan umgjarðar annarra mannréttinda. Það er mikilvægt að átta sig á þessu enda hart sótt að mannréttindum og kvenréttindum í vestrænum ríkjum þessa dagana. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Tjáningarfrelsi Guðný Hjaltadóttir Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki mikið farið fyrir veraldarhyggju (e. secularism) í íslenskri umræðu - sem er svolítið merkilegt því veraldarhyggja (sem felur í sér að ríki setji sér lög án tillits til trúar) er grundvöllur þeirra mannréttinda sem við þekkjum og undirrót meiriháttar klofnings meðal múslima - þar sem hópur A vill að sjaríalög, byggð á trúarsetningum islam, hafi stöðu landslaga (m.a. refsihluti laganna), hópur B vill að sjaríalög gildi í einkamálum múslima (m.a. skilnaðar- og forsjármálum) en hópur C vill hvorugt. Þessi ágreiningur um veraldlegt ríki spilaði stórt hlutverk í Sýrlandsstríðinu og tengist árásum á þá sem birta eða tjá sig um skopmyndir af Múhameð - enda óheimilt að birta myndir af spámanninum samkvæmt Kóraninum. Þeir sem árásirnar fremja tilheyra jafnan hópi A en því miður þurfa aðrir múslimar iðulega að gjalda fyrir gjörðir þeirra. Í framhaldi af hrottafenginni árás sem átti sér stað í Frakklandi á dögunum þar sem ráðist var á kennara og hann afhöfðaður fyrir að fjalla um skopmyndir af spámanninum og mikilvægi tjáningarfrelsis hefur Macron Frakklandsforseti upplýst að eftirlit í moskum í Frakklandi verði aukið - til að sporna gegn því að óæskileg öfl gerir sig þar heimakomin. Fyrir það hefur hann verið sakaður um múslimahatur af hálfu Erdogans Tyrklandsforseta og um að styðja ekki trúfrelsi. Erdogan hefur hvatt til sniðgöngu franskra vara og hefur krafan um sniðgöngu náð til annarra landa. Það sem er áhugavert í þessu er að Erdogan var áður meðlimur stjórnmálaflokks sem hafði það á stefnuskrá sinni að innleiða sjaríalög í Tyrklandi og hefur ekki beinlínis verið talinn talsmaður veraldarhyggju. Tyrkneska ríkið lagði bann við flokknum og var það mat Mannréttindadómstóls Evrópu í dómi sem féll árið 2003 (Refah Partisi and Others v. Turkey) að bannið bryti ekki gegn mannréttindasáttmálanum enda sjaríalög ekki samræmanleg sáttmálanum. Valdaránstilraunina í Tyrklandi 2016 má einnig rekja til þessa klofnings enda tilraun til að vernda veraldarhyggju Tyrklands. Þessi krafa um að trú hafi stöðu landslaga (eða endurspeglist í landslögum) er ekki bundin við islam heldur sjáum við hana nú skýrt vestan megin við okkur, þar sem öfgakristnir aðilar hafa náð völdum og reyna nú eftir megni að vega að réttindum kvenna með því að banna fóstureyðingar. Það sama á við um Pólland þar sem aðilar innan kaþólsku kirkjunnar virðast hafa ítök í stjórnmálunum og dómstólunum en fóstureyðingar eru nú einungis leyfilegar við mjög takmarkaðar aðstæður og staða samkynhneigðra er verulega slæm. Umræða um trú er vandmeðfarin og því mikilvægt að greina skýrt hvað það er sem veldur átökum í nútímasamfélögum, sem er ekki endilega ákveðin trúarbrögð heldur hvernig menn vilja beita trúnni - hvaða lagalegu stöðu trú hefur. Alhæfing um trúarbrögð – t.d. að allir múslimar séu hlynntir refsihluta sjaríalaga – er því ákveðin ranghugsun. Biblían og Kóraninn eru lögmál, sem sett voru fram fyrir mörgum öldum og hafa ekki fylgt þróun mannlegs samfélags. Framfylgni hvors ritsins sem er með bókstaflegum hætti hentar illa í frjálslyndu, nútímalegu samfélagi. Það eru ekki fordómar gagnvart trúarbrögðum að vilja vernda veraldarhyggjuna. Veraldarhyggjan tryggir þvert á móti trúfrelsi – innan umgjarðar annarra mannréttinda. Það er mikilvægt að átta sig á þessu enda hart sótt að mannréttindum og kvenréttindum í vestrænum ríkjum þessa dagana. Höfundur er lögfræðingur
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun