Mótmæla sýningu Fósturbarna í kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2020 16:59 Þriðja þáttaröð Fósturbarna er í sýningu á Stöð 2. Þátturinn í kvöld er sá fimmti í þáttaröðinni. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mótmælir sýningu þáttarins Fósturbörn sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Forsvarsmenn Stöðvar 2 segjast hafa tekið athugasemdir nefndarinnar til greina við eftirvinnslu þáttarins sem sýndur verður í kvöld. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar segist í yfirlýsingu hafa komið því á framfæri við Sindra Sindrason, ritstjóra Fósturbarna, og forráðamenn Stöðvar 2 að nefndin hafi verulegar áhyggjur af þeim afleiðingum sem geti fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. „Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Þá tekur nefndin fram að hún hafi ekki tekið neinn þátt í vinnslu þáttarins sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Undir yfirlýsinguna rita Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar, og Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður. Sindri Sindrason, ritstjóri þáttanna, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðar 2, segja í tilefni af yfirlýsingunni að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafi verið upplýst um efnistök þáttarins og fengið þáttinn til skoðunar. „Í eftirvinnslu þáttarins voru gerðar breytingar sem tóku mið af þeim athugasemdum sem bárust frá nefndinni, enda var kappkostað við gerð þáttarins að gæta að hagsmunum allra hlutaðeigandi,“ segja þeir Sindri og Þórhallur. Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins. Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Vilborg Þórarinsdóttir frkv. Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar Saga Ýrr Jónsdóttir hrl. Vísir er í eigu Sýnar sem á jafnframt Stöð 2. Fósturbörn Bíó og sjónvarp Barnavernd Akureyri Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mótmælir sýningu þáttarins Fósturbörn sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Forsvarsmenn Stöðvar 2 segjast hafa tekið athugasemdir nefndarinnar til greina við eftirvinnslu þáttarins sem sýndur verður í kvöld. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar segist í yfirlýsingu hafa komið því á framfæri við Sindra Sindrason, ritstjóra Fósturbarna, og forráðamenn Stöðvar 2 að nefndin hafi verulegar áhyggjur af þeim afleiðingum sem geti fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. „Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Þá tekur nefndin fram að hún hafi ekki tekið neinn þátt í vinnslu þáttarins sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Undir yfirlýsinguna rita Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar, og Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður. Sindri Sindrason, ritstjóri þáttanna, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðar 2, segja í tilefni af yfirlýsingunni að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafi verið upplýst um efnistök þáttarins og fengið þáttinn til skoðunar. „Í eftirvinnslu þáttarins voru gerðar breytingar sem tóku mið af þeim athugasemdum sem bárust frá nefndinni, enda var kappkostað við gerð þáttarins að gæta að hagsmunum allra hlutaðeigandi,“ segja þeir Sindri og Þórhallur. Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins. Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Vilborg Þórarinsdóttir frkv. Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar Saga Ýrr Jónsdóttir hrl. Vísir er í eigu Sýnar sem á jafnframt Stöð 2.
Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins. Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Vilborg Þórarinsdóttir frkv. Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar Saga Ýrr Jónsdóttir hrl.
Fósturbörn Bíó og sjónvarp Barnavernd Akureyri Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira