Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 22:30 Páll Kristjánsson er formaður knattspyrnudeildar KR. Vísir/Baldur Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur Knattspyrnusamband Íslands ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. Fyrr í kvöld tilkynnti KSÍ að Íslandsmóti karla og kvenna yrði hætt. Þá yrði bikarkeppnin ekki kláruð. Páll, sem er hæstaréttarlögmaður, er mjög ósáttur við ákvörðun KSÍ og telur sambandið ekki hafa haft heimild til að setja þá reglugerð sem á endanum var miðað við. „Ég var í flugi frá Akureyri þegar tilkynningin kom og því með svona 500 ósvöruð símtöl þegar ég lenti,“ sagði Páll þegar Vísir heyrði í honum og hélt svo áfram. „Þessi ákvörðun kom mér verulega á óvart þar sem ég ræddi við KSÍ í dag og gerði þeim ljóst að við teldum ekki að stjórnin hefði heimild til að taka þessa ákvörðun. Reglugerðin væri einfaldlega ekki í samræmi við lög knattspyrnusambandsins. Því teljum við einfaldlega að þessi ákvörðun standist ekki skoðun, allavega að okkar mati,“ sagði Páll enn fremur. Þar á hann við þá reglugerð sem KSÍ setti um að mótinu yrði að vera lokið fyrir 1. desember. í sömu reglugerð kom fram að ef það væri búið að leika tvo þriðju hluta mótsins [2/3] þá mætti hætta leik. Páll vill meina að KSÍ hafi hlaupið á sig með því að setja reglugerð þess efnis að mótin yrði að klára fyrir 1. desember á þessu ári. „Ég hef sagt það áður að þetta sé vandamál sem KSÍ skapaði sér sjálft með þessu 1. desember viðmiði sínu. Við erum þar af leiðandi búin að setja óþarfa pressu á stjórnvöld að það verði að klára mótin fyrir ákveðinn tíma. Fyrir mér er algjörlega óskiljanlegt af hverju þessi 1. desember dagsetning varð jafn heilög og raun ber vitni.“ „Þarna ratar einhver dagsetning inn í reglur án þess að neinn í stjórn KSÍ geti svarað fyrir það,“ sagði Páll jafnframt. „Við mundum funda í fyrramálið og ákveða hver næstu skref okkar KR-inga verða. Þetta er eflaust ekki það síðasta sem gerist í þessu máli,“ sagði Páll um framhaldið. Kvennalið KR situr á botni Pepsi Max deildar kvenna og er þar af leiðandi fallið. Liðið á hins vegar fjóra leiki eftir í deildinni á meðan önnur lið eiga flest aðeins tvo leiki eftir. Þá á karlalið KR inni leik gegn Stjörnunni og myndi hann vinnast væri ljóst að KR kæmist í Evrópukeppni. Miðað við ákvörðun KSÍ er ljóst að svo verður ekki. Páll viðurkenndi að þetta væri mikið áfall fyrir KR, sem og íslenska knattspyrnu. Þá telur hann að það sé verið að gengisfella bikarkeppni KSÍ. „Ég skil ekki hvaða hagsmunir liggja þarna að leiðarljósi. Ég væri til í að sjá hvernig einstaka stjórnarmenn kusu í málinu. Það eru allir þreyttir á ástandinu í þjóðfélaginu en hér tel ég að það sé verið að fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Hér er verið að fórna bæði félags- og fjárhagslegum hagsmunum fyrir minni hagsmuni sem eiga ekki að stjórna för,“ sagði Páll að endingu við Vísi nú síðla kvölds. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max-deild kvenna Reykjavík Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur Knattspyrnusamband Íslands ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. Fyrr í kvöld tilkynnti KSÍ að Íslandsmóti karla og kvenna yrði hætt. Þá yrði bikarkeppnin ekki kláruð. Páll, sem er hæstaréttarlögmaður, er mjög ósáttur við ákvörðun KSÍ og telur sambandið ekki hafa haft heimild til að setja þá reglugerð sem á endanum var miðað við. „Ég var í flugi frá Akureyri þegar tilkynningin kom og því með svona 500 ósvöruð símtöl þegar ég lenti,“ sagði Páll þegar Vísir heyrði í honum og hélt svo áfram. „Þessi ákvörðun kom mér verulega á óvart þar sem ég ræddi við KSÍ í dag og gerði þeim ljóst að við teldum ekki að stjórnin hefði heimild til að taka þessa ákvörðun. Reglugerðin væri einfaldlega ekki í samræmi við lög knattspyrnusambandsins. Því teljum við einfaldlega að þessi ákvörðun standist ekki skoðun, allavega að okkar mati,“ sagði Páll enn fremur. Þar á hann við þá reglugerð sem KSÍ setti um að mótinu yrði að vera lokið fyrir 1. desember. í sömu reglugerð kom fram að ef það væri búið að leika tvo þriðju hluta mótsins [2/3] þá mætti hætta leik. Páll vill meina að KSÍ hafi hlaupið á sig með því að setja reglugerð þess efnis að mótin yrði að klára fyrir 1. desember á þessu ári. „Ég hef sagt það áður að þetta sé vandamál sem KSÍ skapaði sér sjálft með þessu 1. desember viðmiði sínu. Við erum þar af leiðandi búin að setja óþarfa pressu á stjórnvöld að það verði að klára mótin fyrir ákveðinn tíma. Fyrir mér er algjörlega óskiljanlegt af hverju þessi 1. desember dagsetning varð jafn heilög og raun ber vitni.“ „Þarna ratar einhver dagsetning inn í reglur án þess að neinn í stjórn KSÍ geti svarað fyrir það,“ sagði Páll jafnframt. „Við mundum funda í fyrramálið og ákveða hver næstu skref okkar KR-inga verða. Þetta er eflaust ekki það síðasta sem gerist í þessu máli,“ sagði Páll um framhaldið. Kvennalið KR situr á botni Pepsi Max deildar kvenna og er þar af leiðandi fallið. Liðið á hins vegar fjóra leiki eftir í deildinni á meðan önnur lið eiga flest aðeins tvo leiki eftir. Þá á karlalið KR inni leik gegn Stjörnunni og myndi hann vinnast væri ljóst að KR kæmist í Evrópukeppni. Miðað við ákvörðun KSÍ er ljóst að svo verður ekki. Páll viðurkenndi að þetta væri mikið áfall fyrir KR, sem og íslenska knattspyrnu. Þá telur hann að það sé verið að gengisfella bikarkeppni KSÍ. „Ég skil ekki hvaða hagsmunir liggja þarna að leiðarljósi. Ég væri til í að sjá hvernig einstaka stjórnarmenn kusu í málinu. Það eru allir þreyttir á ástandinu í þjóðfélaginu en hér tel ég að það sé verið að fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Hér er verið að fórna bæði félags- og fjárhagslegum hagsmunum fyrir minni hagsmuni sem eiga ekki að stjórna för,“ sagði Páll að endingu við Vísi nú síðla kvölds.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max-deild kvenna Reykjavík Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50
Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30
Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01